Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 18
- Þið Renard komið með okkur upp
á þilfar, sagði Lucifer stuttaralega, og þar gefur
þú mönnum þínum skipun um að skila
þýfinu, eignum Sir Jocelyns. Ef
ég sé votta fyrir einhverjum svikum, þá
verður þjófunum snarlega fækkað um tvo, og
tveimur fleiri í helvíti. Skilurðu það?
SPENNANDI FRAMHALDSSAGA - ANNAR HLUTI - EFTIR SYLVIU THORPE
Það sem gerzt hefur áður:
Sagan hefst í Englandi árið
1653. Það hefur geysað borg-
arastríð í landinu; Karl kon-
ungur I. hefur verið tekinn af
lífi og völdin eru í höndum
Cromwells og púritananna. Kit
Brandon, sonur manns af göf-
ugum ættum, sem fórnaði lífi
og eigum í þjónustu konungs-
ins, er á leið til að segja móður
sinni að hann vilji segja skilið
við skrifstofuvinnuna og fara
til sjós með Barrow skipstjóra.
Hann verður sjónarvottur að
því að tveir riddarar mætast.
Annar þeirra er púritanskur
liðsforingi með barn á hand-
leggnum og þegar hestur hans
fellur af ofþreytu, tekur Kit
barnið, sem manninum er mik-
ið í mun að sá sem eltir nái
ekki í. Það heppnast en hinn
riddarinn drepur flóttamann-
inn og segist munu ná barni
látinnar systur sinnar síðar.
Kit getur falið telpuna og veit
ekkert annað um hana en að
hún heitir Damaris. Móðir Kits
finnur fagra nælu innan í kjól
telpunnar, nælu með eins kon-
ar skjaldarmerki, gullnum
pardusi. Kit og móðir hans
ákveða að flytja til Plymouth
og setiast að í húsi Barrows
skipstjóra. Telpan, sem er að-
eins tveggja til þriggja ára,
töfrar Kit með brosi sinu . . .
Sir Jocelyn Wade stóð tein-
réttur. þrátt fyrir það að hann
var bundinn og starði reiði-
lega á manninn, sem hafði tek-
ið hann til fanga. Það var
ósköp kjánalegt að sýna á sér
reiðimerki, þegar í hlut átti
maður með glaðlegt drengja-
andlit, en það sem hafði skeð,
gerði Sir Jocelyn svo reiðan að
jafnvel hárkollan hans titraði
af bræði.
En hann hefði getað sparað
sér þessa reiði, það var eins og
að skvetta vatni á gæs, svo lít-
il áhrif hafði það á þann sem
stóð að þessari handtöku. Það
var dökkur, feitlaginn múlatti,
tröll að vexti, klæddur á þann
hátt, að það fór ekki milli mála
hvaða atvinnu hann stundaði,
það var að minnsta kosti hverj-
um manni ljóst, sem eitthvað
þekkti til í Vestur-Indíum.
Niður undan leðurbrókunum
mátti sjá bera fætur, svita- og
blóðstorkin skyrtan var opin
að beltisstað, um höfuðið var
bundið litríkt band og gull-
hringir í eyrum hans. Undir
breitt beltið hafði hann stung-
ið tveim skammbyssum og
sverð í slíðrum hékk við hlið
hans. Höggsverð lá á borðinu
fyrir framan hann, en sjálfur
hallaði hann sér makindalega
aftur á bak í stólnum, með
annan fótinn yfir stólarminn.
Sir Jocelyn var ekki kunn-
ugur í Karabiahafinu, hann
var nýkominn þangað á skipi,
sem hann sá nú sem logandi
bál, en hann var ekki í nein-
um vafa um það hvers konar
maður það var, sem sat fyrir
framan hann og fór ekki dult
með fyrirlitningu sína.
— Viltu segja mér hvað þú
hefur í huga, sjóræningjadjöf-
ull?
