Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 34

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 34
Á MEÐAN BÍLSTJÓRARNIR... Framhald af bls. 14. — Bíddu, hvíslaði Bill og opnaði dyrnar. Hann gekk gegnum borðstofuna og fram í stofuna. — Jimmy? sagði hann. Fleira heyrði ég ekki í bráð, en ég var ekki ein í svefnher- berginu. Eina hræðilega sekúndu gat ég ekki hreyft legg eða lið. Svo æpti ég: — Bill! og reif upp hurðina og sneri mér við. Su- gar stóð við hliðina á náttborð- inu. Hún var berhöfðuð og hafði kápu hangandi lauslega yfir axlirnar, eins og hún hefði kastað henni yfir sig í flýti. Bill kom þjótandi og snarstanzaði á þröskuldinum. —- Sugar! Hvað ertu að gera hérna? Hann kveikti ljósið, og ég sá Jimmy standa við hlið hans. Sugar var föl eins og lík. — Hún vildi tala við mig! æpti hún. — Edith Sales! Eg kom og fann hana svona. . . . Svo heyrði ég að einhver kom inn í íbúðina. Ég varð hrædd og faldi mig hérna. Ég vissi auð- vitað ekki að það væru þið. — Hvernig komstu inn? — É'g . . . ég gekk bara beint inn. Útidyrnar voru opnar. Einhver hefur skilið þær eftir opnar. Ég sá ekki það rauða, sem iá á gólfinu hjá Sugar. fyrr en Bill beygði sig og tók það upp. Það var herrahálsklútur úr silki. —- Hann lá á gólfinu við hliðina á henni, stamaði Sugar. Bill hélt klútnum upp á móti Ijósinu og skoðaði hann vand- lega. — Þú átt hann, sagði hann við Jimmy. — Ómögulegt! sagði Jimmy snöggt og hrifsaði klútinn af Bill. — Ég þekki hann, sagði Bill. — Og hann er með upp- hafsstöfunum þínum, J. R. —- En ég . . . ég týndi hon- um, en veit ekki hvar. Sg man ekki. . Jimmy sleppti þess- um banvæna klút, hné niður á stól og huldi andlitið í hönd- um sér. — Jimmy, sagði Bill og lagði hönd á öxl honum. — Hvað þýðir þetta? Hvað mikið veiztu, Jimmy? En Jimmy svaraði ekki. Hann sat hreyfingarlaus og tók hendurnar ekki frá andlit- inu. — Ég verð að hringja til lögreglunnar, sagði Bill hvasst. En skyndilega breyttist hann; röddin varð róleg og vingjarn- leg er hann ávarpaði þennan frænda sinn og góðan vin. — Hvers vegna komstu hingað, Jimmy? Um hvað ætlaðir þú að tala við frú Sales? Viltu segja mér það áður en lögregl- an kemur? Jimmy svaraði ekki. Silki- klúturinn lá í hrúgu við fætur hans. — Varstu hjá Sugar í nótt? spurði Bill. —- Nei, umlaði Jimmy. — Ég var hérna. Frú Sales vildi tala við mig. — Til hvers? Til að segja þér hver hefði myrt John? Jimmy kinkaði lítillega kolli. Svo rétti hann úr sér og starði tómlega á okkur. — Það var allt mér að kenna! hrópaði hann og tók aftur höndum fyrir andlit. • — Hver voru þín mistök? spurði Bill ákveðinn. — Allir þessir peningar, umlaði Jimmy. — É'g gat ekki borgað. — Hvaða peningar? — Næstum hundrað þúsund dollarar. Hún taldi mig á að taka við þeim. Svo átti ég að fjárfesta þá fyrir hana, og ég gat ekki borgað henni þá aft- ur nema John dæi. — Hver. . . . — Sugar, sagði Jimmy hljómlaust. — Það var þegar við vorum trúlofuð. Hún sagði að ég skyldi fjárfesta hluta af arfinum fyrir hana. En hún brúkaði firn af peningum. Hún erfði ekki eins mikið eftir afa sinn og allir héldu, og kunni auk þess ekki að fara með peninga. Þegar hún varð blönk, vildi hún fá aftur peningana sem ég hafði fengið, en ég gat ekki borgað. Þá tók hún John fyrir. Það gekk ágætlega fram- an af, en allt í einu missti John áhugann á henni og sagði umbúðalaust að hann ætlaði ekki að kvænast henni. Það varð dauðaþögn í her- berginu. Ég leit snöggt á Su- gar. Hún beit sig í vörina, líkt og til að forðast að æpa. — Hvernig veiztu þetta? spurði Bill loks. Jimmy leit upp. — Af því að John sagði frú Sales það. Ég hef það frá henni. — Það er ekki satt! hvæsti Sugar og þreif í gluggatjöldin, sem hún stóð hjá. — Jú, sagði Jimmy. — Það var þess vegna að hann arf- leiddi þig að peningunum. Svo að þú fengir lítilræði fyrir þinn snúð. Af hliðstæðri ástæðu arf- leiddi hann frú Sales að Ce- zanne-málverkinu. Þannig gerði John upp reikningana