Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 46
Jamaica. En nóg um það. Er búizt við yður á Jamaica? ■—- Nei. . . . Wade varð sýni- iega vandræðalegur og stam- aði svolítið, — en ég á kunn- ingja, sem ég kynntist í Eng- landi og vona að hitta þar aft- ur. Þér hafið kannske heyrt þeirra getið, það er fjölskylda sem heitir Charnwood? K.it kinkaði kolli. — James Charnwood plantekrueigandi, — jú, ég þekki hann. Hann er vel metinn maður en nokkuð skapbráður. — Það er víst rétt, en ég hef ekki haft þann heiður enn- þá að hitta manninn. Satt að segja eru það dætur hans tvær, sem ég þekki. Þær hafa alizt upp í Englandi og eru nýlega komnar til Jamaica.... — Ég skil! Augu skipstjór- ans urðu nú glettnisleg. — Þá vona ég að þér verðið gestur minn í landi líka. Sir Jocelyn þakkaði boðið og svo var ekki meira talað um það. Litlu síðar afsakaði Bran- don sig og gekk út á þilfarið og kom aftur um hæl í fylgd með mönnunum tveim, sem höfðu verið með honum um borð í Albatross, og sem skip- stjórinn nú kynnti sem Nich- olas Halthrop og Alexander Blair lækni. Þjónninn var þá búinn að bera mat á borð, og meðan þeir voru að borða, hugsaði Sir Jocelyn að varla væri betri mat að fá í sjálfri London og ekki var félags- skapurinn verri. Þegar Sir Jocelyn Wade kom út á þilfarið næsta morgun, eftir að hafa neytt ágætis morgunverðar, var skotið kveðjuskoti frá Loyalist og skipið renndi sér inn á höfn- ina í Port Royal. Hann hallaði sér að borðstokknum og horfði ákafur til lands. Hann hafði ekki sagt Brandon skipstjóra allan sannleikann í gær, því að hvað hann og ungfrú Regínu snerti, var kunningskapur þeirra mjög náinn. Reyndar var hann kominn alla þessa leið til Jamaica til að biðja um hönd hennar, því að för þeirra systra frá Englandi hafði bor- ið svo brátt að, að honum vannst ekki tími til að biðja hennar. Hann vissi ekki hvern- ig á þessari skyndilegu brott- för stóð, ef það hefði verið hans vegna, þá vonaði hann að herra Charnwood myndi ekki efast um alvöru hans í þessu máli, ef hann legði á sig þessa löngu ferð. Þegar búið var að binda 46 VIKAN 4- tbl- skipið tryggilega, kom Kit Brandon til Jocelyns og sagði að nú gætu þeir gengið frá borði, en að hann byggi fyrir utan borgina, svo hann skyldi búa sig undir að fara á hest- bak. Hásetar af Loyalist reru með þeim í land og á hafnarbakk- anum biðu tveir gæðingar og þeldökkur þjónn í grænum einkennisbúningi með silfur- borðum. Hann hneigði sig djúpt fyrir Brandon og heils- aði honum með breiðu brosi. Skipstjórinn brosti til hans. — Þú ert stundvis, Samuel, sagði hann vingjarnlega. — Er allt í lagi heima á Fallowmead? Negrinn kinkaði ákaft kolli og skipstjórinn hélt áfram: — Þessi herra kemur með mér. Láttu hann fá hestinn þinn og taktu svo hest á leigu og komdu á eftir okkur. Svo fékk hann þjóninum peninga og stökk léttilega á bak. Sir Jo- celyn fór að dæmi hans, full- ur undrunar yfir þessum furðu- lega sjónræningja, sem hafði einkennisklæddan þjón. Þegar þeir riðu upp frá höfninni, stóð hópur af veðurbörðum karl- mönnum og nokkrar konur, klæddar litríkum kjólum, sem hrópuðu: — Húrra fyrir Luci- fer skipstjóra! Hann brosti og veifaði glaðlega til þeirra. En þegar þeir voru komnir út fyrir borgina, sló Brandon í hestinn og talaði lítið, eins og honum væri mikið í mun að komast sem fyrst á leiðarenda. Sir Jocelyn skildi þetta, þeg- ar hann sá húsið. Það var gríð- arstórt, hvítt og í nýlendustíl, umkringt geysistórum og lit- skrúðugum garði. Hestasveinn kom strax og tók við hestun- um. Wade horfði í kringum sig, undrandi og hrifinn. Hann gat skilið að skipstjórinn væri ákafur að komast sem fyrst til sh'kra heimkynna, eftir langa útivist. Hann leit við þegar stóru dyrnar opnuðust og út kom yndislega falleg stúlka með gullið hár. Hún stóð grafkyrr í fyrstu, svo hljóp hún niður þrepin og fleygði sér í fangið á skipstjóranum. — Kit! kallaði hún. — Elsku hjartans Kit, loksins ertu kom- inn heim. Ó, hve ég er ham- ingiusöm að sjá þg! Studarkorn þrýsti hann henn að sér, eins og hún væri hans dýrmætasta