Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 19
ur Lucifer skipstjóri, í eigin háu persónu. Komumaður gekk inn i klef- ann. Hann var grannvaxinn, ungur maður, látlaus í klæða- burði og við fyrstu sýn virtist hann eiga lítið sameiginlegt með félögum sínum. Slétt ljóst hár umkringdi andlit, sem ein- hvern tima hafði verið ljóm- andi laglegt, en var nú vansýrt -f bóluörum og eftir klæða- burðinum gat hann verið ann- aðhvort kaupmaður eða kenn- ari. En augun sem voru ljós- blá og lymskuleg, báru vott um eitthvað annað. Þessi frétt hafði ekki góð áhrif á Ben, þvert á móti. — Þá er ég viss um að hann hef- ur eitthvað miður gott í huga, sagði hann. — Hann hefur ekki lagt í vana sinn að sýna okkur háttvísi. Hann er of stór upp á sig til að taka eftir okk- ur, hvað þá annað. Lucifer! Sveiattan! Púh! Ben spýtti hraustlega til að láta í ljós fyr- irlitningu sína og ungi maður- inn yppti öxlum. Já, nafnið passar honum prýðilega, sagði Renard kæru- leysislega. — Það er sagt „gtoltur eins og Lucifer“ og stoltari maður finnst ekki hér í Vestur Indíum. - Eins og þú hefur fengið að reyna, er það ekki, Renard? skaut Marayte inn í. Renard sneri sér við og horfði á hann, og án þess að nokkurt orð færi á milli þeirra, fölnaði brosið á andliti Marayte, og hann flýtti sér að sloka í sig úr rommflösku, sem stóð á borðinu. Óþægilegt bros lék um varir unga mannsins og hann sneri sér aftur að hinum gráskeggj- aða bölsýnismanni. — Ef Lucifer hefði eitthvað slæmt í huga, myndi hann ekki koma hingað um borð. Hann er enginn þorskur. Og nú máttu fara, Ben. Renard settist á stól við borðið og beindi kuldalegum augunum að Sir Jocelyn. — Ja, hvernig standa þá málin? — Ágætlega, svaraði Maray- te fýlulega. -—■ Hann var ekki sérstaklega samningsþýður til að byrja með, en þegar hann heyrði hvað hans gæti beðið, komst hann á aðra skoðun. Er það ekki rétt vinurinn? Meðan á samræðum hinna þriggja sjóræningja hafði stað- ið, fékk Sir Jocelyn tíma til að hugsa um stöðu sína og hon- um varð ljóst að hann varð að greiða lausnargjaldið, ef hann átti að halda lífi. En fimm þús- und pund myndu gera hann gjaldþrota og það sagði hann þeim. Marayte trúði honum ekki. en aðalsmaðurinn stóð fast á sínu og þeir þrefuðu um stund, en svo heyrðist þungt fótatak fyrir utan dyrnar og eftir stundarkorn kom hávaxinn maður inn í klefann. Herramaður! Sir Jocelyn trúði ekki sínum eigin augum, því að þessi maður var ekkert líkur sjóræningja, hann hefði sómt sér við hvaða konungs- hirð sem væri. Allt frá glæsi- legri strútsfjöðrinni á barða- breiðum hattinum niður að skósólum, var ekkert sem gaf til kynna að hann væri að koma beint af þilfari sjóræn- ingiaskútu og inn í óhreinan klefa hjá öðrum sjóræningja. Ljósa hárið var sítt, svo hann þurfti ekki hárkollu og það féll í iiðum yfir axlirnar. Andlitið, sem hinn undrandi Sir Joce- lyn sá var laglegt, arnarnef, sterkleg haka og skærblá augu. Þetta var andlit manns sem auðvelt átti með að stjórna geði sínu, þrátt fyrir það að hann hlaut að vera ungur, lík- lega varla þrítugur. Það varð dauðaþögn um stund. Svo stóð Renard upp og hneigði sig með háðslegri hæ- versku. ■—■ Lucifer skipstjóri! Því- líkur heiður sem þér sýnið okkur. Má ekki bjóða yður sæti og glas af víni, herra skip- stjóri? Hinn nýkomni gekk inn í klefann en sýndi engin merki þess að hann ætlaði að taka boði Renards. Á eftir honum gengu tveir aðrir menn inn í klefann, annar ungur með ljóst 4. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.