við fólk. Augu Sugar skutu elding- um. — Það er rétt að ég varð að fá peningana aftur. Jimmy hafði ekki fjárfest eyri! Hann hafði eytt þeim öllum í sjálf- an sig og lofað að borga þegar John dæi. Það sagði hann mér að minnsta kosti. En mér datt aldrei í hug að hann myndi myrða. . . . — Ég myrti ekki John! æpti Jimmy í örvæntingu. — Ég myrti hann ekki! Þú verður að trúa mér, Bill! Bill sneri sér við án þess að segja orð og gekk fram í borð- stofuna. Við heyrðum að hann tók upp símtólið og valdi núm- er. Ekkert okkar sagði orð, á meðan hann talaði við lög- regluna. — Já, heyrðum við hann segja, — ég skal sjá til þess að þau fari ekkert. Svo kom hann til okkar aft- ur, og ég varð næstum hrædd er ég sá framan í hann. And- litið náfölt og næstum afmynd- að. Það var dauðaþögn. Ég held að við höfum öll haft hugann við líkið á borðstofugólfinu. Það glitraði á glös og krukkur á snyrtiborðinu, og ennþá einu sinni kom mér ilmefnalyktin í hug. Að þessu sinni vissi ég hvernig í henni lá, en áður en ég fékk tíma til að segja nokk- uð um það, sagði Bill: — Jim- my, hringdi frú Sales til Su; gar og ógnaði henni? — Já! Frú Sales hataði hana. Hún var afbrýðisöm. Eg vissi ekki hvað gera skyldi. — Vissi hún að þú skuldað- ir Sugar peninga? Jimmy roðnaði og leit niður. — Já, ég nefndi það við hana af því að ég vonaði, að hún bæði John fyrir mig. En hún vildi það ekki. Hún sagði að það væri tilgangslaust að biðja John um peninga. — Veizt þú hvort hún sagði John það? — Það getur hún ekki ha.fa gert. John hefði tryllzt. — En það lá ljóst fyrir að ef John dæi, gætir þú borgað Su- gar. — Það var auðvitað þess vegna að Jimmy skaut hann! æpti Sugar. -— Og þess vegna kyrkti hann frú Sales. Hún hafði getið sér til um sam- hengið og hefði sagt lögregl- unni allt. Bill sneri sér að mér. — Pat, geturðu munað hvað þú sagðir við Sugar, þegar hún hringdi í þig og bað þig að koma og klippa hundinn sinn? Sagðirðu hvenær þú gerðir ráð fyrir að koma til borgarinnar? — Nei. Nei, ég hafði ekki hugmynd um hvenær ég ætti heimangengt. Lady var að því komin að gjóta og.. . . — Sagðir þú henni að Lady væri komin að goti? — Já, það hafði ég gert. Ég hafði sagt að ég ætti annríkt, því að Lady gæti byrjað að gjóta hvenær sem væri. Ég mundi að ég hafði sagt það, og ég sá að Sugar mundi það nú. Augnaráð hennar var orð- ið flóttalegt. Bill kinkaði kolli. — Hún vissi sem sagt að þú gætir ekki komið til borgarinnar þegar í stað? — Jimmy myrti hann! hróp- aði Sugar skerandi röddu. — Hann tók skammbyssu Pat og — Þetta þýðir ekkert fyrir þig, Sugar, sagði Bill þréytu- lega. — Wilkinson veit allt saman. Þegar þú gafst í skyn að Pat hefði reynt að fremja sjálfsmorð, fór hann að fá áhuga á þér. Hann gekk úr skugga um að þú hafðir enga flugfarmiða keypt og að þú ætlaðir ekkert að ferðast. Þú varst sokkin í skuldir. Þú reyndir við John, en hann vildi ekki kvænast þér. Þú seldir skartgripina þína. Þú varst í sárri þörf fyrir peninga. Jimmy gat beðið, en ekki þú. Og þú gazt fengið peningana þína aftur með einu móti að- eins. Wilkinson var aðeins að leita að ástæðunni, en þegar hann hafði fundið hana.... — Þú lýgur! stundi Sugar. — Hann fann skotfæraöskj- una. — Það er ekki satt! Eg henti henni.... Hún snar- þagnaði. — Þú kastaðir öskjunni út um bílgluggann á leiðinni heiman frá Pat, en fyrst tókstu úr öskjunni skotin, sem þú þurftir á að halda. Askjan fannst í dag síðdegis og er nú hjá lögreglunni. Þeir hafa sent hana til rannsóknastof- unnar til að athuga fingraför- in. Hún starði hatursfullum aug- um á Bill. Svo breytti hún al- veg um svip. Fallega andlitið mýktist, augun urðu stór og biðjandi. — Þú verður að hjálpa mér, Jimmy. Þið verðið öll að hjálpa mér. Þið eruð beztu vinir mínir. Þið farið ekki að framselja mig lögregl- unni, þið hafið ekki hjarta til þess. Ég veit að það var vit- laust af mér, en ég. . . . 34 VIKAN 18.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.