Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 24
í fyrsta sinn í sögunni birtu bæði Time og Newsweek titilgreinar um ísland; Paris Match og Epoca komu með myndasyrpur upp á margar síður, og dagblöð jafnt austan hafs og vestan fylltu útsíður sínar dag eftir dag með fslandsfréttum. Byltingin gerði að verkum að ísland fékk slíka auglýsingu í heimspressunni, að annað eins hafði aldrei borið við áður, eða neitt nálægt því. Fyrir hafði að vísu komið allt frá land- námstíð, að nafni landsins hafði skolað upp á alþjóðavettvangi, til dæmis í sambandi við Snorra Sturluson og Leif heppna (þá sjaldan er þeir voru ekki tald- ir Norðmenn), og síðar höfðu Hekla, Geysir, Albert Guð- mundsson, Huseby, Surtsey og jafnvel Laxness orðið til þess, að einstaka sinnum hafði ver- ið minnzt á ísland í heimsfrétt- unum. Þorskastríðið við Breta hefur orðið til þess að athygl- in beindist meira að íslandi en nokkru sinni fyrr, þó ekki meira en svo að flestir útlend- ingar, sem á annað borð höfðu heyrt landsins getið, lifðu í gang til landsins, enda komu þeir í stríðum straumum. Fréttastofnanir og fjölmiðlun- artæki fluttu dag eftir dag stöðugar fréttir frá atburðun- um á íslandi og krydduðu frá- sögnina með þáttum úr sögu landsins og frásögnum af menningu þess og atvinnuhátt- um. Viðbrögð erlendra stjórnar- valda við byltingunni voru með ýmsu móti. Þegar Banda- ríkjastjórn um síðir náði sam- bandi við yfirmenn liðs síns á Keflavíkurflugvelli, var þeim skipað að gera ekkert í málinu annað en vera við öllu búnir. Bandarískar, brezkar og norsk- ar flotadeildir fengu í kyrrþey skipanir um að færa sig nær ströndum landsins. f Bandaríkj- unum kröfðust Reagan, John Wayne og fleiri slíkir að Banda- Forsætisráðherra Sovétríkj- anna: Da da da. Auðvitað. Þú getur verið viss um, að ekkert það gerist, hvorki á mínum helmingi hnattarins eða þínum, sem ég ekki frétti á undan þér. Forseti: Oh, come on. Ekki þetta bévítans gort. En svo ég komi beint að efninu: þetta er jú á mínum helmingi af kúl- unni okkar, svo ég noti þín eig- in orð. Ég þarf varla að taka fram að við lítum grafalvarleg- um augum á öll hugsanleg af- skipti ykkar af málinu. Ráðherra: Við erum blásak- lausir af þessu og verðum það framvegis. Þetta er þín kaka. Ég skal meira að segja kalla burtu herskipin mín, sem hafa verið að slaga þarna í kring undanfarið, svo að þínir menn geti verið rólegir. Auðvitað in ár, sem væri eðlileg afleið- ing einhæfra atvinnuvega og óhentugs stjórnarkerfis. The Economist benti á í leiðara, að þessi eyja hefði í sjö hundruð ár verið nýlenda ríkja á meg- inlandi Evrópu og hefði því, er hún loks hlaut sjálfstæði, tekið það ráð að stæla umhugsunar- laust h'ið kapítalíska efnahags- kerfi Evrópuþjóða, enda hefði yfirstétt eyjarinnar, hálfdönsk að ætt og í anda, verið nógu snarráð að snúast í lið með frelsisbaráttunni, þegar séð varð að hún yrði ekki stöðv- uð og þannig haldið ítökum sínum. En, sagði The Econo- mist, Island er of fámennt og fátækt til að nokkurt fjármagn hafi getað myndazt þar í einka- eign, og afleiðingin varð stór- hlægileg skrípamynd af kapí- talísku efnahagskerfi, sem fólst Pegap byifrng wap get*b í Reykjawík * 3 þeirri trú, að hér byggju Eski- móar í íglóum en hvítabirnir og rostungar gengju ljósum log- um á landinu sjálfu og með ströndum þess. En nú bar heldur nýrra við. í fyrsta sinn í sögunni birtu bæði Time og Newsweek cov- er stories um ísland, Paris Match og Epoca komu með myndasyrpu og dagblöð jafnt austan hafs og vestan fylltu útsíður sínar dag eftir dag með íslandsfréttum. Þar eð ferðabanninu var aflétt jafnskjótt og byltingarstjórnin þóttist sjá að hún mætti ekki verulegri andstöðu í bráð, áttu erlendir fréttamenn greiðan ríkjamenn bældu byltinguna þegar á bak aftur með hervaldi samkvæmt bandarískri erfða- venju og Monroe-kenningunni. Yfirlýsingar byltingarstjórnar- innar um óbreytta utanríkis- stefnu róaði menn ósegjanlega í höfuðborgum Vesturveldanna, og raunar víðar. Óstaðfestar fregnir hermdu, að Bandaríkja- forseti hefði án tafar hringt í forsætisráðherra Sovétríkjanna á beinu línunni, og að þeir hefðu ræðzt við eitthvað á þessa leið: Bandaríkjaforseti: Hello Al- ex, old chump. Þú ert auðvitað búinn að heyra fréttirnar frá Iceland? verðum við að skammast eitt- hvað í Prövdu og hjá Samein- uðu þjóðunum, ef þið steypið þessari nýju stjórn, en við ætt- um nú að vera orðnir nógu kunnugir til að taka ekki svo- leiðis alvarlega. Forseti: Alltaf vissi ég þetta, Alex. Þú ert maður eftir mínu höfði. Þú ættir nú líka að geta munað okkur hve nærgætnir við vorum við þig í þessu ha- varíi með Tékkóslóvakíu. Fréttastofnanir út um heim sögðu yfirleitt hlutlaust frá at- burðum og af áberandi var- færni. Mörg Vesturlandablöð lögðu áherzlu á erfiðan efna- hag dvergríkis þessa undanfar- í því að svokallaðir atvinnu- rekendur ráku fyrirtæki svo að segja eingöngu með fé, sem kríað var af almenningi gegn- um banka og ríkissjóð og ým- ist kallað lán eða styrkir; ef vel gekk, hirtu atvinnurekend- urnir gróðan óskiptan, en ef þeir fóru á hausinn, sem var langtum algengara, bar ríkið — ergó almenningur - tapið. Der Spiegel lét þess getið, að byltingin hefði trúlega engu síður stafað af að ísland hefði verið komið í hönk stjórnmála- lega; flokksræði hefði verið fyrir löngu búið að útrýma öllu raunverulegu lýðræði í landinu og prófkosningarnar, i 24 VIKAN 4. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.