Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 33
Ríó-tríó. Þriðja bezta LP-plata ársins.
Ævintýri. Ein af þremur beztu tveggja laga plötum ársins.
Sannarlega stórt stökk frá fyrri plötu.
Það voru Óðmenn sem
áttu beztu LP-plötu ársins
1970, og sömuleiðis beztu
tveggja laga plötu ársins —
ásamt Trúbroti og Ævin-
týri.
Það voru þeir þrír aðil-
ar sem skrifa um bljóm-
plötur að staðaldri í blöðiu,
(þ.e. umsjónarmaður þessa
þáttar fyrir liönd Vikunnar,
Haukur Ingibergsson fyrir
Morgunblaðið og Benedikt
Viggósson fyrir Visi) er
völdu hljómplötu ársins. —
Er þetta í fjórða sinn sem
þessi viðurkenning er veitt,
en í fyrsta skipti sem svo
margir gagnrýnendur taka
þátt í valinu. I öll fyrri
skiptin liafa það verið
Hljómar/Trúbrot sem flest
atkvæði hafa hlotið, en í
þetta skipti urðu þeir að
láta sér nægja annað sætið
í valinu um beztu LP-plötu
ársins.
Valinu var þannig lilliag-
að, að hver gagnrýnandi til-
nefndi þrjár plötur af
hvorri tegund, og fékk sú
fyrsta þrjú atkvæði, sú
næsla tvö og sú síðasta eitt.
Síðan voru stigin lögð sam-
an og urðu úrslit sem hér
segir:
Bezta LP-plata ársins
1970:
ÓÐMENN .... 8 atkv.
TRÚBROT .... 7 atkv.
RÍÓ-TRfÓ .... 3 atkv.
Besta tveggja laga plata
ársins 1970
ÓÐMENN .... 6 atkv.
TRÚBROT .... 6 atkv.
ÆVINTÝRI . . 6 atkv.
Þá gerðum við okkur það
líka til gamans, og sjálfsagt
að einhverju leyti til gagns,
að velja bezla lagasmið árs-
ins, og úr þvi fékkst þessi
útkoma:
atkv.
Jóliann G. Jóhannsson 8
Gunnar Þórðarson 7
Einar Vilberg 3
Og í valinu um textahöf-
und ársins féllu alkvæði
svona:
atkv.
Jónas Árnason 7
Jóhann G. Jóliannsson 5
Jóhanna Erlingson 2
Sigurjón Sighvatsson 2
Trúbrot (sem heild) 1
Jónas Friðrik 1
Til hliðsjónar þessari nið-
urstöðu höfðum við liver
um sig það sem við höfum
notazt við hingað til í um-
sögnum okkar um hljóm-
plötur og er því ekki þörf
á að útlista það nánar.
Er það svo einlæg von
Vikunnar, Vísis og Morgun-
blaðsins, að þetta megi
verða mönnum hvatning til
frekari dáða.
☆
4. tw. VIKAN 33