Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 43
nokkrum árum, og hef ekki sloppið frá því síðan. — Eru nemendurnir bæði stúlkur og piltar? — Þeir eru að miklum meiri- hluta kvenfólk. Það slæðist einn og einn karlmaður með. Það er meira í tízku hjá kven- fólki að sækja ýmiss konar námskeið. — Hvert sækir þú þínar fyrirmyndir? Úr náttúrunni? — Ég held að það sé erfitt fyrir nokkurn myndlistarmann að komast hjá því að fá ein- hvern innblástur frá náttúr- unni. Ég er þar engin undan- tekning. En ég hygg að ein- hver sá bezti skóli, sem ég hef fengið, sé í sambandi við þessi námskeið. Ég hef hvergi lært eins mikið í sambandi við mitt fag og á þeim. — Mér virðist þínir munir í léttlegra formi en gengur og gerist um keramik. — Ég hef aldrei gert mjög mikið af þungum formum. En þegar ég framleiddi hér á ár- unum, þá var það gjörólíkt því sem ég geri núna. Allt annars eðlis, önnur form, En þó er það, sem ég geri núna, auðvit- að áframhald af því. — En krefst þessi létti stíll þinn ekki miklu meiri vand- virkni og fyrirhafnar en þyngri form? — Það þarf ekki að vera. Þetta er sitt hvað. En kera- mik er mjög erfitt viðfangs tæknilega. Líklega ein erfið- asta listgreinin, tæknilega séð. Það er gífurlegur lærdómur og ótrúlega mikil reynsla, sem leirkerasmiðurinn þarf að öðl- ast í sambandi við það, sem í ofnunum skeður, til að geta náð þeim árangri sem óskað er eftir, og verið öruggur með hann. Maður þarf að fást við brennslu sjálfur, til að geta komizt í nána snertingu við það, sem er að gerast þarna inni í hitanum. Því að ofninn fullgerir hlutinn, og maður veit aldrei algerlega með vissu, hvað út úr honum kemur. Keramikbrennsla er þannig alltaf dálítið tilviljunarkennd. En þar sem þetta á jú að heita mín sköpunarverk, er ég að sjálfsögðu ekki ánægð nema ég fái út nokkurn veginn það, sem ég ætla mér. En ofninn getur komið manni á óvart, og það getur margt skemmtilegt kom- ið út úr brennslu, þótt það sé kannski ekki nákvæmlega það, sem maður hafði ætlað. Það getur orðið lærdómsríkt, leitt mann inn á nýjar leiðir. — Ofninn á það sem sagt til að vinna sjálfstætt. —1 Já, það kemur fyrir að hann tekur ráðin í sínar hend- ur. En að sjálfsögðu vil ég helzt ráða sjálf. Mér finnst hluturinn ekki vera fullkom- lega mitt verk, nema ég fái það út sem ég ætla mér að gera. En maður verður að læra að spila á þessar tilviljanir, læra yfirleitt hvaða möguleik- ar eru fyrir hendi í brennslu. — Vinnurðu með ákveðna hluti sem fyrirmyndir? — Neinei. Ég vinn ekki þannig. Ég teikna gjarnan upp hluti, annars er það misjafnt. Og þótt ég kannski sé undir áhrifum frá náttúrunnar ríki, þá eru munir mínir ekki eftir- líkingar af náttúrunnar fyrir- bærum. — Þú minntist á að þú hefð- ir lært mikið á því að kenna. — Já. I sambandi við nám- skeiðin hef ég brennt einhver lifandis kynstur, og orðið að leysa tæknileg vandamál, sem ég hefði aldrei ratað inn á annars. Þannig hafa opnazt ýmsir nýir möguleikar fyrir mig sem leirkerasmið. Hefði ég einungis brennt hluti eftir sjálfa mig, hefði það tekið mig miklu lengri tíma að læra þetta. — Hvað kom til að þú valdir þér þessa listgrein? — Ég hafði snemma áhuga á henni. É’g var í almennu myndlistarnámi hér heima, og fyrst eftir að ég kom til Berlín- ar ætlaði ég í höggmyndadeild- ina. En hún var þá full, svo að ég fór í keramikdeildina í stað- inn. Og þegar ég var einu sinni byrjuð í leirnum, losnaði ég ekki frá honum. — Þú notar einkum danskt hráefni. Er íslenzki leirinn mið- ur hæfur í keramik? —- Danski leirinn er afskap- lega eftirsóttur hjá leirkera- smiðum. Leirkerasmiðir hér nota hann mikið. Það eru ýms- ir erfiðleikar í sambandi við að meðhöndla íslenzkan leir, svo sem það að hér er engin verksmiðja, sem vinnur leir- inn í hendurnar á okkur. Það væri allt of mikið fyrirtæki fyrir einn og einn leirkerasmið að grafa upp sinn leir og hreinsa hann. En ég fæ þetta sem sagt tilbúið frá Danmörku. Auðvitað kostar sitt að flytja leirinn inn; fragtin verður dýr- ari en sjálft hráefnið úti. En það yrði enn dýrara fyrir mig að standa i því að vinna ís- lenzkan leir. Hitt