Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 15
”Á næstu Olympiuleikjum
Þetta er liðin tíð. Abcbe Bikila (nr. 1) að kcppa við Mammo Woldc, scm
að líkindum vcrður eftirmaður hans.
sem er stærsti ættflokkurinn í
Etiopiu. Hann hafði ekki feng-
ið mikla menntun, aðeins stutt-
an tíma í trúboðsskóla og var,
fyrir tíu árum síðan, hermað-
ur í her keisarans. Honum
hafði sízt af öllum dottið í hug
að hljóta heimsfrægð í íþrótta-
heiminum. Hann segir að það
sé Svíanum Onni Niskanen að
þakka að hann er nú handhafi
þrigp’a gullvarðlauna frá Ol-
ympiuleikjunum og að einn
veggurinn í dagstofunni hans
er þakinn verðlaunum frá öll-
um heimshornum.
Onni Niskanen er fæddur í
Finnlandi. Hann kom til Etio-
piu árið 1946, til að þjálfa her-
menn í her keisarans og kenna
þeim íþróttir. Hann átti að sjá
um líkamsrækt þeirra.
— Við vorum reyndar
hraustir, segir Abebe Bikile
hlæjandi. — Við vorum þraut-
þjálfaðir í göngu og hlaupi. Við
áttum enga bíla og mjög fáir
gátu veitt sér þann munað að
eiga reiðhjól. Það voru heldur
ekki neinir vegir til, og eina
leiðin til að komast leiðar sinn-
ar var að ganga eða hlaupa.
Vð vorum vanir að hlaupa
fleiri mílur, án þess að- hafa
hugmynd um hraðann. Og auð-
vitað vorum við berfættir,
skórnir hefðu ekki enzt lengi,
og við höfðum ekki ráð á að
fleygia peningum í skótau.
Onni Niskanen hitti Abebe
nokkrum mánuðum fyrir Ol-
ympíuleikana í Róm, árið 1960.
Hann tók tímann hjá honum
og varð undrandi yfir árangr-
inum. Jafnvel án æfinga var
Abebe í metflokki. Það var
enginn tími til að venja hann
á að hlaupa í skóm, varla tími
til að þjálfa hann. En Onni
Niskanen vissi að Abebe var
öruggur sigurvegari í mara-
þonhlaupinu.
— Mér var sagt að fara ró-
lega af stað. Mér fannst þetta
svo auðvelt að ég skildi ekki
hvers vegna verið var að gera
veður út af því sem ekkert var.
Allur heimurinn fékk að siá
fætur mína í sjónvarpi. Hvorki
ég eða nokkur annar maður
frá Etiopiu gat séð nokkuð
merkilegt við þetta.
ítalski læknirinn, sem skoð-
aði Abebe eftir hlaupið var
alveg undrandi: „Púls manns-
ins var alveg eðlilegur, 88 slög
á mínútu. Andardrátturinn
venjulegur og augun alls ekki
glansandi, eins og hjá flestum
íþróttamönnum eftir keppni.
Hann sýndi engin merki þreytu
op var ekki með eina einustu
blöðru á iljunum“.
— Þetta var ekkert erfitt, ég
tók þessu rólega, segir Abebe.
DÁÐ HETJA
Við heimkomuna frá Olym-
piuleikunum var tekið á móti
Abebe sem hetju. Honum var
ekið um stræti Addis Ab-
eba, með lifandi, tamið ljón á
vélhlíf bílsins. Keisarinn gaf
honum jarðarpart og íbúðar-
hús. Hann var líka gerður að
yfirforingja í lífvarðarsveit
keisarans.
Abebe ræktaði jarðarskika
sinn, sem nú gefur af sér nægi-
legar afurðir fyrir fjölskyld-
una til að lifa af.
— Þar sem ég er nú bund-
inn við hjólastólinn, get ég
ekki sjálfur unnið störfin á bú-
garði mínum, en ég hef það góð
fjárráð, að ég get fengið starfs-
fólk og átt þó nokkuð afgangs.
Við höfum leigt út húsið, sem
keisarinn gaf mér, í öll þessi
ár. Við höfum gott húsnæði,
sem er nægilegt fyrir fjölskyld-
una. Þau hjónin, Abebe og Am-
sale eiga þrjá drengi.
Þegar Abebe Bikila slasað-
ist tók öll þjóðin þátt í því.
Það var hlustað ákaft eftir
fréttum frá sjúkrahúsinu: Ab-
ebe liggur milli heims og helju,
hann mun aldrei geta gengið,
þótt hann lifi þetta af. Keisar-
inn fylgdist líka vel með. Þeg-
ar læknarnir sögðu að það
gæti verið von um líf, ef
hann hefði möguleika á að
komast til Stoke Mandeville
endurhæfingarsjúkrahússins,
þá hikaði Haile Selassie ekki.
Abebe var á lífi en hann var
máttlaus og mállaus.
— Mér var flogið til Stoke
Mandeville og ég var næstum
feiminn yfir athyglinni sem
fólk sýndi mér. Elisabeth
drottning kom í heimsókn til
mín á sjúkrahúsið. Eg fékk
skeyti frá Nixon forseta og
f orsetaf j ölskyldan i Nigeriu
sendi mér persónulegar kveðj-
ur á jólunum.
Abebe lá í gipsi í mánuð. Svo
var hann látinn gera erfiðar
þj álfunaræfingar, til að koma
lífi í vöðva hans.
— Eg hafði aldrei áður
fundið fyrir erfiði af þjálfun,
en nú fannst mér hvert fram-
faraskref kosta ótrúlegustu
kvalir. Og hafi mér áður fund-
izt sigrar mínir auðunnir, þá
fékk ég að finna fyrir öðru nú.
Og nú var enginn mannfjöldi
sem hvatti mig með gleðióp-
um, aðeins læknar, nuddlækn-
ar og hjúkrunarkonur.
Framhald á bls. 34.
4. tbi. VIKAN 15