Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 14
Hann vakti mesta athygli á Ölympíuleikjunum í Róm, náttúrubarnið, sem vann hið klassiska maraþonhlaup berfættur. Hann náði því að næla sér í þrenn Ólympiugull, áður en umferðarslys batt hann við hjólastólinn. En hann ætlar til Munchen árið 1972 til að keppa í Ölympiuleikjunum fyrir fatlaða. Svíinn Onni Niskanen FANN þenn- an furðulega hlaupara og þeir eru ennþá miklir vinir. Það var umferðarslys fyrir utan Addis Abeba, nótt eina í maí 1969, sem batt endi á frægðarferil methafans í mara- þonhlaupinu frá Olympíuleikj- unum í Róm, Abebe Bikila. Hann var á leiðinni frá búgarði sínum, sem er fimmtán mílur fyrir utan höfuðborgina. Hann hafði ekið um ellefu mílur, þegar hann mætti Land Rover á mjóum, krókóttum vegi. Land Roverinn ók með fullum ljósum á Volkswagen Abebe, sem flaug út af veginum og niður bratta brekku. Mennirn- ir í Land Rovernum námu ekki staðar, heldur óku burt frá slysstaðnum, og ennþá hefur ekki tekizt að hafa upp á þeim. Abebe situr í hjólastól fyrir utan húsið sitt í útborg Addis Abeba. Það er ósköp líkt öðr- um smáhúsum, en samt er um- hverfið með öðrum hætti en við þekkjum til. Grasflötina þarf ekki að slá, húsdýrin; kindur, geitur og ein kýr, sjá um að bíta grasið. f „bílskúrn- um“ er enginn bíll, en þangað flýja húsdýrin, þegar hitabelt- isnóttin dettur á. Húsið er úr leir, en það er miðstöðvarhit- un í því. Abebe segir; — Sg man að ég blindaðist, að ég fann höggið, sem kom á bílinn og að ég greindi óljóst tvo menn í Land Rovernum, áður en ég valt yfir vegbrúnina. Svo varð allt svart. Þetta skeði um ellefuleytið. Abebe Bikila rankaði við sér einstaka sinnum, en fulla með- vitund fékk hann ekki fyrr en í dögun. — Eg reyndi hr°Trfa mig. en gat það ekki. E<? fann ekk- ert til og ég var ekki hrædd- ur. Eg vissi ekki að ég hafði hálsbrot.nað op að taugar mínar voru óvirkar. Sg var aleerlega lamaður. Maður sem ók fram hjá sá bílflakið, ætlaði í fyrstu að aka áfram, en þá kom hann auga á handlegg, sem hékk út úr flakinu, svo hann flýtti sér á slysstaðinn. — Ég gat hvorki talað eða hreyft mig. Maðurinn gat náð mér út, en svo varð allt svart fyrir augum mér aftur. Eg vaknaði ekki til meðvitundar fyrr en ég var kominn á her- siúkrahúsið í Addis Abeba. BARN NÁTTÚRUNNAR Abebe Bikila er 38 ára og hann á sér merkilega sögu. Hann er af ættflokki Amaha, 14 VIKAN «• tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.