Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 11
EKKI PÓLITÍSKT VÉLMENNI, HELDUR SJÁLFSTÆÐUR ()(, SÉRLUNDAÐUR EINSTAKLINGUR fjörðum haustið 1959. Var það hyggileg ráðstöfun og undanfari annars og meira. Sjálfstæðisflokkurinn mátti síns mikils á Vest- fjörðum í liaustkosningun- um 1959. Fékk hann 1957 alkvæði og röskum tveim hundruðum fleiri en Fram- sóknarflokkurinn. Voru Gísli Jdnsson og Kjartan J. Jóhannsson kjördæma- kosnir, og munaði aðeins nokkrum atkvæðum, að Sigurður Bjarnason yrði landskjörinn. Viðhorf voru hins vegar mjög brevtt, þegar leið að kosningunum 1963. Gísli Jónsson vék þá af framboðslistanum fvrir aldurs sakir, en Kjartan J. Jóhannsson var orðinn liér- aðslæknir í KópavogL og lét þess vegna einnig af þing- mennsku vegna anna. Kom nú i ljós, hvers konar skák Matthias Bjarnason tefldi. Sigurður Bjarnason hreppti efsta sæti fram- boðslistans og Þorvaldur Garðar annað, en Matthias Bjarnason settist kampa- kátur bak þeim. Gérðist svo margt óvænt. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk þrjátíu at- kvæðum færra eu Fram- sóknarflokkurinn á Vest- fjörðum, en forlögin revnd- ust eigi að siður Matthíasi Bjarnasvni ólikt hliðholl- ari en Sigurði frá Vigur fjórum árum áður. Varð Matthias landskjörinn sjálfum sér og öðrum ti! mikillar undrunar, en skipting uppbótarsætanna er stundum eins og liapp- drætti, og kom einn vinn- ingurinn þessu sinni á hlut- fallstölu hans, þó að brota- 'broti munaði, að liann lenti í Húnaþingi, en ekki höfuð- stað Vestfjarða. Sá Mattlií- as svo 1963 ráð við þeirri hættu að missa af þing- mennsku sinni. Stjakaði hann Þorvaldi Garðari af framboðslistanum og sett- ist þungt í annað sætið. Varð Matthías þá kjör- dæmakosinn ásamt Sigurði Bjarnasyni og taldist harla forsjáll, þvi að Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði enn á Vestfjörðum og reyndist enga von hafa átt í upp- bótarþingsæti þar að lok- inni talningu. Nú er Sig- urður Bjarnason á braut og situr í vellK’stingum i kóngsins Kauþinhöfn. Var hrottför hans drjúgur greiði við Matthías Bjarna- son, sem skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum i sumar og þarf engu að kviða framar um metorð sin. MattHiasi Bjarnasyni mun bezt lýst með greinar- gerð þess, hvernig frami hans er til kominn. Hann er duglegur maður og kappsamur og lætur aldrei hlut sinn fyrir neinum. Gaf að skilja strax haustið 1959, að skammt myndi í þing- mennsku hans, þó að hann virtist lúta að litlu. Þrír af samherjum hans, sem sátu ofar honum á framboðs- listanum, voru önnum kafnir i höfuðstaðnum og lítt tengdir kjördæminu, en Matthias aftur á móti starf- andi þar í áhrifamikilli forustu. Hefur hann og not- fært sér þá aðstöðu óspart æ siðan og það vafalaust ráðið úrslitum um gengi hans og mannvirðingar, þó að sitthvað fleira komi til. Heima á ísafirði þvkir Matthias Bjarnason um- svifamikill í starfi og bar- áttu. Hann er dágóður ræðumaður, en enginn skörungur i málflutningi. Temur hann sér oft þótta og jafnvel stærilæti og tefl- ir stundum á tæpt vað í deilum, en stilltist þó held- ur með aldri og revnslu. A alþingi talar hann sjaldan Framhald. á bIs. 36. 18. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.