Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 40
Framhald af bls. 36 — Manstu eftir Marseille, Titin? — Víst man ég eftir Mar- seille. Mjög vel meira að segja. Markaðstorginu og bófaflokkn- um.... — Manstu nokkur nöfn? L‘ Ange le Lucre? Le Gravat? Clément? — Nei, ég man engin nöfn, ég man bara eftir hálfvita í leigubíl, sem ók mér og vini mínum á sjúkrahús og kenndi mér um að hann var veikur. Annað var það ekki. — Og félagar þínir? — Ég skal ekki segja. Aumingja Titin, ég gef hon- um vindilsstúfinn minn og stend upp, fullur meðaumkun- ar. Brenndur í gufu. Salvidia er næstum tilbúinn. Hann hefur þegar tvo lyklana, það er bara sá að klefanum mínum sem enn vantar. Hann hefur líka náð i mjög gott reipi. Þetta virðist allt ætla að ganga samkvæmt áætlun. Ég vil flýta þessu sem mest, því að það er allt annað en auð- velt að halda þetta út. Ég verð að „fá“ köst annað veifið, til að fá að vera áfram í þessum hluta sjúkrahússins. Eitt kastið lék ég svo vel að sjúkraliðarnir settu mig í bað- kar með mjög heitu vatni og gáfu mér brómsprautu. Yfir baðkarinu er mjög sterkur dúk- ur, svo að ég kemst ekki upp úr því. Aðeins höfuðið stend- ur upp um gat. Þegar ég hef legið tvo tíma í þessari spenni- treyju kemur ívar hlújárn inn. Ég verð skelfingu lostinn er ég sé hvernig þessi brjálæðingur glápir á mig. Ég er dauðhrædd- ur um að hann muni kyrkja mig. É’g get ekki einu sinni var- ið mig, þar eð handleggir mín- ir eru undir dúknum. Hann kemur alveg til mín og horfir á mig, svipurinn bend- ir til að hann sé að reyna að rifja upp fyrir sér hvar hann hafi séð þetta höfuð, sem stend- ur þarna upp úr gati á dúk. Hroðaleg andfýlan fram úr honum leikur um andlit mér. Mig langar til að hrópa á hjálp, en er hræddur um að það geri hann óðan. Ég bíð, sannfærður um að hann hyggist snúa mig úr hálsliðnum með þessum tröllslúkum. Þessum skelfilegu augnablikum gleymi ég ekki á næstunni. Að lokum snýr hann frá mér, ráfar um herbergið en nemur um síðir staðar við litlu kranana á vatnsleiðslunum. Hann skrúfar fyrir kalda vatn- ið og setur það heita á fullt. É'g öskra eins og snarbrjálað- ur, því að nú er ég að soðna, bókstaflega talað. fvar hlújárn er farinn. Herbergið er fullt af gufu, ég brýzt um í örvæntingu við að sprengja dúkinn ofan af kerinu, en árangurslaust. Að lokum kemur fólk hlaupandi til hjálpar. Varðmennirnir hafa séð gufuna rjúka út um glugg- ann. Þegar þeir taka mig upp úr þessum hraðsuðupotti er ég hræðilega brenndur og kvelst eins og skepna. Sérstaklega finn ég til í lærunum og víðar, þar sem húðin hefur flagnað af. Það er búið um áverkána og ég lagður inn í sjúkrasal- inn. Brunasárin eru svo alvar- leg að læknir er kvaddur til. Nokkrar morfínsprautur hjálpa mér til að hjara fyrsta sólar- hringinn. Þegar hjúkrunarmað- urinn spyr hvað hafi skeð, segi ég að það hafi orðið eldgos í baðherberginu. Enginn áttar sig á hvað hefur gerzt. Og híúkrunarmaðurinn ákærir bann, sem útbjó baðið, fyrir að hafa sýnt kæruleysi er hann stillti kranana. Salvidia hefur nýlega verið hér og smurt mig smyrslum. Hann segir að ég sé heppinn að hafa verið lagður inn á siúkrastofuna. Því að ef strok- ið misheppnist geti ég læðzt þangað inn aftur óséður. Hann ætlar undireins að búa til lyk- il að sjúkrastofunni. Hann er nýbúinn að taka mót af lykl- inum í sápumola. Á morgun höfum við lykil til taks. Eftir það getum við stungið af und- ireins og ég er orðinn nógu sprækur. Við ákveðum að strjúka í nótt milli eitt og fimm. Vörð- urinn sem þá er á vakt er ekki vanur að ganga um. Við ætlum að fleyta okkur á fleka úr tveimur tunnum, annarri und- an edeki, hinni með olíu. Sal- vidia hellir henni ekki úr, því að olían getur komið sér vel til að kyrra sjóinn, en það er háflæði. Ég bíð spenntur og bið þess heitt og innilega að allt gangi vel, þegar dyrnar opnast og Salvidia segir: — Þá stingum við af, Papi! Ég fylgi honum eftir. Hann flýtir sér að læsa dyrunum á eftir okkur og fela lykilinn í horni í ganginum. — Jæja, flýtum okkur! Við komum að geymslunni. Dyrnar eru opnar. Salvidia bindur um sig reipinu, ég stál- þræðinum. Ég tek tómu tunn- una og velti henni út í kolsvart myrkrið; hann kemur á eftir með olíutunnuna. Hann er sem betur fer vel að manni og get- ur haldið aftur af henni í bratt- anum, þótt þung sé. — Farðu varlega, farðu var- lega, gættu þín að missa hana ekki. Ég bíð eftir honum. Ef hann myndi missa tunnuna myndi mín stöðva hana. Ég geng því aftur á bak á undan minni tunnu. Við komumst erfið- leikalaust niðurfyrir marbakk- ann. Þar er lítill blettur, þar sem hægt er að komast niður að sjó. En skammt frá landi eru klappir, sem erfitt mundi að komast framhjá. — Tæmdu tunnuna, við komumst aldrei framhjá klöpp- unum ef hún er full. Vindurinn hvín, og öldurnar skella æðislega á klettunum. Svona þá, nú er tunnan tóm. Sponsa hana forsvaranlega. Það tekur góðan tíma að reyra þær nógu vel saman. Það er erfitt að draga þær saman- bundnar yfir klappirnar. Hvor þeirra um sig tekur tvö hundr- uð tuttugu og fimm lítra. Og félagi minn hefði mátt vanda sig meira í valinu á stað til sjósetningar. Yttu á, andskot- inn hafi það! Lyftu aðeins und- ir flekann. Gættu að öldunni þarna! Aldan lyftir flekanum og okkur og keyrir hvorttveggja að klöppinni aftur. — Varaðu þig! Flekinn mal- ast, svo maður nú ekki tali um okkur sjálfa. — Rólegur, Salvidia. Við skulum reyna að standa föst- um fótum á klöppinni og þeg- ar ég æpi, ýtum við báðir frá af öllum kröftum. Þá komumst við áreiðanlega framhjá klöpp- NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 40 VIKAN 4- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.