Vikan


Vikan - 28.01.1971, Qupperneq 47

Vikan - 28.01.1971, Qupperneq 47
erfiðara fyrir um alla skip- stjórn. Á öðrum morgni ferðarinnar frá Akureyri var sólin illþyrm- islega rauð, er hún rann úr sævi. Klukkan 10 skall á norð- an hvassviðri svo snöggt, að skútan lá flöt fyrir. Ég dró niður stórseglið, og var það illt verk, því fönnina skóf eftir endilöngu þilfarinu. NYJAR HÆTTUR Þetta lagaðist smám saman, skútan rétti sig við og sigldum við nú á sjö hnúta hraða með klýfi og fokku. Snjókoman var orðin að slyddu er lamdi okk- ur í andlitið, og fengum við ekki klætt af okkur kuldann með þykkustu flíkum. Pat var með kvef, og ég lét hana fara niður en stóð einn við stýrið. Allt í einu brá fyrir koldimmum höfða svo sem mílufjórðung fram undan okk- ur. Var þetta Horn á Vestfjörð- um? Samkvæmt skriðmælinum átti það ekki að geta verið, við vorum ekki komin svo langt áleiðis. Ég setti stýrið fast og við fórum yfir kortið og stefn- una. Jú, það var víst ekki um að villast. Segulskekkjan hafði víst ruglað áttavitann. Við höfðum sveigt út af leiðinni til suðurs og stefndum nú beint á Hornstrandir, en það er svæði sem þakið er kletthöfðum, tindafjöllum og skerjaklösum, sem ómögulegt er að sjá fyrr en að þeim er komið. Við höfð- um svo lítil segl uppi sem hægt var að komast af með. Nú kom annað strandberg kolsvart í ljós á kulborða. Sá ég þegar að við vorum komin inn í skerjaklasann, og hryllti við, enda áttum við á hættu að botninn á Delight tættist sund- ur þá og þegar. Ég lagði stýrinu um í ofboði og stefndi frá landi. Fimmtán mínútur liðu í ofvæni, en þá vorum við komin út á öruggt dýpi. Hefðum við rekizt á, vorum við búin að vera. Eiríkur rauði tók sér fyrst bólfestu á Hornströndum. Síð- ar fór hann búferlum suður til gróðursælli og álitlegri sveita við Breiðafjörð. Nú býr enginn á Hornströndum, nema vita- vörður á Horni. Eftir að komið var fyrir Hornbjarg og Straumnes, sem er tuttugu mílum vestar, féll stormurinn niður í ofurhægt kul, sem nægði aðeins til að fleyta okkur inn á lítinn fjörð, þar sem bærinn ísafjörður stendur. Beggja vegna við innsigling- una rísa dimmleitir blágrýtis- hamrar, er sums staðar ná upp í 2.500 feta hæð. Þessi fjörður, er nefnist Skutulsfjörður, var að því leyti frábrugðinn öðr- um fjörðum sem við höfðum augum litið, að heita má að örmjó sandeyri skipti honum í tvo hluta. Enda þótt tangi þessi sé aðeins ein míla að lengd og hvergi meira en mílufjórðungs breiður, er óvíða meira flat- lendi annars staðar á Vest- fjörðum, og búa hér því flestir hinna 3.000 íbúa staðarins. Við lögðumst fyrir akkeri í öruggu skjóli innan við tangann og urðum fegin að fá okkur dúr. Daginn eftir kom vingjarn- legur íslendingur til okkar í bíl sem nefnist Moskvitch enda búinn til í Rússlandi, og bauðst til að aka okkur um nágrenn- ið. Sem við nú fórum inn grænt og grösugt dalverpi,. lá leið okkar fram hjá einum þrjátíu smáhýsum, og hefur leiðsögumaður okkar víst séð undrun í augum okkar, því hann mælti svo sem til skýr- ingar: „Sumarbústaðir.“ „Hvað hafa þeir að þýða?“ spurði Pat, „þegar þeir eru ekki nema mílu vegar frá bæn- um?“ „Það er yfrið nóg,“ svaraði herra Sveinbjörnsson, „til að losna við nágrannana og sí- fellda nálægð sjávarins." Aldrei hafði okkur nú kom- ið til hugar, að það gæti verið leiðigjarnt að lifa við sjóinn. Nú var Pat orðin svo miður sín, að okkur fannst óráðlegt að fresta lengur síðasta áfanga ferðarinnar. Þegar við rennd- um aftur út þröngan fjörðinn, var fé á beit í hlíðunum rétt hjá okkur. Skýjabakkarnir yf- ir jöklinum á Vestfjörðum sýndust standa í björtu báli er kvöldsólin varp á þá ljósrauð- um bjarma. Nóttin féll yfir lög og láð og norðurljósin undu sig og sveigðu í grænleitum glóðarblossum yfir leifturhvít- an himin. Það var svo ægifög- ur og ógleymanleg sjón, að við ætluðum aldrei að hafa okkur niður í káetu. SKJÓT LÆKNING Á FÁTÍÐUM LASLEIKA Siglingin til Reykjavíkur var leikur einn. Leiði var ágætt og áttavitinn stöðugur. Við höfð- um á tilfinningunni að guðir norðurhafa hefðu lagt fyrir okkur þolraun nokkra, sem við hefðum staðizt, og því vildu þeir nú