Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 32

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 32
Ómar Valdimarsson heyra fr- má ISHBSSðBnHnBHSBmiMBGnHíaHBBZTSBESHBaBHanaHni Á UPPLEIÐ ÖRLÖG Örlög frá vinstri: Pétur (fremstur), Ómar, Pálmi, Helga og Guðmundur. Rokkóperan „Jesus Christ — Superstar" hefur orðið geysi- lega vinsæl hér á landi sem og um allan heim, og ekki að ástæðulausu, því þetta er eitt merkasta tónverk síðari tíma og við þetta skal ég standa, hvort sem ég á í höggi við harðsvíraðan poppara eða klassískan fanatíker. Höfund- um óperunnar var meira að segja boðið til Vatíkansins í Róm og var öll óperan flutt í sérlegri útvarpsstöð páfans og er sagt að gamli maðurinn hafi setið með eyrað klesst við gamla ferðaútvarpið sitt og kinkað kolli viðurkennandi. Á eftir ræddu nokkrir kardínál- anna við þá félaga um þá guð- fræði sem þeir setja fram í óperunni, en það þykir frjáls- legri framsetning ritningarinn- ar en menn hafa átt að venj- ast hingað til. íslenzka útvarp- ið á líka þakkir skilið fyrir góða kynningu á þessu snilld- arverki, því í tveimur tónlist- arþáttum hefur óperunni ver- ið ætlaður góður tími. Fyrst hjá Frey Þórarinssyni í „Stundarbili" og síðan „Á ell- eftu stundu“ hjá Leifi Þórar- inssyni. Þó einstaka skrípa- leikur virðist fara fram innan ríkisútvarpsins, sbr. Pílagríma- kórinn og flutning Náttúru á verkum Sibelíusar og Griegs, þá virðast líka ljósir punktar innan um eins og „Superstar" meðferðin hefur sannað. En þetta var ekki markmið- ið með þessari grein; mér datt þetta einfaldlega í hug þegar ég fór að hugsa um hljómsveit- ina ÖRLÖG, því sú hljómsveit hefur verið með dágóðan kafla úr óperunni á sinni efnisskrá, og gera henni mjög góð skil. Ég sá nafnið fyrst í dagblaða- auglýsingu fyrir rúmum mán- uði síðan og kunni strax illa við það. Viku síðar sá ég það aftur og þótti það alls ekki svo slæmt og þegar ég hafði farið og hlustað á hljómsveitina, sem ég vissi þá engin deili á, var ég mjög hrifinn, bæði af nafn- inu og hljómsveitinni sjálfri. Að öllum hinum ólöstuðum, er það bassaleikarinn og söngv- arinn, Pálmi Gunnarsson, sem ég er hrifnastur af, en hann var áður með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á Röðli, sem nú hefur fengið Jón (Jonna) Ólafsson úr Töt- urum í staðinn fyrir Pálma. Aðrir í hljómsveitinni ÖRLÖG eru Guðmundur Ingólfsson orgelleikari, sem var áður með hinum stórskemmtilegu HAIJKUM; kona Guðmundar Helga Sigurþórsdóttir syngur; trommuleikari er Pétur (putti) Pétursson, sem hefur m. a. verið með Óðmönnum þegar þeir urðu til fyrir mörgum ár- um og gítarleikarinn er sá snjalli Ómar Óskarsson, sem var með Pops. ÖRLÖG er ekki nema rúm- lega tveggja mánaða gömul hljómsveit, og eftir því sem Pálmi sagði mér, þá hefur þeim gengið ákaflega vel — og aldrei hefur neitt sletzt upp á vinskapinn innan hljómsveit- arinnar. Stærsta vandamálið sem þau áttu við að stríða í upphafi var að fá hentugt hús- 'næði til æfinga, og eru fleiri hljómsveitir sem hafa kvartað undan því. Helga sagði mér að þau hefðu farið á milli manna sem hefðu yfir góðu húsnæði að ráða, en margir hverjir hefðu hlegið upp í opið geðið á þeim. Það hefði svo sem ver- ið í lagi, ef það hefðu ekki ver- ið sömu mennirnir og hafa við og við reynt að hafa góðan Framhald. & hls. 50. 32 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.