Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 27
fyrir listmálara næstu kyn- slóðir. í þessum hóp var al- gengt að dæma allt það úrelt, sem áður hafði verið gert, og gert ráð fyrir að nútímamenn væru komnir með miklu full- komnara heilabú en meistar- arnir hér áður fyrr, á dögum Rembrandts og svo framvegis. En það munar nú varla miklu. Þessu fylgdi einstrengingslegur hugsunarháttur, sem ég varð um síðir leiður á. — Sumar þessara nýjustu mynda þinna minna, að því er mér virðist, dálítið á ljós- myndir. En á gömlu lands- lagsmyndunum hefði fjallið í bakgrunninum verið aðalatrið- ið, ekki pældrurnar fremst. — Þetta eru nafnlausir steinar og þúfur. Eg er alltaf í dálitlum vandræðum þegar spurt er hvaðan þetta sé, jafn- vel þótt gert sé á ákveðnum stað. — En þú gerir ekki eins og eldri landslagsmálarar, að mála þekkta og sögufræga staði. — Nei, það hef ég ekki gert, þótt það sé sjálfsagt hægt líka. En ég kemst sjaldan mjög langt, þegar ég fer út að leita mér að mótífum. Ég er dott- inn um þetta næstum áður en ég er lagður af stað, enda eru mótífin alls staðar. Kópíerarðu mótifin? — Nei, alls ekki. Þetta eru mjög óstabíl landabréf. Eg Hér að ofan er Sverrir Haraldsson við vinnu sína. Þar fyrir neðan og eins hér á síðunni á móti eru nokkrar myndir, sem Sverrir hefur verið að vinna við að undanförnu. myndi ekki ráðleggja neinum að rata eftir þeim; það myndi enda í slysi. Þetta er meira eða minna brenglað frá mótíf- unum. Eitthvað verður maður víst að gera til að geta kallast listamaður; ef maður breytti ekki neinu, væri víst alveg eins hægt að nota apparatið þarna, — og Sverrir bendir á vél ljósmyndarans. — Með allri virðingu fyrir Ijósmynda- vélinni, bætir hann við með áherzlu. — Ég hef meira að segja prufað að nota hana sjálfur, til þess að festa atriði í minni mér. Veðráttan hér er þannig, að það er ekki svo gott að hanga tímunum saman úti, eins og þyrfti að gera þeg- ar farið er út í smáatriðin. —- Þú málar fyrst og fremst landslag eins og sakir standa? —• Já, núna eins og er, að minnsta kosti. Landslag á ákaflega rik ítök í okkur Is- lendingum; við höfum þetta svo mikið fyrir augunum. Og ef maður vill koma einhverj- um ákveðnum hugmyndum til Framhald á bls. 41. 18. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.