Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 23

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 23
Steinunn og Sverrir ásamt syni sínum. Fjölskyldan býr að Hulduhólum í Mosfellssveit. Þar var áður býli, en þau hjónin hafa innréttað fjós og hlöðu og gert að vistlegri íbúð og vinnustofu. A5 skapa fallegan hlut Rætt við hjónin Steinunni Marteinsdóttur og Sverri Haraldsson TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON Þótt Mosfellssveit sé að verða (eða orðin) eins konar ..útborg“ Reykjavíkur, ber enn ekkert á því að hún glati sín- um rómantíska sveitarlega- sjarma. Það á auðvitað sinn þátt í að margir kjósa að flytj- ast þangað og dvelja þar allan eða hálfan sólarhringinn i ma.ulegri fjarlægð frá borgar- ysnum. Frá Hulduhólum skammt ofan við Lágafell er Reykjavík að kvöldlagi aðeins dökkgrá skuggamynd með bleikan himin að baki, og há- hýsin ljá þeirri skuggamynd stórborgarlegan og jafnvel- æv- intýralegan svip. Býlið að Hulduhólum er set- ið af rausn og myndarbrag, þótt með ólíkum hætti sé hjá því sem áður var. Nú búa þar þau hjónin Steinunn Marteins- dóttir, leirkerasmiður, og Sverrir Haraldsson, listmálari. Þar eð þau hafa ekki búpen- ing svo heitið geti, brugðu þau á það snilldarráð að húsa að nýju upp hlöðu og fjós fyrr- verandi ábúenda og breyta þessu í íbúð og vinnuhúsnæði. Neðri hæð „hlöðunnár", sem þau raunar endurbyggðu að mestu, er íbúðarhúsnæði, en vinnustofa Sverris á lofti þar yfir. En í fjósinu fyrrverandi hefur Steinunn sína vinnu- og kennslustofu. — Áður voru þarna eitthvað um tuttugu kýr, en nú er Stein- unn þarna á hverju kvöldi með álika marga kvenmenn í kera- mik, segir Sverrir og hlær. Um mestu öðlinga í íslenzk- 18. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.