er annað mál að sá ís- lenzki er vel nothæfur. En Danmörk hefur það hvað þessu viðvíkur fram yfir ísland hversu miklu eldra land hún er jarðsögulega. Leirinn er oftast betri því eldri sem hann er, eftir því sem hann hefur veðrazt lengur. Brennisteins- innihaldið í íslenzka leirnum dregur verulega úr gildi hans, og sá íslenzki leir, sem ég hef notað, er ekki góður nema í bland við aðrar leirtegundir. — Þú lærðir hjá Þjóðverj- um. Standa þeir framarlega í keramik? — Ekki mundi ég segja það. Norðurlöndin til dæmis og England eru fullt svo framar- lega. Hér er þetta tiltölulega ný listgrein, byrjaði með Guð- mundi frá Miðdal. En áhug- inn á keramik hérlendis er mikill og í örum vexti. Fjöldi fólks hefur áhuga á að stuna þetta í tómstundum, og við það eru námskeiðin hjá mér miðuð. Þau eru ekki stíluð upp á það að ég kenni fagið í botn; það þarf meira en nokkr- ar kvöldstundir til þess. Þau Steinunn og Sverrir láta ekki mikið yfir fyrirhöfninni við að koma upp húsinu og búa það, sem hlýtur þó að hafa verið gífurleg. — Það er ekki fyrirhöfnin, sem við höfum áhyggjur af, segir Sverrir. — Miklu heldur hinu, að við höf- um ekki nægan tíma til að koma í verk öllu því, sem hug- ur okkar stendur til. dþ. EINN, TVEIR, ÞRIR, FJORIR, fimm Framhald af bls. 13. enda þótt það upplýstist síðar, að líftrygging Olivers hefði verið óvenjuhá. Jæja, það var tekið að rannsaka málið. Lík Olivers fannst hálfum mánuði síðar, og engum datt í hug að gruna hina sorgmæddu ekkju um að hafa ýtt manni sínum útbyrðis, þótt það hefði verið hægðarleikur einn. Oakes hló þurrlega og dró annað augað í pung. Eins og þér skiljið, Mc- Field, var fjarvistarsönnun konunnar allt annað en vatns- þétt, en hvernig, má ég spyrja, á að sanna, að konan hafi ýtt við manninum, þar sem engin vitni voru að „slysinu"? Auk þess grunaði enginn Nathalie, heldur kenndu allir í brjósti um hana, einkum vegna þess, að sorg hennar var svo bug- andi, er hún sá lík manns síns. Lögregluforinginn kveikti í vindlinum, sem slokknað hafði í. — Nathalie syrgði ekki mann sinn ýkjalengi, hélt hann áfram. — Hún var orðin efnuð, og nú naut hún lífsins í fullum mæli. Svo kom hún heim með mann númer tvö, Miles Ridgeland, efnaðan lækni, sem lifði hamingjusam- ur með hinni fögru konu sinni í tvö ár, þangað til hann varð fyrir því óláni að falla á stétt- inni í garðinum þeirra, reka höfuðið í stéttina og falla í sundlaugina. Þegar slíkt kem- ur fyrir, gleymir maður að loka munninum. Það gerði hinn meðvitundarlausi Ridge- land einnig, og hann drukkn- aði eins og fyrirrennari hans. Takið eftir. Einnig í þetta sinn sá Nathalie fyrir þvi, að hún var í heimsókn hjá kunningj- um sínum, svo að það hefði verið fjarstæða ein að saka hana á nokkurn hátt um hinn bráða dauða manns hennar, jafnvel þótt Nathalie hefði ekki einungis erft mann sinn, heldur fengið borgaða álitlega líftryggingu. — Furðulegt, tuldraði Mc- Field. — Andartak, sagði Oakes og kinkaði kolli. — Það var ekki fyrr en er þriðja slysið varð, að við fórum að hafa augastað á konunni með góðu fjarvist- arsannanirnar. Nathalie naut lífsins í nokk- ur ár, en þá vildi eitt sinn svo til, að efnaður forstjóri verk- fræðifyrirtækis eins, Burton Cargate, kynntist henni. Finnst yður nokkuð furðulegt, að þessi sami forstjóri hafi þegar í stað fellt hug til þessarar fögru konu, sem um þær mund- ir var næstum potturinn og pannan í samkvæmislífi Lun- dúna? Veslings Cargate. Honum hefur vafalaust verið ljóst, að það var hættuspil að giftast Nathalie, en hann hefur víst ekki skeytt því neinu. Eftir þriggja ára hjónasælu var bifreið ekið á Cargate. Bíl- stjórinn hvarf og hefur aldrei fundizt. Þá var Cargate í kaup- sýsluerindum í Liverpool, og Nathalie var næstum óhugg- andi, þótt auður Cargates — takið eftir — hafi orðið til þess að lina sorg hennar lítillega! — Vaknaði ekki grunur lög- reglunnar? skaut McField inn í. —- Auðvitað, McField, lög- regluna í Liverpool grunaði sannarlega margt, sagði Ookes, og það var þá, sem New Scot- land Yard fór á stúfana. Við 18. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.