Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 33
Hljiómplötu gagmryiiit Erla Stefánsdóttir Fyrsta plata ársins 1971 kom frá Tónaútgáfunni fyrir mán- uði síðan, fjögurra laga plata með Erlu Stefánsdóttur, sem ekki hefur heyrzt frá í langa tíð, enda mun hún að mestu leýti hafa lagt sönginn á hill- una og snúið sér þess í stað að húsmóðurstörfum á Akureyri. Þessi plata ber þess ekki merki að Erla sé „hætt“ að syngja, röddin er þjálfuð og hrein. En allur undirleikur á plötunni — að undanskildu einu lagi — er brezkur og í því liggur sennilega stærsti galli plötunnar. Undirleikur- inn er sem sé mjög magnaður og sterkur og er sérlega áber- andi í fyrsta laginu „Mér líður betur" við texta Magnúsar Benediktssonar, að jafnvægi söngs og undirleiks er ekki sem bezt, því röddin er held- ur lítil. Textinn fellur vel að laginu en er annars heldur venjulegur, la la la, ástin mín. Söngurinn er að öðru leyti mjög góður. Annað lagið á A-hlið er „Hver er sælli en fleygur fugl?“, við texta Birgis Marin- óssonar og án þess að dæma mjög hart vil ég leyfa mér að opinbera hér tvær línur úr honum:..........syngdu litla sönginn þinn / sæli, blíði fugl- inn minn . . .“! Þarna nýtur Erla sín mjög vel og röddin fellur sérlega vel að laginu. Kristján frá Djúpalæk hefur gert textann við fyrra lagið á B-hlið, „Draumskógur" heitir það, en á frummálinu var þetta „Dream a little dream of me“, lagið sem Mama Cass gerði svo feykivinsælt, hér í eina tíð. Brezkur undirleikur er þarna í slappasta lagi, sérlega þó áberandi stirður og leiðin- legur gítarleikur í byrjun. Og engin söngkona ætti að reyna að syngja lög sem Cass Elliot hefur sett í toppsæti vinsælda- lista. Textinn er frekar væm- inn. Erla klykkir út með franskri vögguvísu, sem við texta Egils Bjarnasonar heitir „Góða nótt“. Persónulega finnst mér þetta bezta lag plötunnar, og hjálp- ast þar allt að: Góður söngur og mjög góður hljóðfæraleik- ur, en það eru þeir Gunnar Þórðarson og Sigurjón Sig- Framháld á hls. 49. ÆvinlýrS í líð með prestum landsins Fyrir nokkrum árum var það samþykkt á prestastefnu hér að prestar skyldu gefa 1% af tekjum sínum til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, sem síð- ar skyldi nota féð til aðstoðar við bágstadda, hrjáða og snauða. Hefur prestastefnan síðan ávallt farið fram á það við almenning að gera slíkt hið sama og þess hefur verið krafizt af Alþingi að það setji lög um að 1% þjóðarteknanna verði látið renna til þróunar- landanna. Síðast í vor var það komið í frumvarp sem rætt var á þingi, en náði ekki fram að ganga — frekar en ýmis- legt annað. En mergurinn málsins er sá, að hljómsveitin Ævintýri hef- ur tekið upp sama sið og prest- ar landsins, og hafa nú þegar Framhald á bls. 49. I 4 JOAN BAEZ I FAÐMI fjöldskyldunnar: Enn fórum við dálítið flatt á vinnslutíma blaðsins um dag- inn þegar við vorum með greinina um Joan Baez. Sú grein gekk mikið út á að maður hennar væri í tugthúsi, en eitthvað hefur hann bætt hegðan sína, því hann var náð- aður í þeirri sömu viku og er nú kominn heim til Joan og sonarins Gabriels. Þessi mynd var tekin á flug- vellinum í E1 Paso þar sem Da- vid kom fyrst og síðan fóru þau hjónin til San Francisco, þar sem þau héldu blaðamanna- fund. Þar sagðist David ætla að átta sig á tilverunni og snúa sér síðan að baráttunni á ný. Það er baráttan gegn Indó- kínastríðinu og herkvaðning- unni. „Við munum ekki beita ofbeldi," sagði David, „því Framhald á hls. 37.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.