Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 26

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 26
Á myndunum þremur hér að ofan sésl ofurlítið sýnishorn af keramikmunum eftir Steinunni Marteinsdóttur. Einnig má fá ofurlitla hugmynd um sérkenni- legar innréttingar á heimili þeirra hjóna. kannski komið sérstaklega skýrt fram á sýningunni sex- tíu og sex. Myndirnar á Norð- urlandasýningunni 1961 voru byrjunin, getum við sagt. — En þú byrjaðir á því að mála abstrakt? Á árunum í Myndlista- skólanum málaði ég fyrst na- túralískt, en byrjaði þá líka abstrakt. Maður kynntist þvi þá og það var nýtt fyrir manni. Þá gekk allt út á það ab- strakta. Það lá við að talinn væri höfuðglæpur að gera annað. Eg hélt mér við það abstrakta i ein tiu ár, þótt erf- itt sé að slá nokkru föstu um það. Þetta breytist alltaf eitt- hvað frá degi til dags. En myndirnar á Norðurlandasýn- ingunni, bláar og minnandi á kvöldstemningar, voru milli- stigið. Þær tilheyra hvorugu tímabilinu, því abstrakta eða því natúralíska. Því að síðustu abstraktmyndirnar, sem ég málaði, voru hreinar flatar- myndir. Við þær var ekki not- uð önnur tækni en sú sem húsamálarar viðhafa. — Hvað leiddi til þess að þú fórst yfir í natúralisma? Er ekki frekar óvenjulegt að list- málarar fari yfir í þá stefnu, eftir að hafa byrjað abstrakt? Jú, það er nú fremur á hinn veginn, að menn hafi snúizt yfir í abstrakt eftir að hafa byrjað á natúralisma. En hitt ætti að vera engu síður eðlilegt. Hvað mig snerti átti breytingin rætur sínar að rekja til hreinna leiðinda á því, sem ég var að gera; ég fann til sárrar tómleikakennd- ar og fannst ég vera að losna úr tengslum við lífið í kring- um mig. Auk þess fannst mér alltof auðvelt að mála ab- strakt. Fram að þessu hafði maður verið upptekinn af því að vera svo gífurlega mikill speking- ur, líkt og allir í kringum mann. Við vorum alltaf að leysa lífsgátuna. Þetta voru svo merkilegir hlutir, að mað- ur lokaði sig inni með þessu, unz svo virtist sem maður væri laus úr öllum tengslum við umhverfið, eins og manni kæmi það hreint ekki við. Svo fór það að opnast fyrir mér að við höfðum ekki náð neinu endanlegu takmarki. En í þess- um hóp okkar voru margir, sem virtust sannfærðir um að við hefðum náð einhverjum endapunkti, þannig að minnsta kosti yrði ekki mikið að gera 26 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.