Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 48

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 48
einu sinni aftur rík, ástin mín! Oakes slökkti á segulband- inu. — Viljið þið heyra meira? spurði hann notalega. — Eða viljið þið bíða, þangað til við leikum allan konsertinn í rétt- arsalnum? Kimball og Nathalie voru niðurbrotin. Þau svöruðu ekki. En þau hlustuðu ásamt lög- reglumönnunum á staðnum á Oakes, er hann sagði: — Meðal annarra orða, Kim- ball, . . . eigum við ekki að taka upp rétt nafn? Oliver Ferris? Ég ákæri yður fyrir morðin á Miles Ridgeland, Burton Cargate og Terence Howard, og allt það. sem þér segið, verður notað í vitna- leiðslunni! Þetta er allt opin- bert! En mig langar til þess að segja við yður, alveg óopinber- lega, Ferris: Þetta var snjöll hugmynd, er þér „drukknuð- uð“ í vatninu þárna í Skot- landi, enda þótt konan yðar hafi átt hugmyndina. Mér þætti gaman að vita, hvaða flakkari það var, sem fannst loksins í fötunum af yður. Nathalie hélt því statt og stöð- ugt fram, að líkið væri af yð- ur. Þetta var snjöll hugmynd, Ferris. Þið Nathalie lifðuð á henni í mörg ár. Hann leit hvasst á þau og lauk máli sínu: — Það mun einnig koma í Ijós, að hugmyndin kemur ykkur í gröfina! ☆ GULLNl PARDUSINN Framháld af hls. 19. hún sig eins harða og henni var unnt. — Þetta er ekkert nýtt fyr- ir mér, Kit. Frændi minn hef- ur sagt mér allt um áform sín um framtíð mína og ég hef ekkert við það að athuga! Báðir mennirnir störðu undrandi á hana. Ingram þagði, en Kit sagði með undr- un í röddinni: — Ekkert við það að at- huga? Þá hefur hann annað- hvort ekki verið alveg hrein- skilinn eða þá að þú hefur ekki skilið hann til fulls. — É'g er ekki barn lengur, Kit! Á einhvern hátt gat hún haldið ró sinni og talaði í létt- um, jafnvel glettnislegum róm. — Ég veit upp á hár hvaða hlutverk mér er ætlað, það hentar mér ágætlega og ég reyni að gera því góð skil. Hún leit beint í augu hans og rak svo upp hláturgusu. — í guð- anna bænum láttu mig ekki sjá þennan vandlætingarsvip, það er ekkert skammarlegt við það að vera ástmær konungs- ins! Hann þagði og virti hana lengi fyrir sér, þar sem hún stóð og hallaði sér upp að borðstokknum; ljóst hárið flaksaði fyrir vindinum og í baksýn var himinninn og glitrandi hafið. Augu hans voru full af vonbrigðum og bitrum sársauka. — Jarlinn hefur þá fundið námfúsan nemanda, sagði hann að lokum. — Og ég sem hélt að ég þekkti þig betur en nokkra aðra manneskju, Da- maris. Ég hefði lagt líf mitt að veði fyrir sakleysi þínu og réttlætiskennd. Drottinn minn dýri, hvílíkur asni ég hef ver- ið! Það var miklu fremur hljóm- urinn í rödd hans en orðin sem nísti hjarta hennar, en með sársaukanum kom reiðin. Var þá svona létt að sannfæra hann? Gat hann trúað að hún væri svona í raun og veru? Án þess að hafa hugmynd um ör- væntinguna sem bjó á bak við þessi bituryrði, reyndi hún í barnalegri þrjózku að láta hann halda þessu áliti sínu. — Hvaða rétt hefur þú til að dæma mig? spurði hún. — Eina lífinu sem ég þekkti, lauk daginn sem frændi minn kom til Fallowmead, en nú hef ég möguleika á að kynnast nýju lífi, í heimi, sem þú þekkir ekki. Ég er metnaðargjörn og mér er sama hvaða ráðum ég beiti til að ná settu marki. Kit gretti sig. — Þá er þessi tilvonandi eiginmaður þinn þér samboðinn, sagði hann með fyrirlitningu, — þið er- uð bæði samtaka um að selja heiður ykkar fyrir veraldar- gæði. Fletcher ætlaði að öskra, en aftur greip Damaris í arm hans. Engar barsmíðar, herrar mínir, sagði hún mynduglega. — Kit, ef það er eina takmark þitt að móðga okkur, þá er betra að þú segir ekki meira. Ingram klappaði á hönd hennar og lýsti því hátíðlega yfir að hann skyldi ekki taka þessar móðganir illa upp. Da- maris kippti strax að sér hendinni og sneri við þeim baki. Hve lengi gat hún þolað þessa martröð? hugsaði hún. Hve miklar sálarkvalir gat hún borið? — Damaris! Rödd Kits var nú breytt. — Ég trúi ekki að þú talir þannig af frjálsum vilja. Ertu hrædd við frænda þinn? Hefur