Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 3
18. tölublaS - 6. maí 1971 - 33. árgangur Að elska njósnara Þýzk kona gekk í fanga- hjálp, og sú ákvörðun átti heldur bctur eftir að breyta lífi hennar. Hún kynntist fanga, einum hættulegasta njósnara eftirstríðsáranna, varð ástfangin af honum og giftist honum. Samt hefur hún aldrei fengið að tala við hann nema í gegnum rimla. Sjá grein á bls. 8. Óttinn kvelur Sophiu Loren Óttinn kvclur Sophiu Lorcn og Carlo Ponti nótt sem nýtan dag. Þeim hafa borizt símhringingar og nafnlaus hótunarbréf þess efnis, að syni þeirra verði rænt. Þau viðhafa allar hugsaniegar varúðarráð- stafanir, en óttinn er alltaf sá sami. Sjá myndagrein á bls. 28. Hún Mússa og hann Hrossi... Lcstrarhesturinn, lftið blað fyrir börn, sem Herdfs Egilsdóttir sér um fyrir Vikuna kemur alltaf aðra hverja viku. Hér er á ferð- inni efni sérstaklega samið fyrir börn á aldrinum 6— 9 ára, en mikill hörgull er á lesefni fyrir þann ald- ursflokk. Hann Hrossi og hún Mússa heilsa yngstu lesendunum á bls. 39. KÆRI LESANDI! Myndlistariðkun hefur farið vaxandi lxér á landi svo að um munar að undanförnu, að minnsta kosti bendir fjöldi mál- verkasýninqa til þess. Ef iil vill hefur iðkun myndlistar alltaf verið svona mikil, en hins vegar hafa menn gerzt áræðnari við að opinbera almenningi „list“ sína en áður. Orsök þess kann að vera sú, að nú ægir öllum stílum og stefnum saman: abstraktlist, fí- gúratívri list, poplist, svo að fáein dærni séu nefnd. •Fjöldi málverkasýninga er nú orðinn svo mikill, að margir áhugamenn hafa gefizt upp við að fylgjast með. En i öllum þess- um hrærigraut leynist einhvers staðar eitthvað, sem er einhvers virði. Og nokkrum málurum hef- ur tekizt að sanna ótvírætt hæfni sína og hefja sig upp yfir fjöld- ann. Þeim hefur lánazt að ná því takmarki, sem allir myndlistar- iðkendur hljóta að stefna að: að njóta í senn vinsælda og virðing- ar. Einn af þessum listmálurum er tvímælalaust Sverrir Haraldsson. 1 hvert skipti sem hann hefur lialdið sýningu undanfarin ár, liefur almenningur hópazt að til að skoða nýjustu myndir hans, og Jiann hefur selt fleiri myndir en flestir aðrir. Að þessu sinni heim- sækir Vikan Sverri Haraldsson og konu hans. EFNISYFIRLIT I ~i;' «*?, •xasBgaagwigagEBai GREINAR Bls. Að elska njósnara 8 Palladómur um Matthías Bjarnason 10 Ósátt við skólann, úr greinaflokkinum Við og börnin okkar 16 VIÐTÖL Að skapa fallegan hlut. Vikan ræðir við hjónin Steinunni Marteinsdóttur og Sverri Haraldsson 23 Einhvers staðar í París er einhver, sem kann að meta Yoko, siðasti hluti viðtalsins við John Lennon 20 SÖGUR Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm . . . , smá- saga 12 Á meðan bilstjórarnir voru á balli, fram- haldssaga, sögulok 14 Gullni pardusinn, framhaldssaga 18 ÝMISLEGT Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir sjón: Herdís Egilsdóttir, kennari börn, um- 39 Búa á bak við lás og slá, myndasyrpa 28 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Mig dreymdi 6 1 fullri alvöru 7 Heyra má 32 Stjörnuspá 31 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 22 í næstu Viku 50 FORSÍÐAN_________________________ Sverrir Haraldsson við vinnu sina. Það segir frá heimsókn til hans og konu hans að Hulduhólum í Mosfellssveit á bls. 23—27. Ljósmynd: Egil' Sigurðsson. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð 1 lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 18. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.