Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 45
...við stigum skreíið til fulls!
og kynnum nýja tryggingu fyrir heimili og fjölskyldu
sem er einstök í sinni röð
PLTRVCCinC
(allrisk)
Altryggingin er alveg nýtt tryggingarform, scm veitir ltcimilinu og
fjölskyldunni fyllsta örvggi. Hcr fara á eftir nokkur dœmi um
hvað Altryggingin hætir framyfir venjulcga heimilistryggingu:
Bœtir nánast allt án undantekninga
- eigin áhætta er j>ó 2000 krónur
Gildir í öllum heiminum
— bæði menn og munir era verndaðir á ícrðalagi scm við dvöl
Lágmarkstryggingarupphœð er kr. 1.500.000
- fyrir lausafjármuni (kr. 150.000 - utan heimilis)
Tekur til þýðingarmikilla hagsbóta:
Skaðabótaréttar
Bætir likamstjón, sem tryggður verður fyrir og íær ekki
bætt frá tjónvaldi, með allt að kr. 1.000.000
Réttargœzlu
Bætir lögmanns- og málskostnað út-af ágrciningsmálum
Þar að auki fá allir í fjölskyldunni góða
undirstöðuvernd gagnvart slysum
— í •frístundum, við heimilisstörf og við skólanám
Dæmi:
Ef þú fótbrýtur þig í Napolí eða Neskaupstað....
- Altryggingin grciðir aukakostnaðinn
Ef þú missir myndavélina þína
í Mývatn eða Miðjarðarhafið...
— þá fœrð þú nýja frá Áliyrgð. Tryggingin bœtir notaða blnti með nýjum
svo fremi sem þeir era ekki afgamlir cða sundurslitnir
Ef litli bróðir brýtur sjónvarpið eða stóri bróðir
nýju skíðin sín í Hlíðarfjalli...
— eða pabbi missir pípuglóðina í l>c/.tn sófann
- þá bætir Altryggingin það
Ef Sigga litla œtlar að hjálpa mömmu við uppþvottinn
en lœtur mávastellið í þvottavélina í staðinn fyrir
uppþvottavélina...
- grciðir tryggingin bæði stcllið og þvottavólina
Ef mamma verður svo óheppin að
rífa nýju kápuna sína...
þá bætir Altryggingin tjónið
Abyrgdp
Tryggingarfélag fyrir bindindismcnn
Skúlagötu 63 - Rcykjavlk, símnr 17455 • 17947
og geng aftur fram ! eldhúsið, og
rétt í þv( hringir klukkan á elda-
vélinni, kartöflurnar eru tilbúnar,
auðvitaS of fljótt, eins og vant er.
— Hvað fáum við ( eftirmat?
kallar Anders.
— Sveskjutertu! Með þrjátíu og
fjórum kertum, þar sem það er
afmæli pabba, kalla ég til baka.
— Þú ert að plata!
Inn af eldhúsinu er lítið her-
bergi, sem ég nota fyrir vinnuher-
bergi. Ég fer þangað inn til að
sækja gjöfina. Litatúbur, krukkur
og penslar eru um allt og hálf-
kláruð málverk, því að ég á erfitt
með að Ijúka við málverk, byrja
alltaf á nýju.
Ég vildi óska að ég hefði held-
ur keypt eitthvað handa Áke, —
eða prjónað handa honum peysu.
Mér er nú Ijóst hversvegna mál-
verkið var svona, ég hafði ekki
gert það af ást, það var ekki kær-
leikur ( höndum mínum, þecfir ég
málaði það. Þarna játaði ég það
fyrir sjálfri mér ( fyrsta sinn. Ég
hafði haldið á pensli og málað
andlit en ekki manneskju. Til að
vera alveg ærleg, þá veit ég að ég
þekki ekki persónuna á bak við
þetta andlit. En það þýðir ekki að
tala um það, það verður að duga,
það er of seint að finna nokkuð
annað.
Ég kveikti loftljósið og gekk að
málaratrönunum, það hlaut að vera
orðið þurrt. Svo nem ég ósjálfrátt
staðar og stari á það.
Ó, nei! hrópa ég hátt. Hvað
hafði hún gert?
Því að andlitið á léreftinu var
ekki lengur andlitið á Lisu. Það
var orðið að litaklessu í öllum lit-
um, á nefinu ,enninu og kinnun-
um, jafnvel á hökunni. Munnur-
inn með mjúku línunum var galop-
inn með hláturhrukkum í allar átt-
ir. Það eru líka hrukkur við augn-
krókana, greinilega dregnar með
reglustiku.
