Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 7
I FUIabRI AbVÖRU ANJECJULEG. EN V SJAIDGEF Tl- HNNWG Vel mætti minnast þess í tilefni af komu handritanna, hversu sjaldan verður vart þeirrar ánægju- legu tilfinningar, sem fólgin er í samhug allra landsmanna, þjóS- legum metnaði og stolti. Skyndilega rennur upp dagur, sem er frábrugðinn öðrum; bjartur og fagur í fleiri en einum skilningi, innihaldsríkur og minnis- stæður. Á svölum en sól- björtum apríldegi streymdu hofuðstaðabúar niður á bryggju til að horfa á tvær skinnbækur bornar úr dönsku herskipi og yfir á islenzka grund. Ókunnugum gæti auð- veldlega virzt slíkur at- burður einkennilegur í meira lagi, nánast kátbros- legnr. Hvílikt tilstand út af tveimur gömlum skræðum! Enginn íslendingur hugs- aði á þennan lnílt. Allir vissu hvað klukkan sló. Loksins var til lykta leidd áratuga harátta með far- sælum málalokum. Mikill fjöldi mætra manna, bæði Dana og íslendinga sáu ])essa morgunstund rætast ósk sem mikið erfiði hafði kostað. Sagt er, að sjálfstæðis- barátta þjóða taki aldrei enda. Að fengnu sjálfstæði hefjist baráttan fyrir varð- veizlu þess. Og i rauninni má segja, að við fslending- ar höfum ekki lilotið end- anlegt sjálfstæði, bæði stjórnarfarslegt og menn- ingarlegt, fyrr en 21. apríl síðastliðinn. Ónefndur borgari, sem rætt var við á förnum vegi í útvarpinu, lét svo ummælt, að hann hafi fundið lil sömu tilfinn- ingar niður á bryggju á handritadaginn og er hann stóð í rigningunni á Þing- völlum 17. júní 1944. Þessi maður lalaði áreið- anlega fyrir munn margra. En vel mætli minnast við slikt tækifæri, hversu sjald- an verður vart þessarar ánægjulegu tilfinningar, sem fólgin er í samhug allra landsmanna, þjóðleg- um metnaði og stolti. Nú er kosningabarátta enn einu sinni fyrir dyrum. Innan skamms hefur upp raust sína sá laglausi og ærandi kór; dægurþras og rigur, barnalegt rifrildi og klögumál. Og allt útlit er fyrir, að alvarlegt og við- kvæmt mál, sem varðar af- komu allrar þjóðarinnar og ef til vill tilveru hennar i framtiðinni, verði gert að bitbeini i þessum kosning- um. Landhelgismálið hefur einu sinni áður komið eftir- minnilega við sögu þjóð- málanna. Þá báru stjórn- málaflokkarnir gæfu til að slíðra sverðin, snúa bökum saman og berjast sem einn maður. En þegar framhald sama máls er nú í uppsigl- ingu er ekki slíkri sam- stöðu að heilsa. Landhelg- ismálið verður ef að lík- um lætur, rangtúlkað, afbakað og misskilið. Af- leiðingin gæti orðið sú, að almenningur ruglaðist ger- samlega í riminu, og guð má því vita, hver útkoman verður. Þegar kosningahitinn er kominn á það stig, að stjórnmálamenn freistast til að fórna því, sem þjóð- inni er mest virði, án þess að hugleiða, hvaða afleið- ingar það getur haft, — þá er vissulega hætta á ferð- um. Þá vaknar sá illi grun- ur, að við séum ekki menn til að vera sjálfstæðir og sjálfbjarga. Og þá skýtur einnig upp kollinum sú efasemd, hvort við áttum skilið að njóta þeirrar vinsemdar, skiln- ings og góðvildar Dana, scm var forsenda þess, að handritin komust loksins heim. Megi sú efasemd aldrei verða að fullvissu. G.Gr. 18. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.