hann hótað þér einhverju illu? Hún svaraði ekki og hann greip um axlir hennar og sneri henni að sér. ■— Heyrðu, vina mín, þú hefur hingað til borið fullt traust til mín! Viltu ekki segja mér hvað það er sem angrar þig? — Það er ekkert! Hún stóð á öndinni. Hún þurfti mikið viljaþrek til að standa á móti, þegar hann snerti hana og hún þráði að finna arma hans um- lykja sig, finna öryggið sem í þeim bjó. Hún tók á öllu því þreki sem ennþá bjó í henni til að brosa. — Ég er ekki hrædd við frænda minn, sagði hún, — og ekkert sem þú hefur sagt hér, getur fengið mig á aðra skoð- un. Þú ættir ekki að reyna það lengur, Kit! Hefurðu ekki hugsað út í það að það gæti orðið gott fyrir þig að eiga systur við hirðina? Því þótt ekki séu blóðbönd á milli okkar, þá mun ég alltaf líta á þig sem bróður minn, það veiztu. Hann greip svo fast um axlir hennar að hún saup hveljur og hann sagði reiðilega: — Ef þú værir systir mín í raun og veru, þá myndir þú aldrei fara til hirðarinnar og það veiztu! — Ef ég væri systir þín, hefði ég enga möguleika á því að tengjast hirðinni, svaraði hún, — en ég vil ekki jagast við þig, Kit, ég skulda þér of mikið til þess. En ég skal borga skuldir mínar, það máttu vera viss um! Þegar ég hef örugg- lega náð hylli konungsins, get ég gert allt mögulegt fyrir þig. Hvað ætti það að vera? Titill? Landstjóraembættið á Jama- ica? Hann sleppti henni og við- bjóðurinn skein úr augum hans Svo snerist hann á hæl og strunsaði burt frá þeim. Da- maris rétti fram hendurnar og hún fálmaði í blindni eftir stuðningi, því að þilfarið rugg- aði undir fótum hennar og sól- skinið hvarf í skuggalegri þoku. — Ertu veik? spurði In- gram, dauðskelkaður. — Leyfðu mér að fylgja þér til klefa þíns! Hún var kyrr í klefa sínum það sem eftir var dagsins, lét Rebeccu annast sig og reyndi að gleyma svipnum á andliti Kits, þegar hann gekk í burtu. En um daginn varð sambandið milli mannanna þriggja erfið- ara, því að Martin og Ingram voru lítt hrifnir af samverunni og Kit var ekki í skapi til að ræða við þá. „Good Hope“ sneri aftur til Port Royal þrem dögum eftir brottförina þaðan. Höfnin var þá full af skipum og bæjarbú- ar sem drukknir af sigurvímu. Hinn frægi víkingur Henry Morgan var nýkominn með skip sín úr einni frægðarför- inni til Maracaibo, með sigur- krans um ennið og skipin fuil af herfangi. „Good Hope“ rann inn í höfnina, án þess að vekja mikla athygli, en einn var það þó sem hafði auga með því og skipið hafði ekki varpað akk- erum fyrr en báti var lagt að síðu þess og í honum var Alex Blair læknir. Þegar hann kom upp á þilfarið og sá Kit, þá var greinilegt að honum létti stórlega. - Lofaður sé Guð! hrópaði hann upp yfir sig og þrýsti hönd Kits. — Ég vissi að það var eitthvað bogið við það að ég var lokkaður út undir því yfirskini að vitja dauðvona sjúklings, sem svo reyndist ekki viðlátinn, og þegar ég heyrði að „Albatross" hafði látið úr höfn, þá vissi ég að Renard hafði fundið upp á einhverjum skepnuskapnum. — Það er rétt! sagði Kit skuggalega. — Hann og Chels- ham jarl í sætri sameiningu. Ég skal segja þér alla söguna, Alex, en hún er ekki þessleg að það sé rétt að hún fréttist um bæinn. — Því trúi ég! Blair leit að káetudyrunum, þar sem Dama- ris stóð með frænda sínum og Ingram Fletcher. — Svo þú hefur haft hana heim með þér, Kit? Það var rétt, sérstaklega þegar ég sé að hinn slóttugi jarl er ekki sjáanlegur. Er það kannske þannig að þú hafir kastað hræi hans fyrir borð? Illu heilli er það ekki svo gott, sagði Kit og sneri sér að John Ransome, sem hann gaf einhver fyrirmæli. Blair leit á Kit og Damaris, en sagði ekki neitt. Hvað sem hafði skeð síðan þau yfirgáfu Port Roy- al, þá var greinilegt að ekki var allt með felldu á milli þeirra. Sannleikurinn um ferð „Good Hope“ kom ekki í ljós fyrr en nokkru síðar i húsi landstjór- ans, en þar voru aðeins við- staddir Modyford sjálfur, Alex Blair og Sir Jocelyn Wade, sem var í heimsókn hjá land- 48 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.