Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 12

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 12
EINN.TVEIR, ÞRÍR, EJÓ SMÁSAGA EFTIR LESILE CLYDE Allir hrifust af fegurð hennar. Karlmenn féllu unnvörpum fyrir henni. En nú var hún leidd fyrir rétt sökuð um að hafa svipt eig-inmenn sína lífi hvern á fætur öðrum . . . Stefnuvottarnir ráku upp stór augu, þegar frú Nathalie Howard gekk upp í vitnastúk- una. Karlmennirnir i kvið- dómnum gláptu á konuna, en kvenmennirnir létu sér fátt um finnast og létu fyrirlitningu sína óspart í ljós. Frú Howard var svartklædd, en sorgarklæbin sýndu bara enn betur fagrar útlínur lík- ama hennar, og þótt sorgar- glampa brygði fyrir í augum hennar, var öllum í réttarsaln- um ljóst, að allar gerðir og hreyfingar hinnar ungu ekkju voru fyrirfram ákveðnar og lærðar utan bókar. — É’g get, svaraði hún lög- fræðingnum, — því miður svo lítið sagt um þetta . . . um þetta hræðilega atvik, og. . . . Nú brá frú Howard litlum vasaklút að augum sér og bætti við í lágum hljóðum: — Ég fór í heimsókn eina helgina til vinafólks í Accring- ton, þegar veslings Terence, þegar þetta gerðist. . .. Ákærandinn kinkaði kolli skilningsríkur og ræskti sig. — Ég held, sagði hann, að við getum hlíft yður við spurn- ingum varðandi þessa ferð, frú Howard. Herra og frú Donald Henderson hafa þegar skýrt frá þessu. En mig langaði til þess að spyrja yður: Átti mað- ur yðar nokkra óvini? Getið þér ímyndað yður nokkra ástæðu til þessa? Hún hristi höfuðið og þerr- aði augun. — Ekki minnstu, sagði hún. Ég skil þetta alls ekki . . . ves- lings Terence. Eg held, að hann hafi aðeins átt vini, og ... — Maður yðar minntist al- 12 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.