Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 43
PALLADÓMAR Framhald af bls. 23. Jónas G. Rafnar gerðist atvinnustj órnmálamaður af þvi að hann ætlaði sér þá leið happadrýgsta, en hann breyttist lítt við upphefðina. Framandi gestur í salar- kynnum mannvirðinganna á íslandi myndi fljótlega gefa lionum gætur án þess að undrast hót nærveru lians. Maðurinn kann ágæt- lega að vera með höfðingj- um, en blandar einnig geði við alþýðu. .Tónas er líkast- ur því, að liann væri eig- andi að tízkuverziun og ælti mikinn veraldarauð í vændum, en hefði erft þing- mennskuna eða fengið hana að kvonfangi. Hann er að- laðandi og veldur hvorki vonbrigðum þeim, sem gera til hans miklar kröfur eða litlar. Eigi að siður mún hann einrænn og jafnvel feiminn. Ilann ástundar vinsældir, en forðast stór- ræði og igrundar þess vegna naumast málefni, sem gætu ráðið aldahvörf- um. .Tónas tekur á öllum hlutum með silkihönzkum og myndi aldrei óhreinka sig í baráttu. Því er ekki auðmýkt og leti um að kenna eins og sumir liyggja. Jónas G. Rafnar á til þótta í fari sínu, og hann er við- kvæmur, hégómagjarn og tilfinninganæmur, en hon- um blöskrar öll tvísýna og áliætta. Maðurinn er snot- ur eins og fallegur laukur í vel hirtum garði, þar sem nægur áburður gefst, Ijós og önnur virkt. Steinnes er rómað óðal i liarla góðri sveit, er býður upp á margs konar hlunn- indi. Samt er ]iar veðra- samt stundum, enda jarðir á be’svæði. Fram af byffað beirri gengur hins vegar fadur dalur, skjólsæll á vetrum og grasi vafinn á sumrum móti sól og blæ. Er ráðsettum mönnum hag- kvæmt að ciga þar bú. Al- þingi hefur veríð Jónasi G. Rafnar indæll bólstaður eins og Steinnes frændum hans i móðurkyn. Hins veg- ar er það ekki erfðafesta, og svo kann Jónas að gruna veðraskipti, sem orðið geta. Hann kvíðir þeim vist, þó að loft sé heiðrikt og engin merki þess, að á dynji hryðja. Því vill hann flytj- ast inn i Vatnsdal og setj- ast um kyrrt i vari af reist- um grónum fjöllum, þar sem menn og dýr una í sæld og gengi. .Tónas G. Rafnar tekur ofan silkihanzkana og leggur þá frá sér lijá dýrum blómavösum uppi á hillu, en sezt á stofubekk að verma sig við glatt ljós og gott, sem hann veit að slokknar aldrei, hvað sem á gengur úti i Þinginu. Lúpus. GLEYMDU EF ÞÚ GETUR Framhald af bls. 31. ar skulfu af taugaóstyrk, begar Ingvar opnaði útidyrnar og lét hana ganga inn á undan sér. Flún Hún hafði hitt móður unnusta síns, en nú átti hún að fá að kynn- ast föður hans, föðurbróður og konu hans. Hún dró djúpt inn and- ann og lagfærði hattinn sinn. En þegar Ingvar opnaði dyrnar að stofunni, var hún auð. Mikaela leit kvíðafull á' klukkuna. — Við erum of sein, sagði hún. — Ekki svo mjög, svaraði Ingv- ar. — En það er svo falleqt veður. Líklega hafa þau gengið út í garð- inn. Jú, átti ég ekki kollgátuna. Þarna eru þau, og Nils er að sýna þeim rósirnar. Við skulum ganga út til þeirra. — Bíddu andartak, sagði (Mika- ela og stakk hendinni undir arm hans. — Ég verð að fá að róa mig dálítið fyrst. — En elskan mín, þú ert náföl. — Ég ætla að púðra mig dálítið. Mömmu þinni er vonandi ekki illa við púður? — Nei, alls ekki. En þú getur varla orðið fallegri en þú ert. Hún tók púðurdósina upp úr veskinu sínu og gekk að vegg- soeglinum. Hvað það var margt fallegra gripa þarna í stofunni! Og þarna var stór Ijósmynd, sem hún mundi ekki eftir að hafa séð, þegar hún kom hingað í fyrsta skipti. Hún færði sig nær til að skoða myndina betur og Ingvar kom til hennar. — Þetta er brúðkaupsmynd for- eldra minna, sagði hann. — Mamma gat ekki sýnt þér hana um daginn, því að Anna hafði misst hana í gólfið og ramminn brotnað. En svona litu þau út þá, blessuð. Pabbi er sjálfum sér lík- ur. Brúður og brúðgumi héldust hönd í hönd. Mikaela þekkti svip Ellenar í