eign, en svo kvssti hann hana á kinnina og sleppti henni og röddin var svolítið hrjúf þegar hann svar- aði henni. — Hamingjan hjálpi okkur, barnið mitt, ætlarðu aldrei að læra mannasiði? Er það svona sem þú tekur á móti gestum? Ég er kominn hér með Sir Jo- celyn Wade, sem ég var svo heppinn að rekast á á heim- leiðinni. Sir Jocelyn, leyfið mér að kynna fyrir yður ung- frú Damaris Brandon, systur mína. VIÐ OG BÚRNIN OKKAR Framhald af bls. 21. borðað. Það er betra að barnið fái einhverja hugmynd um dauðann á þann hátt, heldur en að horfa á dauðann í sambandi við stríð, náttúruhamfarir og sult. Það er erfiðara fyrir þau að skilja það, heldur en ef lítill fugl týnir lífinu. — Það er líka hægt að fara með börnin til kirkjugarðsins og sýna þeim að þarna liggi hinir látnu í kistunni sinni og að hægt sé að láta blóm á leið- ið. Þarna liggur amma, henni líður vel og þú getur farið með blóm til hennar á tyllidögum og svo hugsum við alltaf til hennar. Ég held að lítil börn hafi betra af þvi að skoða dauð- ann frá þeim sjónarhóli, það er ekkert uggvænlegt. En maður skyldi forðast að segja að amma sofi, það má ekkrtrugla dauðanum saman við svefninn, þá gætu börnin orðið hrædd um það að þau vöknuðu ekki aftur, og geta orðið and- vaka út af því. Svo er það spurningin um guð. Mörg börn ganga í leik- skóla á vegum kirkjufélaga og heyra þar mikið talað um guð Önnur börn heyra um guð frá leikfélögum sínum. Þegar þau svo koma heim og hefja sína venjulegu spurninga- árás, þá er það eina skynsam- lega, eftir því sem Lillian Gott- farb segir, að segia þeim það sem maður trúir siálfur á, eða hreinlega að segia barninu að maður viti ekkert um þetta mál. Foreldrarnir verða að hafa það hugfast að það er ekki til þess ætlast að þau séu alvís. Það er engin skömm að viðurkenna fá- fræði sína á sumum sviðum. Og ef foreldrunum finnst þau séu í vanda stödd ef þau segi að þau viti ekki hvort guð sé til og barnið segir að kennar- inn í sunnudagaskólanum '/iti það, þá verða þau að finna ein- hverja sennilega skýringu, segja að sumir trúi á guð, aðrir ekki. Börn láta- sér venjulega nægja slíkar skýringar. Svo er það spurningin um fæðinguna og upphaf lífsins, sem er mjög kært spurninga- efni. Jafnvel kynferðileg for- vitni. Það er mjög venjulegt að telpur og drengir skoði hvort annað og það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þetta eru aðeins leikir, forvitni. Mörgum fullorðnum finnst þetta hættulegir leikir, og það bezta sem hægt er að gera barn- inu er að hjálpa því til skilnings í þessu máli. Það er um að gera að segja ekkert, nema það sem er sann- leikanum samkvæmt, um hlut- verk föðursins og um það hvernig frjóvgunin á sér stað. Börn á þessum aldri taka þetta ekki svo hátíðlega og hugsa ekki svo mikið um það, ef þau hafa fengið sennilega skýringu. En þótt þau gleymi um stundarsakir slíkum upp- lýsingum, geta þær komið að góðu haldi síðar meir, ef þær eru haldgóðar í upphafi. ☆ UMHVERFIS ISLAND A SKÚTU Framhald af bls. 17. sútunar-stöð og ullarverk- smiðja. Bærinn er viðskipta- miðstöð Norður-íslands og höf- uðstöð vetraríþrótta landsins. Þar er meira að segja starf- andi siglingaklúbbur, senni- lega hinn nyrzti i heimi, og urðum við meira en lítið hissa. Sigling er ærið örðug á þessum slóðum, daginn sem við fórum frá Akureyri komst hitinn í káetu okkar niður fyrir 0 á Celsius. Vestfirðir mynda norðvest- urhornið á íslandi, en það er stóreflis skagi í líkingu við risavaxna kló, sem rétt er í átt til Grænlands. Nafnið þýð- ir „hinir vestlægu firðir“, og er vel við hæfi, því svo marg- ir firðir skerast inn í þennan landshluta, að segja má að hann sé eigi síður sjór en þurr- lendi. Úr því komið er fyrir Vest- firði, má stefna rakleitt til Reykjavíkur og er þá hring- ferðinni lokið. Vestfirðir þess- ir eru aðeins 160 mílur vegar frá Akureyri, en erfið reisa gat það þó orðið. Stormur fór sí- vaxandi með hverjum degi og særótið jókst i sífellu. Strend- ur skagans eru næstverstar suðurströndinni og gerir það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.