Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 9
ÚR EIMNUM kapparnir, sem í fyrndinni voru víðfrægir.“ Að því sama er vikið í fjórðu bók Móse, þrettánda kapítula, þrítugasta og þriðja versi: „Og vér sáum þar risa, An- akssonu, sem eru risa ættar, og vér vorum í augum sjálfra vor sem engisprettur, og eins vor- um vér í þeirra augum.“ Fimmta bók Móse gefur meira að segja nokkra hug- mynd um hve stórir þessir ris- ar voru. Þar stendur í þriðja kapítula, ellefta versi: „Því að Óg, konungur í Bas- an, var sá eini, sem eftir var af Refaítum; sjá, steinlíkkista hans var gerð úr stuðlabergi og er enn til í Rabba hjá Ammó iít- um; hún er níu álna löng og fjögra álna breið eftir venju- ýmsum stöðum, og gátu þann- ig ekki rottað sig saman um hvað þeir ættu að setja á blað. Guðfræðingar ýmsir halda því fram að þessum línum hafi ver- ið bætt inn í textana síðar meir, sem eins konar táknum þess illa, en það stenzt ekki, segir Erich von Dániken. Hann held- ur áfram: Ef þessir guðfræð- ingar litu svolítið nánar á þessa ritningarkafla, kæmust þeir ekki hjá að sjá að tröllkarl- arnir þeir arna skjóta upp koll- inum þegar sérstaklega þarf á þeim að halda, til dæmis til vígaferla, en aldrei þegar höf- undarnir taka siðfræðileg efni til meðferðar. En Biblían er ekki eina forn- bókin, þar sem minnzt er á risa. Indíánaþjóðirnar frægu, Klettamálverk þetta er kringum áttaþúsund ára gamalt og er í Tassilifjöll- um í Norður-Afríku. Sýnir það geimfar og geimfara frá því áður en sögur hófust? legu alinmáli.“ En hebreska álnin er 48,4 sentimetrar! (Þess má geta að Rabba er sami stað- urinn og nú heitir Amman og er höfuðborg Jórdaníu, fræg úr fréttum af bardögum milli hermanna Hússeins konungs og palestínskra skæruliða). Mósebækurnar fimm eru ekki einar um að geta jötn- anna — þær bækur Gamla testamentisins sem síðar eru skráðar innihalda líka lýsingu á ofurmennum þessum. Höf- undar bókanna voru uppi á Majar og Inkar, segja svo í sínum goðsögnum að fyrsta mannfólkið, sem guðirnir hafi skapað eftir syndaflóðið (þær náttúruhamfarir eru langt í frá eingöngu bundnar við Biblí- una, syndaflóð koma fyrir í goðsögnum ótal þjóða hingað og þangað á hnettinum), hafi verið jötnar. í þessum sögnum Indíánanna eru nefndir tveir sérstakir framámenn meðal ris- anna, þeir Atlan og Theitani. Þessi heiti minna óneitanlega á nöfn hliðstæðra stórmenna Assýrskt innsigli, sem sýnir veru í mannsmynd ásamt hrine úr hnöttum og stjörnum, sem minnir á mynd af sólkcrfi. í goðafræði Grikkja; hjá þeim voru frægur Atlas sá, er stóð undir sjálfum himninum, og Títanarnir, jötnar þeir er voru fyrirrennarar Ólympsgoða. Þetta ætti að gleðja þá, sem endilega vilja meina að sam- göngur hafi verið milli Mið- jarðarhafslanda og Ameriku langalöngu fyrir daga þeirra beggja Leifs heppna og Kól- umbusar, en ferð Thors Heyer- dahls yfir Atlantshafið nýver- ið var einmitt gerð í þeim til- gangi að renna stoðum undir þá kenningu. Víða annars stað- ar í helgiritum, sögum og æv- intýrum skióta jötnar upp koll- inum. of ætti varla að þurfa að minna á íslenzkar fornsögur, fornaldarsögur og þjóðsögur í því sambandi. En þess ber að gæta að hvergi í umræddum heimild- um eru risarnir teknir í guða- tölu. Munurinn á þeim og guð- unum er einkum sá að þar sem guðirnir fara allra sinna ferða um loft ekki síður en láð og lög, ef þeim býður svo við að horfa, þá eiga risarnir engan kost slíkrar samgöngutækni. Enda eru jötnarnir yfirleitt auðmjúkir þjónar guðanna, meira að segja svo auðsveipir og gagnrýnislausir að þeir verða þegar fram í sækir stimplaðir sem „heimskir þurs- ar“. Framhald á bls. 43. Steinhnöttur þessi, 2.16 metra í þvermál, fannst einhvers staðar í frumskóg- um Kostaríku og er nú borgarprýði í höfuðstað landsins, San José.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.