dráttum hinnar ungu brúður. Og brúðguminn — hún starði á hann og lokaði augunum. Síðan opnaði hún augun aftur og horfði beint framan í Börje Rick- ardson, eins og hann leit út, þeg- ar hann kvæntist Ellen. Hann leit næstum alveg eins út nú, þótt þrjátíu ár væru liðin. — Sá, sem stendur við hliðica á pabba er bezti vinur hans, Sig- frid, sagði Ingvar. Hann dó ný- lega, það var mjög sorglegt . . . Mikaela heyrði rödd hans eins og úr fjarska. Framhald í næsta blaði. JÖTNAR ÚR HIMINGEIMNUM Framhald af bls. 9. Ýmis mannvirki forn, sem aldrei hefur tekizt fullkomlega að skýra hvernig gerð hafi ver- ið með tækni þeirra tíma, verða stöðugt til að kynda und- ir tilgátur um risa á fyrri tíð- um. Meðal þessara mannvirkja má nefna Sacsayhuaman (Haukaklett) í Perú. Mann- virki þetta er í tæpra fjögur þúsund metra hæð yfir sjávar- máli skammt frá Cuzco, hinni fornu höfuðborg Inka. Von Dániken segir svo frá: „Vopnaðir metramáli og myndavél nálguðumst við þessar rústir, sem eru alls eng- ar rústir í þess orðs fyllstu merkingu. Hér eru engar óút- skýrðar grjóthrúgur eða illa farnar leifar eamalla bygginga. Völundarhúsið ofan við Sac- sayhuaman er þess í stað svo framúrskarandi að gerð, að ætla mætti að engin nútíma- t.ækni hefði verið spöruð til að gera það sem bezt úr garði. Sá sem hefur farið höndum um þessa sléttu veggi, sem gerðir eru af svo fullkominni snilld, á erfitt með að sætta sig við bá einföldu skýringu að þetta hafi einhvern tíma í fyrndinni verið gert af höndum manna, sem ekki höfðu önnur verktól en tréfleyga og steinkylfur. Af því sem þarna er að sjá má nefna tröllaukinn granítstólpa, sem var ellefu metra hár og átján metra breiður þegar hann var tekinn úr klöppinni, en síðan höggvinn til unz úr honum varð 2,16 metra hár fer- hyrningur, 3,40 metra breiður og 0,83 metra þykkur. Þessi stólpi er allur svo sléttur og jafn að hann minnir á snotur- lega tilskorið oststykki. Hvergi minnsta hrufa eða ójafna. Vit- að er með vissu að þessi mann- virki eru frá því fyrir tíð Inka. Og það er trúlega fullmikil bjartsýni að gera því skóna að þetta fornfólk hafi ráðið yfir verkfærum á borð við þau, sem nú eru notuð við gerð jarðgangna. Og varla hefur það heldur verið svo vel að sér í efnafræði að það hafi getað notað sýrur til að losa stein- flykkin úr klöppinni. Eða hvað?“ Garðu risarnir liella? Hjá Sacsayhuaman eru hell- ar margir, og ná sumir þeirra sextíu til áttatíu metra inn í bergið. Er auðséð að þeir hafa verið af mannahöndum gerðir, og er hið sama að segja um þá og annað þarna, að sögn von Dánikcns, að óhugsandi er að það verk hafi verið framkvæm- anlegt með þeirri tækni, sem fyrri tíða menn höfðu yfir að ráða, svo kunnugt sé um. Loft og veggir, horn og stöplar — allt er þetta gert af slíkri list að helzt minnir á nútíma stein- steypu. Enginn veit með vissu hve gömul þessi mannvirki eru, en fullvíst er að þau eru miklu eldri en frá tíð Inka. Þau voru þegar auð og yfirgefin löngu áður en grundvöllurinn að þeirra ríki var lagður. f fjallshlíðunum í Cajamar- quilla austan við Lima, höfuð- borg Perú, er einnig mikið um fornminjar. Þarna eru í hundr- aðatali þröngar gryfjur í jörð- ina, mátulega víðar og djúpar til að einn maður geti skýlt sér í þeim, en ekkert þar framyfir. Von Dániken segir að gryfjur þessar minni mjög á holur, sem liðsmenn Þjóðfrelsisfylkingar- innar í Suður-Víetnam grafa til að hlífa sér þegar Banda- ríkjamenn henda á þá sprengj- um. Og von Dániken er nógu léttlyndur til að láta sér detta í hug, að þessar holur í Perú hafi þjónað svipuðum tilgangi. Honum finnst sem sagt ekkert trúlegra en að stórmenni þau á löngu liðnum dögum, sem hann fjallar um, hafi kunnað nógu mikið fyrir sér til að geta bú- 4 tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.