Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 48

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 48
málshátturinn • Nálægur veggur hitn- ar, þá er hinn næsti brenn- di. V_________________) Hún var látin gjalda þess aS hún var telpa Hún heitir Fathme Fais Eisa og hún er fimmtán mánaða gömul. En þegar hún fannst í neðanjarð- arskýli eftir borgarastríðið í Jór- daníu, var hún aðeins 10 pund. Systir hennar var látin, þegar hjálp- in barst. En þrír braeður hennar voru við beztu heilsu. Glæpur Fathme var ekki ein- göngu sá að hún var flóttamaður frá Palestínu, heldur var hún líka telpa. Hún mun ekki verða skæru- liðaforingi, þegar hún vex upp, eins og bræður hennar. Það verð- ur hlutskipti bræðranna að berjast við ísraelsmenn til að bjarga föð- urlandi sínu. Frú Marjorie Patterson, sem er hjúkrunarkona við barnahjálpina í Amman segir: — Flóttamenn frá Palestinu eru ekki fullgildir fyrr en þeir hafa eignast son, sem get- ur tekið við baráttunni fyrir föður- landið. Stúlkur skipta ekki máli, það er sorglegt, en það er samt satt. í sextán daga, áður en barna- hjálpin kom, hafði Fathme og fjölskylda hennar dregið fram líf- ið í neðanjarðarskýli á tei, tómöt- um og brauði. Stríðið hafði komið í veg fyrir matvælaflutninga til skæruliðanna í Baqua, sem höfðu aðsetur sitt tólf mílum fyrir utan Amman, þar sem 52.000 flóttamenn lifa von- lausu lífi. Nú hefir Fathme fengið góða hjúkrun, henni er gefin næring á tveggja tíma fresti og hún hefir þyngst um tvö pund á sex dögum. Læknirinn segir að hún muni ná sér. En það eru önnur börn í sama ástandi og það er táknrænt að það eru allt telpur. Hjúkrunarkona frá Palestínu sem annast Fathme sagði: — Bræður hennar þrír voru við beztu heilsu. Foreldrar þeirra sögðu mér að þeir hefðu gefið drengjunum allt sem þeir gátu náð í, enda þurftu þeir ekki aðra hjúkrun en að fá góða máltíð, en Fathme var að dauða komin. Hún hefði eflaust dáið, ef við hefðum ekki komið i tæka tíð. geturðu botnað? Sama graut í sömu skál Lesendur gátu svo sannarlega botnað fyrripartinn, sem við send- um út í fyrsta tölublaði þessa árs. Botnarnir, sem okkur bárust, losa vel hundraðið, og er það miklu betri þátttaka en við áttum von á. Margir botnanna eru mjög líkir, og eins og ævinlega reyndist vandasamt að skera úr um, hver væri beztur. Ritstjórn Vikunnar hefur komið sér saman um að veita tveimur botnum viðurkenningu, en auk þess eru margir fleiri botnar birtir, bæði vegna gæða og eins til að sýna fjölbreytileikann. Eftirfarandi botnar hljóta viður- kenningu, bókarverðlaun, sem verða send höfundunum í pósti: Víst er nóg um vandamál, versnar heimur okkar. Sama graut í sömu skál sífellt lífið kokkar. Sigurður Magnússon, Hverfisgötu 14, Hafnarfirði. Ekkert nema príl og prjál, pillur og rauðir sokkar. Guðmundur Valur Sigurðsson Nesvegi 5, Reykjavík. Aður en við birtum fleiri botna, viljum við þakka góða þátttöku I þessum leik, og vonum, að sem flestir haldi áfram að botna fyrri- partana okkar. Mengun ógnar mannsins sál og miklast rauðir sokkar. Asgrímur Sigurðsson, Oddagötu 13, Akureyri. Gerist fátt um fagra sál, flestir drullusokkar. Allt er þetta taumlaust tál, en tildurmennskan lokkar. Egill Halldórsson, Sörlaskjóli 86, Rvík. Tölvan brátt mun sigra sál, synd þá engan lokkar. Jón Agnar Eggertsson, Bjargi, Borgarnesi. Fleka marga fróma sál fagurrauðir sokkar. Guðmundur Arnfinnsson, Hlégerði 29, Kópavogi. Sama graut í sömu skál sjóða flestir kokkar. Fram i djúpan feigðarál fávís lýður skokkar. Skröggur. Hefur marga hneykslað sál hass og rauðir sokkar. Sigurður Jónsson, Mávahlíð 2, Reykjavík. í djöfuls eldinn alheims sál endanléga skokkar. Ranki. Eitur slæðist oft í sál og allt forbannað lokkar. Verðstöðvunin virðist tál, veslings stjórnin brokkar. Gunnar Guðmundsson, frá Hofi, Þingeyri. Þó er enn í sumra sál sólskinsljóðaflokkar. Og ekki virðist þjóðin þjál þeim, sem spilin stokkar. Guðmundur Valur Sigurðsson. Gjarnan reynist gylling, tál, glepur, seyðir, lokkar. G. Súpa mengað seyði af ál svika- og gervikokkar. Einar H. Guðjónsson, Seyðisf irði. Hvenær eignast eina sál allir rauðir sokkar? Ágúst Guðbrandsson, Miklubraut 16, Rvík. Margra raska ró í sáI rauðir ullarsokkar. ___ Sigurður Magnússon, Hverfisgötu 14, Hafnarfirði. Vísubotnar frá Hala í Suður- sveit, Austur-Skaftafellssýslu, ort- ir af 6 manns á aldrinum 9 ára til 78 ára. Vísan mörgum virðist hál vefst um tungu okkar. (9 ára) Og ekki lagast lífsins prjál, er litast rauðir sokkar. (14 ára) Ihaldið með auma sál alla vegi brokkar. (14 ára og 25 ára) Hestamaður við hestaskál hratt um veginn brokkar. (25 ára) Ymsir fórna sinni sál, satan marga lokkar. (25 ára) Viðreisnin er versta tál, veraldarauðinn plokkar. (47 ára) Heiðarlega hetjusál heilla rauðir sokkar. (55 ára) Hann er mörgum herjans tál og helzt til marga lokkar. (78 ára) 48 VIKAN 4- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.