Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 25
örvæntingarkennd tilraun til
að snúa við þeirri þróun, hefði
aðeins leitt til þess að nærri
hefði legið að knattleikarar og
sjónvarpsþulir næðu öllum
völdum í landinu. Mörg heims-
blöð bentu á að byltingin tæki
aðeins til innanlandsmála; í ut-
anríkismálum yrði stefna ís-
lands söm og áður, ef marka
mætti yfirlýsingar hinna nýju
forustumanna; meira að segja
væri svo að heyra að engin
breyting yrði á afstöðu íslands
til Nató og Efta. í Moskvu gat
Tass-fréttastofan byltingarinn-
ar stuttlega og kvað hana að-
eins innbyrðis erjur kapítalista
og baráttu sósíalismans í heim-
inum óviðkomandi.
Heima á Fróni voru bylting-
armenn ekki aðgerðarlausir.
Viðskiptamálaráðherra hafði
verið staddur suður á ftalíu,
þegar byltingin var gerð, en
þegar fréttin barst honum,
hvarf hann eins og jörðin
hefði gleypt hann og hafði
ekki sézt síðan. Lagði þá bylt-
ingarstjórnin fé nokkurt til
höfuðs honum og tók fram að
það yrði borgað í erlendum
gjaldeyri. Komust brátt á loft
gegn kaupfélagsvaldinu, voru
sannfærðir um, að nú væri að
því komið að þetta sama vald
léti kné fylgja kviði fyrir al-
vöru, og ekki vonum fyrr. Al-
talað var að kaupmannaverzl-
anir, svo og gagnkaupfélög að
fyrirmynd Hellufélagsins, yrðu
lögð niður með valdboði. Menn
fóru að gefa hver öðrum illt
hornauga, er þeir mættust á
götu, og í einu þorpi á Aust-
fjörðum tóku fylgismenn fyrr-
verandi stjórnar sig saman og
víggirtu sig í frystihúsinu á
staðnum, sem var á hausnum
og ekki notað til annars hvort
eð var, hafandi að vopnum
fjárbyssur og broddstingi.
í Reykjavík var byltingin
rædd frjálslegar en áður, þar
eð nú þótti ljóst að henni
fylgdi enginn terror. Menn fóru
jafnvel að leyfa sér að gagn-
rýna ýmsar gerðir byltingar-
stjórnarinnar. Þótt undarlegt
kunni að virðast, reyndust nú
sumir þeirra framámanna, er
handteknir höfðu verið, njóta
vissrar almenningssamúðar.
Tilskipunum nýju stjórnar-
innar hélt áfram að rigna. Á
fimmtudaginn var lýst yfir
fuglar, sem ekki höfðu haft
skoðun eða hugsjón frá því að
þeir voru í menntaskóla. Þeg-
ar svo leit út, að byltingin ætl-
aði að verða ofan á og herinn
í Keflavík hafðist ekki að,
flýttu þeir sér að hoppa upp í
strætisvagninn. Hið sama gerðu
ýmsir kunnir stjórnmálamenn
Brátt komust á loft miklar
tröllasögur um að
viðskiptamálaráðherra
dveldist á laun hjá
einhverjum áhrifamiklum
gistivinum sínum erlendis
miklar tröllasögur um að við-
skiptamálaráðherra dveldist á
laun hjá einhverjum áhrifa-
miklum gistivinum sínum er-
lendis og reyndi að stofna sam-
særi til gagnbyltingar eða inn-
ráBar í ísland.
Úti á landi var vaxandi urg-
ur í mönnum. Þar kom víða
upp sá kvittur, að byltingin
væri gerð að ráði stjórnarand-
stöðuflokkanna. Þetta varð til
að bleypa illkynjaðri spennu í
andrúmsloft margra kaupstaða
og þorpa, þar sem pólitíkin var
miklu eitraðri og persónulegri
en þekktist í þéttbýlinu. Sjálf-
ræðismenn og kratar, beiskir
eftir áratuga minnihlutabaráttu
fullu banni á starfsemi hvers
konar leynifélaga, og sama dag
hernam byltingarlögreglan hús
Frímúrara og Oddfellóa. Til-
skipun þessari fylgdi sú grein-
argerð, að hvers konar félags-
starfsemi, sem ekki færi fram
fyrir opnum tjöldum, gæti á
engan hátt samrýmzt lögum
lýðræðisþjóðfélags, sem væri
rekið með hag alls almennings
fyrir augum.
Nú fór einnig að bera á því,
að framámenn á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífsins lýstu yfir
fylgi við hina nýju stjórn.
Fyrstir til þess urðu margir
yngri stjórnmálamenn, enda
flestir tækifærissinnaðir klifur-
úr Sjálfræðisflokknum og Mið-
flokknum, sem áttu um sárt að
binda eftir nýafstaðnar próf-
kosningar, enda hafði nýja
stjórnin gert að kjörorði sínu,
að hér eftir skyldu höfuðin
stjórna íslandi en ekki krón-
urnar, en það snilliyrði hafði
prófessor einn og þingmaður
úr Sjálfræðisflokknum látið
sér um munn fara skömmu
fyrir byltingu. Þar á eftir
komu ýmsir gamlir orgínalar
af hinum ýmsu sviðum þjóð-
lífsins, eins og Björn á Löngu-
mýri, Ragnar í Smára, Gísli á
Grund og Kristján í Últímu.
Sem nærri má geta voru
mafgar getgátur uppi um hver
hinn dularfulli foringi bylting-
arlögreglunnar væri. Eftir því
sem bezt var vitað hafði hann
aldrei látið sjá sig, jafnvel ekki
þá sem voru í innsta hring bylt-
ingarinnar. Eftir að frímúrara-
reglan var bönnuð var haft
fyrir satt að hann hefðist \*ð
í húsi hennar. Hversu sam-
bandi hans við forustumenn
byltingarinnar var farið lá ekki
á lausu, en fáum getum hafði
til þessa verið að því leitt hver
hann væri og hvaða ástæður
lægju til leyndar þeirrar er
hann kaus að láta hvíla yfir
sér.
☆
4. tbi. VIKAN 25