Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 20
hár og glaðleg, brún augu, hinn miðaldra, horaður maður, þunglyndislegur á svip. Sá yngri sparkaði hurðinni aftur á eftir þeim. Lucifer skipstjóri nam staðar við borðið og lagði höndina lauslega á það. — Ert það þú, Renard, sem hefur á hendi stjórn á Alba- tross nú? spurði hann kurteis- lega. Ljóshærði pilturinn hló og Renard pírði augunum, svo þau voru eins og glitrandi strik, en það var Marayte sem svaraði. -— Fjandinn hafi þig, Luci- fer! öskraði hann og reis á fætur, svo hranalega að stóll- inn flaug eftir gólfinu. —- Ég er skipstjóri hér og ég sker á háls hvern þann sem dregur það í efa! Átt þú eitthvert er- indi við mig? — Já, reyndar! Rödd Luci- fers var ísköld. Þar sem þú ert skipstjóri Marayte, geturðu kannske sagt mér hvern fjand- ann þú meinar með því að ráð- ast á þetta enska skip? Sjóræninginn gapti af undr- un, áður en hann gat haft sig upp í að svara, svo Lucifer hélt áfram: Og eins og það hafi ekki verið nóg að ræna skipið, þá tekurðu líka til fanga einn af hirðmönnum konungsins! Drottinn minn dýri! Ertu al- veg genginn af vitinu? Hann leit aftur fyrir sig: — Alex, viltu leysa fangann strax. Dökkhærði maðurinn gekk strax fram, en þegar hönd Renards nálgaðist sverðið á borðinu, greip ljóshærði pilt- urinn strax til skammbyssunn- ar. — Rólegur nú, sagði hann brosandi. — Losaðu mig við að þurfa að blása heilann úr hausnum á þér. Þótt rödd piltsins væri glað- leg, var eins og Renard hefði brennt sig. Á eftir varð þrúg- andi þögn, og maðurinn, sem kallaður var Alex, skar bönd- in af Sir Jocelyn. Hann ætl- aði að fara að þakka björgun- armönnum sínum, þegar Ma- rayte vaknaði af dvalanum. Hann krossbölvaði og réðist á hinn nýkomna gest. Lucifer skipstjóri hörfaði aftur á bak og áður en varði var hárbeittur sverðsoddur kominn að hálsi Marayte. — Viltu halda þér í hæfilegri fjarlægð, mér býður við þér! sagði Lucifer kuldalega. —■ Mér býður jafnmikið við per- sónu þinni og heimsku. Er ekki nóg af spænskum skipum í Karabíahafinu? Hvernig dett- ur þér í hug að ráðast á skip- úr brezka verzlunarflotanum og brenna það? Þar sem sverðsoddurinn bindraði sjóræningjann í að ráðast á mótstöðumann sinn, þá hellti hann úr sér blóts- yrðum og þegar hann var að þagna til að ná andanum, sagði Lucifer með ískaldri rödd: - Ef þú ert búinn að ryðja því mesta úr þér, þá hef ég nokkur orð að segja. Þú hefur brennt skip, myrt brezka sjó- menn, og gert er gert, því verður ekki breytt, en þessi herra verður að fá hvern ein- asta hlut aftur, allt sem þú hefur stolið frá honum, — ann- ars verður þú hengdur á hæsta gálga, ef þú lætur sjá þig í Port Royal, svo sannarlega sem Guð er yfir mér. — Lúsablesinn þinn! And- skotans montrassinn! öskraði Marayte, en Renard tók fram í fyrir honum og stöðvaði orða- flauminn. — Hvenær, ef ég mætti ger- ast svo djarfur að spyrja, gekk Lucifer skipstjóri í þjónustu landstjórans á Jamaica? Það var fyrirlitning í dökk- bláum augunum þegar Lucifer svaraði. — Svo lengi sem þú og þínir líkar, Renard, sem hafið kallað ykkur Bræður Strandarinnar, eru orðnir að ómerkilegum þjófum, sem all- ir hafa andstyggð á. Ég hef umboð frá konunginum, eins og Morgan og fleiri, en hve lengu munu Bræður Strandar- innar sigla undir vernd krún- unnar ef svona skepnur eru látnar vaða uppi? Hann band- aði frá sér með hendinni og var greinilega orðinn óþolin- móður. En við skulum ekki eyða fleiri orðum á þá. Alex og Nick, við skulum ganga frá þessu. Alex gekk fram og stakk byssuhlaupinu í síðu Marayte