Éq get ekki látið vera að virða
fyrir mér þetta andlit, það er mitt
eigið andlit.
— Rut! hrópar Áke. — Hvar er
sportskyrtan mín?
— í miðskúffunni, kalla ég á
móti og þýt á fullri ferð gegnum
eldhúsið og út um dyrnar.
Það er ennþá sæmilega bjart og
ég finn hve grasið er mjúkt undir
fótum mfnum, loftið er líka þrung-
ið af sýrenuilmi.
— Komdu strax út, segi ég við
Lisu.
Hún svarar ekki. Það er skugg-
sýnt þar inni svo ég get varla
greint hana, en ég heyri andar-
drátt hennar.---Ef þú kemur ekki
út á stundinni, þá sæki ég þig.
Ég bíð andartak, sem mér finnst
vera heil eilífð. Ekkert svar. En þá
heyri ég braka í stólnum og mjög
hægt kemur hún út fyrir. Hún
stendur álút og ég get ekki séð
framan í hana, aðeins mjúka hárið
og grannar axlirnar. Ég legg hönd-
ina á öxl hennar og ég finn að
hún stirðnar upp.
Ég er hikandi, nú má ég ekki
láta mér bregðast. Ef ég hefi nú
misskilið myndina. Eða að ég yrði
til þess að brjóta eitthvað, sem er
svo viðkvæmt að það yrði aldrei
bætt.
Ég dreg djúpt andann. Góði
guð, láttu mig gera það rétta núna.
— Lisa ,segi ég með strangri
rödd, sem ég kannast ekki við
sjálf. Ég vil ekki hafa að þú hagir
þér svona. Þú hagar þér engu bet-
ur en Súsanna, sem öskrar á nótt-
unni. Þú átt heimili, foreldra og
systkin. Ég hefi ekki hugsað mér
að láta nokkurt barna minna kom-
ast upp með svona duttlunga, það
get ég sagt þér.
Svo slæ ég í rassinn á henni,
nákvæmlega eins og ég geri við
Anders undir sömu kringumstæð-
um. Hún gefur ekki frá sér nokk-
urt hljóð, hörfar aðeins undan.
Svo Ktur hún upp og ég horfi í
augun, sem eru eins og djúpir,
dimmir brunnar, en ég get ekki
lesið neitt úr þeim.
— Hversvegna gerðirðu þetta,
hvíslar hún.
— Vegna þess að þú ert litla
stúlkan mín, hvort sem þú vilt það
eða ekki. — Og ég vil að öll börn-
in mfn hagi sér vel.
Svo sný ég mér við oq geng
yfir grasflötina. Hún skokkar við
hlið mér og allt í einu finn éq
hönd hennar í lófa mínum, svo
undur smáa og kalda hönd. Ég lít
við og horfi á hana, og þá sé ég,
mér til undrunar, að hún hlær.
Sama Ijúfa hlátrinum, sem ég hafði
séð stundarkorn, þeqar hún virt'
kettlingana fyrir sér.
Ég verð að þrýsta henni að mér,
hún er svo dásamleg þegar hún
hlær svona, og svo undir miúk í
faðmi mínum.
— A morgun ætla ég að byria
á nýrri mynd af þér, seqi éq. —
Og hún skal verða miklu b=tri.
mikið líkari þér en hin myndin.
Málverk sem pabbi verður mjög
glaður yfir.
Og meðan við gönqum uoo að
dyrunum finnst mér loftið verða
svo miklu mildara, eins og sum-
ario sé loksins komið.
GULLNI PARDUSINN
Framhald af bls. 20.
og ég vissi að hann virti ekki
brezka fánann, en þegar við
komum á staðinn var hann bú-
inn að framkvæma það sem
hann hafði í huga. Við björg-
uðum einum af áhöfninni úr
logunum og hann sagði okkur
að brezkur aðalsmaður hefði
verið tekinn til fanga. Það sem
svo skeði vitið þér.
— Og ég finn ekki orð til
,að lýsa þakklæti mínu. Að þér
skylduð leggja yður í hættu
fyrir ókunnan mann. já, ég á
ekki orð.
— Ja, hættan var ekki svo
mikil, og þess utan var þetta
ekki algerlega yðar vegna,
Marayte er sjóræningi, sem
ræðst á hvert það skip sem
verður á vegi hans. Ég er aft-
ur á móti víkingur, og þó þið
heima í Englandi haldið að það
sé það sama, þá er mikill mun-
ur á því. Við erum einu menn-
irnir sem getum haldið uppi
aga hér á Karabiahafinu og er-
um undir vernd landstjórans á
4. tbi. YIKAN 45