Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 14
 A MEÐAN BÍLSTJÓRARNIR VORU Á BALLI Framhaldssaga eftir Mignon G. Eberhart — 6. hluti - Ég varö aö fá peninga, sagöi Jimmy. - Og ég gat fengið þá með því einu móti, aö John dæi. En ég myrti hann ekki... — Þetta var allavega skref í rétta átt, sagði Bill uppörv- andi. — Nú ætla ég að tala við Sugar og frú Sales. Ég beið meðan Bill hringdi. Fyrst hringdi hann til Sugar, en þar tók enginn undir. — Þá heimsækjum við Sal- es, sagði hann. — Heldur þú að það hafi verið hún, sem hringdi til Brannigans? — Ég hef hugsað mér að spyrja hana að því. En fyrst fórum við til húss- ins, þar sem Sugar bjó, og báðum manninn á bak við borðið í stóra anddyrinu niðri að hringja upp fyrir okkur. Enginn tók undir. Bill hafði lagt bílnum mín- um á bakvið húsið, og við sett- umst inn í hann. Umferðin var nú sem mest og færðist á snig- ilsferð um göturnar. Þess vegna leið næstum hálftími unz við komumst í litlu hliðargötuna, þar sem Edith Sales bjó. Það var snotur spotti, húsin falleg, hlaðin úr múrsteini og há tré. Húsin þarna voru næstum öll alveg eins, svo að dálítil stund leið áður en við höfðum upp á því rétta og gengum inn. Það var ljós í forstofunni, en dimmt í öllum gluggum á báð- um hæðum. Frú Sales bjó á neðri hæðinni, og Bill hringdi dyrabjöllunni að íbúðinni þar. Enginn kom til dyra. Svo upp- götvuðum við að dyrnar voru opnar, þannig að smárifa var milli stafs og hurðar. Það leit út fyrir að einhver hefði hlaup- ið í spretti út úr íbúðinni og ekki gefið sér tíma til að loka á eftir sér. Það var undarlegt. Og allt í einu duttu mér í hug dyrnar hjá John Ransome, sem einnig höfðu staðið opnar. Sem sagt: hvatning til að ganga rakleitt inn. — Vertu hér kyrr, sagði Bill ákveðinn og ýtti upp hurðinni. f forstofu íbúðarinnar var næstum svartamyrkur, og ég sá aðeins móta fyrir borði og tveimur hægindastólum. Bill opnaði dyr og gekk inn Í stof- una. Ég stóð kyrr og beið í for- stofunni, en þegar ég feé að Bill .hafði kveikt ljós í stof- unni, fór ég þangað á eftir honum. Ég lokaði dyrunum að íbúðinni ekki á eftir mér, hafði ekki hugsun á því. Þegar ég kom inn í stofuna, sem var heldur smekklega búin en dá- lítið kuldaleg og ópersónuleg, gekk Bill inn í annað her*bergi, sem sýndi sig að var borðstofa, og kveikti ljósið þar. Á skrif- borðinu stóð mynd af manni. Ég taldi líklegt að hún væri af herra Sales og leit á' hana nánar. Andlitssvipurinn var í heild veiklulegur, en munn- drættirnir hörkulegir og óvin- gjarnlegir. Svo heyrði ■ ég að Bill hljóp yfir borðstofugólfið og snarstanzaði. Ég gat, ekki séð hvað lá hin- um megin við borðið. Ep Bill beygði sig, og eftir andartak var ég komin að baki hans og starði yfir öxl hans. Ég varð að halda fyrir munninn til að kæfa niður ópið, sem ætlaði að brjótast fram. Frú Sales lá á gólfinu í kynlega reigðum stellingum og andlit hennar var blárautt. — Er hún . . . er hún....? Eg gat ekki sagt fleira, en starði aðeins á þessa hryllilegu sjón. Bill snerti úlnlið hennar með fingrunum og þreifaði á hjarta- stað. — Hún hefur verið kyrkt, sagði hann hásri röddu. — Það hlýtur að hafa gerzt fyrir nokkrum mínútum. Það er bezt að þú farir út. Bill beygði sig niður að henni og athugaði hálsinn. Hann litaðist um í herberginu, leit undir borðið. — Það hlýt- ur að hafa verið eitthvað rpjúkt, hálsklútur eða . . . En það var ekkert á gólfinu. Ekkert nema . . . líkið. Bill leit á mig. — Komdu þér út! Og farðu á bíln- um. Ég skal gera lögreglunni viðvart, en þú verður.... Einhver kom inn í forstof- una, og Bill þreif um hand- legg mér. í hinum enda borðstofunnar voru dvr, og þangað dró hann mig. Við komum inn í svefn- herbergið. Það var dimmt, ég sá ekkert, daufur þefur af ilmefn- um fyllti vitin. Fótatakið nam staðar i stofunni, og kveikt var á eldspýtu. Allt i einu fundum við lykt af tóbaki. ’Ég þrýsti mér að Bill, og augun fóru að venjast myrkr- inu. Eg sá móta fyrir rúmi og gráum gluggafleti. En ég var með hugann við ilmefnalykt- ina. Þar var ekki allt með felldu. . . . 14 VIKAN 18. TBL. 18. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.