Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 18
Kit leit á Martin Farran- court, sem ennþá sat álútur með hönd fyrir áugum. Það hafði verið honum mikil raun að komast að innráeti bróður sins og það mátti greinilega lesa meðaumkun í augum Kits, þvi að honum líkaði jafn vel við Martin, eins og hann hat- aði bróður hans. — Nú er það eitt sem mig langar til að spyrja yður að, þar sem við erum einir, sagði hann. — Hafið þér ástæðu til að halda að hin miklu áhrif, sem bróðir yðar hefur haft við hirðina, séu eitthvað að réna? Martin leit upp. Á teknu andliti hans var undrunarsvip- ur. — Hvernig í ósköpunum dettur yður það í- hug? spurði hann. — Ralph minntist á það við mig daginn sem hann kom til Jamaica, en ég hef ekki sagt það neinum og ég get ekki ímyndað mér ’ að hann hafi sjálfur látið í það skína. — Þetta er þá satt? Martin kinkaði kolli. — Já, hann hefur eignazt óvin þar sem lafði Castlemaine er og hún hefur rægt hann við kon- unginn. Ralph sagði sjálfur að hann hefði ekkert vopn gegn vonzku hennar. — Hann er þá búinn að áfla sér þess nú! Það var biturleiki í orðum Kits. — Guð hjálpi mér! Þessar upplýsingar nægja til þess að fullvissa mig um að grunur minn sé á rökum reist- ur. Hann sá að Martin var í vandræðum, svo hann bætti við stuttri skýringu. — Dama- ris! Hann ætlar að skáka henni fram sem keppinaut lafði Cas- telmaine. — Damaris? endurtók Mar- tin efablandinn. — Nei, yður skjátlast! Það er útilokað! Það getur ekki verið! Hann hefur sjálfur undirbúið... . Hann lauk ekki við setninguna og fól aftur andlitið í höndum sér og rödd hans varð hljómlaus. — Barn hans eigin systur! Heilaga jómfrú! Eru þá engin takmörk fyrir mannvonzku hans? — Hvað hefur hann undir- búið? spurði Kit snögglega. — Hann hefur trúlofað hana Ingram Fletcher! Martin horfði í gaupnir sér, svo hann sá ekki svipinn á Kit. — Þeg- ar ég sagði að mér fyndist það ekki samboðið henni, þá hló hann og sagði að Fletcher væri kjörinn til stórræða. — Til sömu stórræða og Castelmaine jarl, sagði Kit með fyrirlitningu. — Laun fyrir að vera viðráðanlegur! Guð hjálpi mér! Hefur þessi maður hvorki stolt eða mann- legar tilfinningar? Hann leit á lotið höfuð Martins. — Hvern- ig gat jarlinn þvingað Dama- ris til að samþykkja þetta? — Hann þurfti ekki að þröngva henni til þess, svar- aði Farrancourt þreytulega. — Hún sagði sjálf að hún væri þessu samþykk. Það var áhyggjusvipur í augnaráði hans, þegar hann leit Upp. — Ralph á ákaflega hægt með að sannfæra fólk, þegar hann leggur sig fram. 'Ég er hræddur um að hann hafi kómið ýmsum grillum inn í höfuðið á henni um glæsileik hirðlífsins. Kit hristi höfuðið. — Dama- ris er engin lafði Castelmaine, sagði hann með áherzlu. — En hún trúir þessu líklega. Þegar ég varaði hana við, vildi hún ekki hlusta á mig, en hún skal gera það núna! Með þessum orðum yfirgaf hann Martin og fór að leita að Damaris. Hann fann hana á afturþiljunum með Fletcher. Þegar hún sá hann nálgast, þá lagði hún höndina á arm Flet- chers, því að hún óttaðist að vera ein með Kit. Sá ótti henn- ar var ástæðulaus. Ingram Fletcher var búinn að fá nóg af móðgunum og lítillækkun og hann var ákveðinn í því að láta taka tillit til sín. Þegar Kit óskaði eftir samtali við Da- maris undir fjögur augu, sýndi hann ekkert fararsnið á sér, heldur sagði með merkissvip, sem var honum svo tamur: — Yður er kannske ekki kunnugt um að við ungfrú Tremayne erum trúlofuð. Það sem þér hafið að segja henni, verðið þér að segja í minni viðurvist. — Það verðið þér að sætta yður við að. ég ákveði, sagði Kit og reyndi að vera rólegur. — Sg bið yður um að leyfa okkur að vera einum. — ’Ég hlýt sjálf að hafa ein- hvern ákvörðunarrétt í þessu máli, sagði Damaris og rödd hennar var óeðlilega há og skerandi. — Eg óska að Flet- cher verði kyrr. Hvað viltu mér, Kit? Ingram lyfti brúnum og leit á Kit með þeim svip sem ósjálf- rátt kom Kit til að óska þess eins að fleygja honum í sjó- inn. — Jæja þá, sagði hann og rödd hans var ísköld. — Ef að herra Fletcher finnst ég móðgi hann, þá er það ekki mér að kenna. Damaris, þegar ég varaði þig við frænda þín- um, vildir þú ekki hlusta á mig og ég hafði ekki sannanir fyrir máli mínu. Nú hefur Mar- tin Farrancourt sagt mér að áhrifavald jarlsins innan hirð- arinnar sé dvínandi vegna þess hve lafði Caselmaine sé hon- um andvíg. Þarftu fleiri sann- anir fyrir því hvað hann hef- ur í huga með þig, þú átt að verða eftirmaður frúarinnar! Þess vegna vill hann gifta þig þessum atkvæðalitla manni, sem verður honum þægur ljár í þúfu. Fletcher rak upp mótmæla- óp og greip til sverðsins. Kit leit á hann með megnustu fyr- irlitningu. — Ég vara yður við, Flet- cher. Þér verðið að venja yð- ur við að kyngja ýmsum móðg- unum, ef þér ætlið að verða leikbrúða Chelsham jarls. Damaris flýtti sér að taka fram í. Nú var tækifærið til að koma Kit í skilning um það, í eitt skipti fyrir öll, að hún væri ákveðin í að fara til Eng- lands, þótt hún þyrfti að gjalda það dýru verði! Hún varð að horfast í augu við það að svipta hann allri' trú á henni, því það var eina ráðið til að frelsa hann frá þeim hættum sem honum stafaði af gullna pardusnum. Hún var ekki viss um að hún gæti leik- ið þetta hlutverk án þess að guggna, en þess vegna gerði Framhald á bls. 48, 18 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.