Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 49
Persía liff. Suðurlandsbraut 6. Rýja - teppi og Rýja - mottur prýða heimilið og lifga upp. Hlífa teppum sem lögð eru yfir allt gólfið. - sfml 85822 stjóranum. Það vissu auðvitað allir að Lucifer skipstjóri hafSi horfið, því að Blair og menn Kits höfðu sett allt á annan endann til að leita að honum, en eftir beiðni Kits, var ákveð- ið að halda hlutdéild jarlsins í ferðinni leyndri. Kit sagði hörkulega að það væri einka- mál, sem hann ætlaði sjálfur að jafna, og það fór ekki milli mála hvað hann átti við. Chelsham átti að fá að standa fyrir máli sínu, þegar eða ef hann léti sjá sig í Port Royal. Fyrst í stað átti að leggja alla sökina á Renard. Enginn sem þekkti hann og vissi hve innilega hann hataði Kit, myndi efast um að hann hefði gert þetta til að hefna sín á Kit fyrir svipuhöggin forðum. Það var erfiðara að skýra fjarveru jarlsins. En landstjórinn lét þau orð falla, sem gerðu það að verkum að almenningur hélt að jarlinn væri einfald- lega fangi Renards og sjóræn- ingja hans. Kit og Alex fóru strax til Fallowmead, en Martin, In- gram og Damaris voru um kyrrt sem gestir landstjórans. „Good Hope“ átti að leggja af stað til Englands eftir nokkra daga og þau ætluðu með skip- inu .Ef einhver hefði gagn- rýnt Martin fyrir að fara frá Jamaica, meðan örlög bróður hans voru í þessari óvissu, þá vissi hann það ekki og kærði sig alls ekki um að vita það. Vegna fjölskyldunafnsins hafði hann fengið Kit til að lofa því að sannleikurinn um dauða Johns Tremayne yrði trúnað- armál milli þeirra. Það yrði líka bezt að láta Ralph sjálfan krafsa sig út úr þeim vand- ræðum, sem illvirki hans hafa komið honum í. Damaris var um kyrrt í húsi landstjórans og hún fékkst ekki til að fara út, nema rétt út í garðinn. Blair læknir, sem ekki hafði látið Kit í friði fyrr en hann hafði sagt honum ástæðuna fyrir þessu kalda stríði sem var á milli þeirra, kom til hennar til að ræða það við hana. En hún hélt sér þrjózkulega við það sem hún hafði látið í ljós um borð í „Good Hope“, og Alex fór frá henni án þess að fá nokkurn botn í þau mál. Regina Charn- wood og Sir Jocelyn fóru líka til hennar og ætluðu að fá hana ofan af því að fara strax til Englands, að minnsta kosti til að bíða eftir þeim, en ár- angurslaust. Hún vildi komast af stað sem fyrst. Hún viður- kenndi þó að það væri skemmtilegra að hafa þau fyr- ir ferðafélaga á hinni löngu sjóferð, en hún neitaði alger- lega að fresta ferðinni. Framhald í næsta blaði. ÆVINTÝRI... Framhald af bls. 31. gefið fyrir tvö sl. ár. Sögðust þeir hafa gert þetta eftir að þeir hefðu farið að gera sér grein fyrir þörfinni og þar að auki væri þetta ekki svo mik- ill peningur, að engan munaði um það. Valdimar Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnun- arinnar sagði þetta hafa kom- ið sér mjög á óvart og að hann vonaði að fleiri slík dæmi fylgdu á eftir. Og við viljum hvetja til hins sama. Miðað við að maður hafi 200.000 króna árstekjur, þá eru það 2000 krónur á ári sem maður gæfi til hungraðra í Pakistan, Nigeríu og víðar. Það fer víst annað eins í lakkrís. ☆ 18. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.