Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 17
stakk kartöflunum in í ofninn. Svo fór Anders upp í baðher- bergið og ég opnaði fyrir s|ón- varpið í dagstofunni. Þegar ég var ekki vör við neina hreyfingu þar, þá fór ég að svipast um eftir l.isu. En hún var ekki í stofunni. — Lisa! kallaði ég, en fékk ekk- ert svar. Ég vissi þá að hún hafði farið út í leikhúsið sitt, því að það gerir hún alltaf, þegar kominn er tími tiI að fjölskyldan safnist sam- an. hún nýkomin úr baði. Andartak hvarflar það að mér að láfa hana í friði, þar sem hún virðist líka vilja það helzt. En það er skylda min gagnvart Áke, henni sjálfri og Onnu, að hafa gát á henni. Áke keypti þetta leikhús handa henni í haust. Þetta er leikhús fyr- ir litla stúlku og þar er borð, tveir litlir körfustólar og brúðueldavél. Ég saumaði gluggatjöld og gerði þetta að vistlegasta stað, en það varð svo eini staðurinn, sem Lisa v'rtist kunna við. Þegar pabbi hennar kom með húsið, fór hún strax inn í það og settist í annan stólinn. ■ — Á ég þetta? spurði hún. — Já, elskan, svaraði Áke. — Þú átt þetta ein. — En ég má þó koma í heim- sókn? spurði ég glaðlega. — Við getum haft gosveizlu. Ég get l.om- ið í heimsókn, þar sem ég er næsti nágranni þinn, og get komið með kökur. Þetta hefði svo sem ekki átt við mig, mér þykir ekki gaman að fara í leiki við börn, mér þykir skemmti- Ijegra að teikna fyrir þau og segja þeim sögur. — Nei, sagði Lísa, ég kæri mig ekki um gesti. Ég ætla að búa hér ein. En auðvitað má pabbi koma og heilsa upp á mig. Það voru ýmsir erfiðleikar sem steðjuðu að okkur fyrir utan þetta. Ég varð strax barnshafandi og það varð erfiðara en þegar ég gekk með Anders. Susanna hefir verið afskaplega óþekk og ef ég hefði ekki elskað hana svona heitt, þá hefði ég líklega borið hana út. Hún er níu mánaða og vaknar á hverri nóttu og öskrar á mjólk eða graut. Læknirinn segir að hún sé heilbrigð og að hún eigi ekki að fá mat á nóttunni. — Öskraðu bara, segi ég, — það er gott fyrir lungun. Svo troðum við Áke bómull í eyrun. En þegar ég kem inn til hennar á morgnana, þá fyrirgefur hún mér og Ijómar af ánægju. Hún brettir upp á litla freknótta nefið og er nákvæmlega eins og ég var á barnamyndinni. Jú, Lisa var í leikhúsinu, eins og ég bjóst við. Ég beygði mig niður í dyragætt- ina og horfði á hana. Hún sat í öðrum stólnum, í náttfötunum og slopp og hún starði á mig. — Hvað viltu? , — Við ætlum að fara að borða, sagði ég. — Pabbi þinn kemur á hverri stundu. Ætlarðu ekki að koma inn og horfa á sjónvarpið stundarkorn áður en við borðum, vina rnín? — Éa ætla að borða hér, til- kvnti hún hátíðlega. — Er Lisa mín, ekki ferðu að borða hér ein, sagði ég með eins Ijúfri rödd og mér var mögulegt og éa tem mér, þeaar ég er sem erailegust út í hana. — Það er af- mælisdaqurinn hans oabba bíns. Þú verður að sitja við afmælis- borðið. — Ég þarf ekki að fara eftir því sem þú segir, svarar Lisa, — þú ert ekki mamma mín. — Nei, en mamma þín hefði ábyggilega verið á sömu skoðun og ég, ef hún hefði verið hér núna. Svo er líka kalt. þú getur ofkælst. Éq reyndi að huqsa mér hvernig Anna hefði haqað sér I minum sporum, en éa oet ekki ímvndað mér að hún hafi nokkurn tíma hækkað róminn. — Nei. segir Lisa. Hvað = éo nú að oera, hvað aet éo tekið til braoðs? Éa vissi bað ekki, svo éq baoði oa horfði hiálo- arvana á telouna. Þá heyrði éq í bílnu'm. Mér létti stórlega oa éq tlvtti mér inn í húsið til að taka á mé1: manninum mínum. Framhald á bls. 44 En hún ætti ekki að gera það, það er of kalt á kvöldin ennþá, og Ég var nýja mamman hennar Lisu og mér fannst ég hafa gert allt til að vinna ást hennar og trúnaðartraust. En nú varð ég að viðurkennar það fyrir sjálfri mér að mér hafði algerlega mistekizt. SMÁSAGA EFTIR LOIS DUNCAN 4. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.