launa okkur með lysti- legum lokaspretti. Þegar til Reykjavíkur kom, var okkar fyrsta verk að finna Pat tann- lækni. Taldi hann sjúkdómsor- sökina vera: skyrbjúg. Kvilli þessi kemur af C vita- mínskorti í fæðu og gerði fyrr- um mjög vart við sig meðal skipshafna er lengi voru á höf- um úti. Hægt er að bægja hon- um frá með því að drekka ávaxtasafa. Nú höfðum við að vísu slíkan safa í fórum okk- ar, en vegna sífelldra sóttar- brigða var erfitt að fara eftir neinum sérstökum ráðlegging- um, og auðsætt var að Pat hafði drukkið of lítið af hon- um. En nú læknaðist hún á nokkrum dögum með C vita- míntöflum og nýjum appelsín- um. Ferð okkar umhverfis ís- land var á enda og fram und- an var aðeins sigling beina leið til Bretlands. Hún var eft- irmáli — en þó eftirmáli sem sagði sex. Það var komið vetrarveður. Hver stormkviðan rak aðra, og allar úr suðvestri. Fyrir bragð- ið hlaut suðurströndin, er leið okkar lá meðfram, að vera á kulborða og ferðin því óslitin barátta við hafátt. VEÐURTEPPT Ég hlustaði á veðurfregnir í Reykjavík á hverjum morgni. Dag eftir dag sneri ég aftur til skútunnar og sagði Pat frá. „Förum ekki. Hvað eigum við að gera í dag?“ Stundum fengum við að setj- ast á bak litlu, íslenzku hest- unum og riðum eftir gömlum götuslóðum frá víkingaöld. Þessir hestar eru yfirleitt um 52 þumlungar á hæð eða varla það, þeir eru loðnir og hafa lítið breytzt síðan Norðmenn fluttu þá fyrstu inn fyrir löngu síðan. Á þrettánda degi dvalar okk- ar í Reykjavík, fór ég að venju yfir í loftskeytaklefann á Maríu Júlíu, til að hlusta á veðurfrétt- irnar. Ég veitti því athygli að fjöllin í kring voru hvít af ný- föllnum snjó. Ég stundi við. „Skyldum við aldrei komast af stað?“ spurði ég gamlan sjó- mann er stóð á verði. „Langt frá heimili er langt frá ánægju," svaraði hann. „Það verður ekki mjög hvasst í dag. Þið fáið ekki betra veð- ur fram undir næsta vor. Ég held þið ættuð að leggja í það. Bless.“ Við settum upp segl og vor- um komin út úr höfninni inn- an klukkustundar. Við sigldum fyrir þéttum norðaustanvindi og eftir þrjá daga höfðum við lagt að baki helming leiðarinn- ar, sem er alls 775 mílur. Okk- ur fór að líða betur. Undir kvöld hins þriðja dags tók loftvogin að falla ört. Um svipað leyti snerist vindáttin unz hún stóð á móti okkur. Síð- an hvessti, og klukkan 2 um morguninn var komið hörku- rok beint framan á stefni skút- unnar. Maður þarf ekki að reyna að hleypa kappsiglingasnekkju undan svona veðri, heldur beita upp í vindinn og reyna að láta ekki bera of mikið til hlés þangað til veðrinu slotar. Ég felldi stórseglið, braut saman klýfinn og hafði mersaninn einn uppi. Síðan höfðum við okkur undir þiljur, bjuggumst um eftir föngum og létum sjó og vind leika við skútuna. Þann- ig héldum við að mestu kyrru fyrir í káetunni í 14 sólar- hringa og undum okkur við samræður oftast nær. Einstöku sinnum undum við upp segl, en aldrei nema stundarkorn í senn. Einu sinni höfðum við naumast náð að vefja utan af seglunum, þegar næsta ágjöf kom með 80 hnúta hraða, svo við þóttumst eiga fótum fjör að launa, að komast niður aft- ur. HRIKADRANGUR f HAFI Aldrei sást til sólar né stjarna og ekkert var til að geta áttað sig á til neinnar hlítar. Við höfðum því litla hugmynd um hvar við vorum stödd. Okkur barst sú vitneskja á hræðileg- an hátt. Það var einu sinni þegar við höfðum getað komið klýfinum upp og siglt um stund. Pat var undir stýri en ég hafði lagzt fyrir í sjóraka koju og reyndi að blunda. Þá heyrði ég Pat hrópa, svo yfir tók öldurótið og storm- hvininn: „Komdu fljótt!“ É'g þaut upp á dekk og sá um leið svartan hamravegg ör- skammt fram undan okkur, miklu hærri en siglutoppar skútunnar, með freyðandi brim- löður við rætur. Pat neytti allrar orku og fékk vikið stýr- inu til kulborða. Delight lagð- ist nærri flöt er stormurinn skall beint á hlið hennar og rann fram hjá klettinum í tæp- lega 200 metra fjarlægð. „Þá vitum við hvar við er- um stödd,“ varð mér að orði þegar ég fékk málið á ný eftir þessi ægilegu augnablik. Já, Framhald á bls. 50 4 tbl VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.