Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 20
CIMIIERS STADARIPARIS El EIKHHER SEM SHM VOtO 4 Hér lýkur viStalinu langa við þann makalausa John Lennon. í þessum hluta segir hann meSal annars nákvæmlega frá því, hvernig hann kynntist Yoko. — Hvernig myndir þú meta hœfileika Georges? — Ég vil ekki meta hann. George hefur ekki enn gert sitt bezta. Hæfileikar hans hafa ver- ið að þróast í gegnum árin, hann vann með tveimur stórkostleg- um lagasmiðum og hann lærði mikið af okkur. Ég hefði gjarn- an viljað vera George, ósýni- legi maðurinn, og hafa lært allt það sem hann lærði. Kannski var það erfitt fyrir hann á köfl- um, því við Paul erum svo miklir ego-istar, en það er nú bara gangur lífsins. Ég hef áhuga á hugmyndum og heimspeki. Ég hef engan áhuga á betrekki, sem músík er yfirleitt. — Hvenœr skildist þér, að það sem þið voruð að gera gjörbreytti öllu... — Fólk eins og ég veit af snilligáfu sinni þegar það er 8 eða 9 eða 10 ára. Ég hugsaði alltaf: „Hvers vegna hefur eng- inn uppgötvað mig?“ Ég skildi ekki hvers vegna þeim í skól- anum skildist ekki að ég var klárari en allir hinir. Kennar- arnir voru vitlausir líka. Allt og sumt sem þeir höfðu voru upp- lýsingar sem ég þarfnaðist ekki á nokkurn hátt. Mér fannst ógeðslegt að vera í menntaskóla. Þá sagði ég við frænku mína: „Þú hendir ljóð- unum mínum en þú átt eftir að sjá eftir því — þegar ég er orð- inn frægur!“ En hún henti því samt, helvítis draslinu. Ég fyrirgaf henni aldrei fyrir að koma ekki fram við mig eins og ég væri snillingur, þegar ég var krakki. Það var mjög augljóst í mín- um augum. Hvers vegna var ég ekki settur á listaskóla? Hvers vegna fékk ég ekki nauðsyn- lega þjálfun? Hvers vegna þröngvuðu þeir mér til að vera skítugur cowboy eins og hinir? Ég var öðruvísi, ég var alltaf öðruvísi. Hvers vegna tók eng- inn eftir mér? Nokkrir kennaranna tóku eftir mér, og hvöttu mig til að verða eitthvað, til að teikna eða mála — tjá mig. En yfirleitt var verið að reyna að gera mig að einhverjum tannlækni eða kennara eða eitthvað álíka asnalegt. Og svo komu aðdá- endurnir, fíflin, og reyndu að gera mig að Bítil en ekki manni eða þá Engilbert Flumperdink. Og gagnrýnendurnir reyndu að gera mig að Paul McCartney. — Hvað heldur þú að sé að- alástœðan fyrir því að fólk er á móti Yoko og skilur hana ekki? —■ Yoko gekk vel áður en hún hitti Elvis. Howard Smith auglýsti að hann ætlaði að spila músíkina hennar í útvarpi og þá rigndi yfir hann símahring- ingum frá brjáluðu fólki sem sagði: „Þú skalt ekki dirfast að gera það, hún eyðilagði Bítl- ana.“ Hún leysti ekki upp Bítl- ana og jafnvel þó hún hafi gert það, hvað kemur það málinu við eða plötunni hennar. Hún er kona og hún er japönsk; þetta er kynþáttahatur og þetta er kvennahatur. Það er allt og sumt. Það sem hún gerir er ofsalegt, far out. Platan hennar er jafn góð og „Sgt. Pepper“. Klárasta fólkið gerir sér grein fyrir því. Það er til fólk sem skilur hana, einhversstaðar í París er ein- hver sem skilur hana, í Moskvu er einhver sem skilur hana og einhversstaðar í Kína er ein- hver sem skilur hana. En al- mennt er hún ekki viðurkennd af því að hún er of æðisleg, she’s too far out. Það er erfitt að lifa með því. Sársauki hennar er slíkur að hún tjáir sig á þann hátt sem særir mann — maður þolir það ekki. Þess vegna þoldi fólk ekki Van Gogh, það var of raunverulegt, það særir mann, þess vegna reyna þeir að drepa mann. — Hvernig kynntist þú Yoko? — Ég er viss um að ég hef sagt þér þetta margoft. Hvern- ig kynntist ég Yoko? Það var einskonar neðanjarðarklíka í London; John Dunbar, sem var giftur Marianne Faithful átti listagallerí í London, sem hét Indfca, og ég kom þangað stundum þegar við vorum ekk- ert í stúdíóunum. Ég fór þang- að einu sinni til að sjá sýningu hjá Takis. Ég veit ekki hvort þú hefur heyrt um hann, en hann er gæi sem gerir raf- magnaða hluti úr allskonar seg- uljárnum og drasli, svona skúlptúrar eða svoleiðis og það eru nokkur svona gallerí í Lon- don, sem sýna verk eftir ó- þekkta listamenn eða þá „und- erground“ listamennina. Svo frétti ég að þessi furðulega kona ætlaði að vera með sýn- ingu í næstu viku og að það ætti að vera eitthvað með fólk í pokum, í svörtum pokum, og að það ætti að verða einskonar uppákoma, happening, og allt það. Ég fór þangað kvöldið áð- ur en sýningin byrjaði og fór inn. Hún vissi ekkert hver ég var eða neitt og ég var að rápa þarna um. Allt í kring voru listamannstýpur, skólakrakkar og ég horfði á og var furðulost- inn. Það var epli þarna til sölu og það kostaði 200 pund (42 þús. ísl.). Mér fannst það stór- kostlegt — ég náði húmornum í verkum hennar strax. Ég vissi ekki mikið um framúrstefnu- list og þurfti þess ekki með, en húmorinn greip mig strax. Þarna fékkst epli fyrir 200 pund. En það var raunar annað atriði sem fékk mig til að ákveða mig um hvort ég væri með eða á móti henni. Það var stigi sem lá upp að málverki sem hafði verið fest á loftið. Það leit út eins og tómur strigi, en við málverkið var keðja sem í hékk stækkunargler. Svo ég klifraði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.