og Lucifer slíðraði sverð sitt. — Þið Renard komið með okkur upp á þilfar, sagði hann stuttaralega, — og þar gefur þú mönnum þínum skipun um að skila þýfinu, eignum Sir Jocelyns. Ef ég sé votta fyrir einhverjum svikum, þá verður þjófunum snarlega fækkað um tvo, og tveimur fleiri í helvíti. Skilurðu það? Skuggalegt augnaráð sjóræn- ingjanna sýndi að þeir sáu sér ekki annað fært en að hlýða. Þeir voru afvopnaðir og fylgd- armenn Lucifers ráku þá á undan sér út á þilfarið. Wade varð stöðugt meira undrandi og hann var ekki viss hvort Lucifer skipstjóri var með honum eða á móti. Hann fylgdi þeim þegjandi eftir og þegar þeir komu út á þilfarið stóðu þeir andspænis áhöfn skipsins, illilegum, tuldrandi skara. Skammt frá, á blágræn- um haffletinum, vaggaði skip með röð af ógnvekjandi opn- um fallbyssuhlerum, og líklega var það þess vegna sem menn Maraytes hlýddu, þótt þeim væri það þvert um geð. Allt herfangið var sett í bátinn, að eigandanum, sem stöðugt varð meira undrandi, og hörkuleg- um augum Lucifers ásjáandi. Marayte og Renard voru að springa af reiði, en algerlega hjálparvana. Að lokum fengu þeir svo skipun um að fara í bátinn sjálfir, og hinn glæsi- legi foringi talaði við hinn undrandi skara. —- S'g tek þessa tvo með mér til öryggis, til þess að þið hag- ið ykkur skikkanlega. Þið get- ið eflaust komizt af án Maray- te, en Renard er sá eini af ykk- ur sem hefur glóru, án hans fer illa fyrir ykkur. Um leið og við erum komnir um borð í Loyalist, getið þið sent bát eftir þeim. Ef þið verðið ekki góðir drengir, verða ekki að- eins þessar skepnur hengdar, heldur læt í fallbyssur mínar blása þessum hólk og öllu sem á honum er til helvítis! Þegar Lucifer skipstjóri var kominn um borð í sitt eigið skip, afhenti hann fangana og vísaði Sir Jocelyn inn í klefa, sem kom hinum unga hirð- manni til að glenna upp aug- un. Skipið, sem hann hafði siglt með frá Englandi var álit- ið vel búið skip, en klefinn sem hann hafði var ekkert í líkingu við þann glæsibrag, sem auð- kenndi allt á Loyalist. — Gjörið svo vel að fá yður sæti! Skipstjórinn benti á stól, tók af sér sverðið og silfursleg- inn axlarborðann. Hæglátur negri kom inn með silfurbakka með vínflösku og fagurlega skornum glösum, sem hann setti frá sér á gljáfægt borð. Lucifer rétti honum sverð sitt og sagði honum svo að fara og sjá til þess að Sir Jocelyn fengi góðan næturstað. Þér eruð líklega á leið til Jamaica, Sir Jocelyn? sagði skipstjórinn, meðan hann skenkti í glösin. - - Þessir leið- inlegu atburðir þurfa ekki að seinka för yðar svo mjög. Við erum á leið til Port Royal og ég reikna með að við komum þangað í fyrramálið. Þangað til eruð þér velkominn gestur minn. Sir Jocelyn drakk vínið með góðri lyst. Hann var í þörf fyr- ir hressingu eftir atburði síð- ustu stunda. Lucifer skipstjóri, hóf hann mál sitt, en skipstjórinn tók fram í fyrir honum og hristi brosandi höfuðið. — Nafn mitt er Christopher Brandon. Hitt er uppnefni, sem þeir nota hér við ströndina, heldur til niðurlægingar er ég hræddur um. En afsakið, ég tók fram í fyrir yður. — Brandon skipstjóri, sagði þá Sir Jocelyn aftur. — Ég er yður mjög þakklátur fyrir að bjarga mér, en ef satt skal segja, skil ég hvorki upp né niður. Það mætti ætla að þér væruð skyggn. — Nei, öðru nær, sagði Brandon brosandi og settist við annan endann á borðinu. — Skýringin er mjög einföld. Þegar við komum auga á ykk- ur, var Marayte lagður af stað að elta ykkur. Ég þekki hann Framhad á bls. 45. 20 VIKAN 4. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.