Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 49
Svör viÖ hvenær, hver, hvar: •juteAAw ejj jrusnegjou-jsne i ja jnpunjpr gl||e|-j -spue|S| s6e|f jedj^sujjg jjpjjsjog ja Ja||pw Jsjjo 'Jenuej '22 uujBepepupq e jsgaq uujjjoq Ást og friður Ást, friður, kærleikur, — slitin slagorð sem ungt fólk ber á torg, oftast með yfirgangi og hefndar- þorsta og segja, eins og sagt hefir verið frá örófi alda:: — Ást og friður sigra aðeins með valdi. Þeir sem eldi eru, og kannski efa- blandnir, geta nú keypt stóla, með slagorðum í bakinu, til að hvíla sig á meðan beðið er. Stólarnir fást í sjö litum í verzlunum í New York. Hótun um barnsrán Það getur nú verið svo og svo að vera frægur maður á þessum síðustu og verstu tímum, það fengu þau Tina Moore og maður- inn hennar að finna nýlega. Bobby Moore, fyrirliði West Ham United knattspyrnuliðsins, er þekktur um allan heim . . . sömuleiðis Tina konan hans og börnin tvö, Dean og Roberta. Nýlega fengu þau hótunarbréf um að börnum þeirra yrði rænt, ef þau greiddu ekki 200.000 sterlingspund strax! Nú er lögregluvörður um þau dag og nótt, en Tina reynir að láta börnin ekki verða vör við það og leikur við þau í garðinum. Við óskuðum eftir upplýsingum um þessa gömlu mynd, sem við völdum úr myndasafni Vikunnar. Og það stóð ekki á hjálpsemi les- enda. Margir hringdu og nokkrir skrifuðu. Itarlegastar upplýsing- ar var að finna í eftirfarandi bréfi: „Kæru Vikumenn og konur! Ég vil byrja á því að þakka ykkur allt gott í ykkar annars ágæta blaði og óska ykkur alls góðs um ókomin ár. Þið óskuðuð eftir því hjá lesendum ykkar, að þeir fræddu ykkur um mynd, sem birtist í 1. tbl. 33. árg. Ég get frætt ykkur svolítið um þessa mynd og efast ekki um, að þeir verði fleiri, sem það geta. Því miður þekki ég hvorki mann- inn né hestinn, en myndin er tek- in á Sogavegi, rétt við Borgar- myndasafn vikunnar gerði, sem hét reyndar Borgarveg- ur í gamla daga, þegar maður átti heima þarna í sveitinni. Þá þótti nefnilega fínt, ef götuheitin end- uðu á vegur, en nú á þessum stresstímum þykir ekki fínt, nema þau endi á braut, leiti, gerði, mýri, hlíð o.s.frv. Jæja, þá er að byrja á húsunum. Það fyrsta og næst okkur á mynd- inni er Melbær. Þar bjó Halldór Júlíusson, fyrrverandi sýslumað- ur, en hann var að ég held sýslu- maður í Strandasýslu. Halldór heit- inn er mér alltaf minnisstæður fyr- ir það, hvað okkur krökkunum þótti hann frekur. Það brást ekki, þegar hann kom í strætisvagn og við krakkarnir sátum, þá kippti hann alltaf einhverjum upp úr sæti og settist sjálfur. Maður skilur þetta betur núna, þegar maður er farinn að eldast, en karlinn var orðinn nokkuð fullorðinn og þung- ur á sér í þá daga. Kassinn, sem er á burstinni fjær, það er loft- varnaflauta, sem lét okkur sveita- vargana í Sogamýrinni vita, þeg- ar flugmenn Hitlers sáluga voru á ferðinni. Þá er komið að næsta húsi, þessu með tvær burstir (en það er það fyrra líka), en þær eru ekki alveg sambyggðar, heldur rani á milli. Þetta hús er Réttarholt, og þar bjó Eiríkur, sem alltaf er kenndur við nafnið á húsinu. Ei- ríkur í Réttarholti er frægur fyrir það, að þau hjónin eiga fimmtán dætur. Það var sagt í dentíð, að hann hefði alltaf verið að reyna að búa til strák til þess að taka við búinu, en hefði orðið að láta í minni pokann fyrir forsjónlnni. Þá er komið að því þriðja, en það heitir Brekka og þar bjó Þor- steinn. Það er eins með Þorstein heitinn, hann var alltaf kenndur við Brekku. Vel gæti ég trúað, að farartækið fremst á myndinni væri frá Brekku, en þeir feðgarnir heyjuðu alltaf mikið, enda með stórt bú, mikið af fé og kúm. Ei- ríkur í Réttarholti og Halldór á Melbæ voru með mikið af hænsn- um, en fáar kýr. Beint á móti Réttarholti bjó þá Helga Larsen, sem nú er kennd við Engi í Mos- fellssveit. Viss er ég um, að Helga gæti frætt ykkur um manninn og hestinn. Þá er mitt minni tæmt varðandi viðkomandi mynd, og bið ég ykk- ur vel að lifa. Ævinlega blessaðir. Eggert Jósefsson, Hjarðarhaga 56." Við þökkum kærlega þetta greinargóða bréf. Varðandi mann- inn á hestvagninum, þá fengum við þær upplýsingar, að hann væri Jón Aðalsteinn Jónasson, kaup- maður í Sportval. Jón var um skamman tíma mjólkurpóstur á Bústöðum, bænum sem Bústaða- hverfi er kennt við, og ók mjólk til viðskiptamanna í bænum. Hest- urinn heitir Stóri'-Rauður, og á myndinni er hann með heyvagn. Að lokum viljum við endurtaka áskorun til lesenda um að senda okkur gamlar myndir, sem þeir kunna að eiga í fórum sínum. hvenser hefst Þorrinn? hver er forstjóri Eimskipafélags íslands? hvar á landinu er fjallið Jörundur? r--------------------------------------N vísa vikunnar Eftirfarandi vísa barst í botnasamkeppnina: Hassis þeirra heillar sál, herófnið lokkar, inn f þetta ógnarbál unglingurinn rokkar. Egill Halldórsson, Sörlaskjóli 86. 4. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.