Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 5
Mér finnst hann horfa dálítið einkennilega til mín, það er kannski ímyndun. Hvað á ég að gera, Póstur minn, á ég að hringja í hann, ég veit síma- númerið hjá honum. En það er kannski sleikjulegt. Nú legg ég allt mitt traust á þig, kasri Póst- ur. Ég vonast eftir svari fljót- lega. Fyrirfram þökk fyrir ráðlegging- ar og birtingu. Ein ástfangin. P.S. Hvernig eiga tvíburarnir og hrúturinn saman? Um tvennt gæti verið að ræða. í fyrsta lagi að áhugi hans væri ekki sterkur eða kannski enginn, í öðru lagi að hann sé feiminn. Fyrst þið hafið ekki verið meira saman en þetta, er líklega hæpið fyrir þig að hringja í hann, betra væri að sæta lagi og ná tali af honum þess utan, til dæmis í skólan- um. Það ætti að vera vegur, fyrst þið eruð í sama skóla. Hrút og tvíbura tekst yfirleitt vel til saman. Þeir hafa örvandi áhrif hvor á annan og lif þeirra saman verður oft árangursríkt. Rifið í hár og sparkað Kæri Póstur! Fyrst ætla ég að þakka þér fyr- ir allt gamalt og gott og kem nú að efninu. Ég er ofsaskot- inn í stelpu og veit ekki hvern- ig ég á að krækja mér í hana og hvað táknar það ef stelpur eru alltaf að rífa í hárið á manni og sparka í mann, og góði Póstur, segðu mér hvernig ég á að krækja í hana, og þú verður að afsaka hvað ég skrifa illa og vertu nú blessaður og sæll, Póstur minn. Einn ástfanginn. P.S. Hvað lestu úr skriftinni og hvernig passa vogarmerkið og tvíburamerkið saman. — Bless, bless. Við lestur. bréfsins kom okkur fyrst í hug vísa eftir kunna skáldkonu norðlenzka, sem byrjar svona: Hanga þeir í hár- um manns / hamast þeir og jaga. Hér er að vísu átt við hátt- erni karlmanna í skiptum við hitt kynið, en kannski fylgir það vaxandi jafnrétti að konur séu einnig farnar að taka þetta upp, eða til þess gæti bréf þitt bent. En í alvöru talað, þetta atferli stelpnanna er nauðaal- gengt hjá unglingum af báðum kynjum, og stafar sjálfsagt oft- ast af feimni og óvissu um eig- in tilfinningar. Þessir krakkar hafa enn ekki áttað sig á því, sem í þeim grasserar, eða þá að þau eru of feimin til að túlka tilfinningar sínar á skikk- anlegri máta, og þá fær þetta stundum útrás í svona vand- ræðalegum kjánaskap. Ef stelpan sem þú svermar fyrir hegðar sér þannig, gæti það táknað að hún væri eitthvað .smáskotin í þér, en einhvern veginn leggst það í okkur að svo sé ekki, heldur farirðu eitt- hvað sérstaklega í taugarnar á henni, að hún fyrirlíti þig og hafi einhverja meinfýsna ánægju af að hrjá þig. Til að fá breyt- ingu á því ástandi væri ekki úr vegi fyrir þig að gefa henni til kynna á ákveðinn hátt, að þú afbiðjir þér svona háttarlag. Það gæti leitt til þess að hún færi að sjá þig í nýju Ijósi. Vog og tvíburi fara yfirleitt ágætlega saman. Skriftin er heldur bágborin og fráleitt að reyna að lesa nokkuð úr henni. Svar til B.G. Tviburi og fiskur eru yfirleitt vin- samlegir hvor öðrum, þótt þeir eigi erfitt með að komast að gagnkvæmum skilningi. — Vel getur verið til í þessu sem þú segir um Smart-seríuna, en því verður varla neitað að Smart spæj- ari er skemmtilegri en flestir nót- ar af því tagi; þarna vottar til dæmis hvergi á þessari klúru og hvimleiðu hetjudýrkun, a la Bond. AidIísíid irí Nýíi BólslirDirOini Bello dagstofusófasettið 1971 fæst í verzluninni að Laugarvegi 134 ■ Fáanlegt meS 2ja, 3ja og 4ra sæta sófum, lágbak- stólurn og hábakstólum, meS stálfótum og tréfótum. - ATHS.: Öll húsgögn okkar eru unnin af fagmönnum. Úrval áklæða. GREIÐSLU- SKILMÁLAR NVJA BOLSTUIGERDIN IAUGARVEG 1M SIM116541 18. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.