Það fer eftir því hve
pyngja þín er þung, svaraði
hinn. Hann renndi augunum
yfir fanga sinn, virti fyrir sér
glæsilegan fatnað, sem hafði
látið á sjá í bardaganum. Hann
brosti. En ég er sanngjarn
maður, ég krefst aðeins fimm
þúsund punda, til að láta þig
lausan.
— Fimm þúsund pund?
endurtók Sir Jocelyn, skelf-
ingu lostinn. — En ef ég neita?
Sjóræninginn brosti út undir
eyru. — Ja, þá ertu ekki meira
virði en rotturnar um borð í
skipi þínu og ferð sömu leið
og þær. En þar sem þú ert
svona þver, getur verið að ég
skipi þér að dansa og syngja,
mönnum mínum til ánægju,
áður en ég fleygi þér útbyrðis.
— Syngja og dansa? Ég? Þú
hlýtur að vera brjálaður!
Nei, ég hef nú séð margt
ólíklegra, vinur sæll, aðeins ef
tónlistin er rétt. Hnútasvipa
eða svolítill ljósgeisli milli
fingranna getur gert krafta-
verk, og ef það dugar ekki, þá
höfum við hérna óteljandi góð
ráð! Hann virti fyrir sér andlit
fangans, sem nú var náfölt og
bætti við: — Heldurðu að þú
hafir ekki verið nokkuð fljót-
ur á þér að neita?
Sir Jocelyn starði á hann, en
hann hafði heyrt ótrúlegar
sögur um grimmd sjóræningj-
anna.
Fjandinn hirði þig, hvern-
ig á ég að greiða slíka upphæð?
öskraði hann. — Heldurðu að
ég ferðist með slíkar upphæð-
ir á mér?
Þessu var svarað með hrossa-
hlátri. - Ef svo hefði verið,
þá værum við fyrir löngu bún-
ir að tæma vasa þína, drengur
minn, en þú átt ábyggilega
ættingja eða vini, sem senda
okkur peningana með hraði,
þegar þeir frétta hve aumlega
þú ert staddur. En þangað til
verður þú að láta þér nægja
fæði og húsnæði hjá mér. Eins
og ég sagði, þá er ég ákaflega
rýmilegur maður.
Sir Jocelyn leit í kringum
sig í óhreinum klefanum og
viðbjóðurinn lýsti sér í hverj-
um drætti á andliti hans, en
áður en hann gat látið í ljós
álit sitt á þessum vistarverum,
kom einn af sjónræningjunum
í ljós, þéttvaxinn maður með
grátt skegg og stórt, rautt ör á
kinninni.
— Þú verður að bíða með
þetta, Marayte, sagði hann, —-
það er annað sem meira ligg-
ur á. Hann benti með höfðinu
í áttina til dyranna. —• Meðan
þú hefur setið hér, hefur
Loyalist náð okkur og liggur
aðeins kvartmílu í burtu. Ég
er ekkert hrifinn af því. Hún
hefur helmingi fleiri fallbyssur
en við og þrisvar sinnum stærri
áhöfn.
— Þín vesæla kerling! urr-
aði Marayte. — Hún hefur
verið í sjónmáli í meira en
klukkutíma og hvað um það?
Ef hún er á höttunum eftir
bráð, þá kemur hún of seint.
Láttu hana um sitt, Ben.
Hinn glápti reiðilega á hann.
—Lucifer skipstjóri er ekki sá
maður, sem gerir sig ánægðan
með leifar, það veiztu jafnvel
og ég, Marayte. Og hann er
heldur ekki svo hrifinn af okk-
ur að hann skipti um stefnu,
til þess eins að heilsa upp á
okkur.
— En þar skjátlast þér held-
ur betur, vinur minn, sagði
rödd úr dyragættinni, svo
óvenjulega menningarleg rödd
í þessu umhverfi, að Sir Joce-
lyn leit undrandi um öxl. —
Það er bátur frá Loyalist á
leiðinni hingað og í honum sit-
18 VIKAN tw.