Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 50
1 næstu viku „Ég hef aldrei setið andspænis vondri mann- eskju,“ segir völvan í viðtali við Vikuna Vöívan, sem kom fram í útvarpsþætti Jökuls Jakobssonar fyrir ári síðan, reyndist furðu sannspá um nokkra stórviðburði síðastliðins árs. Hún hefur nú komið fram í dagsljósið, eins og kunnugt er, og heitir Halldóra Björk Óskarsdóttir. Innan skamms hyggst hún setja á stofn skrifstofu og getur þá hver sem er sannprófað spádómsgáfu hennar. Vikan brá sér heim til völvunnar, spjallaði við hana og tók myndir af henni og fjölskyldu hennar. Ljósmyndari við nám í Svíþjóð Sigurgeir Sigurjóns- son er lesendum Vikunnar kunnur. Hann stundar nú nám í Ijósmyndun í Svíþjóð, en kom heim í jólafrii sinu. Við spjöllum við hann í næsta blaði og birtum nýjustu myndirnar hans. Eina skeið fyrir mömmu ... Viðtökur þáttarins „Við og börnin okkar", sem hófst á þessu ári, sýna, að foreldrar hafa áhuga á að lesa um uppeldismál, hvort sem þeir eru sammála þeim kenningum, sem haldið er fram, eða fara eftir þeim. Næsti þáttur heitir: „Eina skeið fyrir mömmu, eina skeið fyrir pabba." Eggjaréttir i Eldhúsi Vikunnar í Eldhúsi Vikunnar, sem Dröfn Farestveit húsmæðrakennari annast, birtast jafnan girni- legir réftir. Síðast var þar á boðstólum rétt- urinn pizza, sem nú er mjög vinsæll. I næstu Viku verða uppskriftir af alls konar eggja- réttum. Leikur með auðlegð og konur Allir kannast við Paganini, sem enn er talinn einn mesti fiðlusnillingur, sem uppi hefur verið. En færri þekkja æviferil hans, sem var viðburðaríkur og ævintýralegur i meira lagi. Við rekjum hann i næstu Viku. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU okkur var það báðum jafn ljóst. Þetta var Rockall klett- urinn, sem rís úr Atlantshaf- inu, 225 mílur út af Ytri-Suð- ureyjum við Skotland. Hann er 70 fet á hæð yfir sjávarmál og innan við 100 fet að þvermáli. Aragrúi manns- lífa hefur týnzt við Rockall. í júní árið 1904 rakst danska skipið Norge á klettinn, og fór- ust í því slysi yfir 600 manns er voru að flytja búferlum til Ameríku. Ef Pat hefði ekki staðið svo vel á verði, eða dimmt verið af nóttu, því enginn viti er á Rockall, hefðu leifar okkar og skútunnar safnazt til þeirra annarra er þar liggja á hafs- botni. Þarna lá við einu slysinu enn við Rockall, og það minnti okkur á að öryggið er úti á sjónum. Hættan leynist við landið. Það sem við óttuðumst var landtakan á Ytri-Suður- eyjum, ef ísinn héldist. Og það gerði hann. Á 19. degi grilltum við til lands gegnum þoku og regn. Okkur hafði borið til hlés við land. Eina ráðið var að kom- ast gegnum Pabbi sund, þótt skerjótt sé. En ef við hittum ekki á innsiglinguna var úti um okkur. Þetta var hættuleg tilraun, hreinasta martröð. Skútan skreið fyrir stormi og straumi niður fjallháar öldur, straukst með naumindum fram hjá litlum hólma, og var eftir andartak komin inn á sléttan sjó. Við vörpuðum öndinni léttar og lögðumst við akkeri bak við Kismuil kastala á Barraeyju. Nú mátti Delight hvíla sig. ☆ 50 VIK'AN 4- «>i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.