Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 9
Þau fengu aðeins aS takast í hendur eftir giftingarathöfnina fangelsinu. NJOSNARA Sutterling bak viS járnrimlana, sem ætíS voru milli þeirra í tilhugalífinu. Heinz-Walter Shiitterling var Ijósmyndari og ákaflega aðlaðandi maður og það notaði hann til að stunda njósnir fyrir leyniþjónustuna í Moskva. Hin aðlaðandi framkoma hans kom honum líka að góðu haldi í fangelsinu í Köln; hann kvæntist þar nýlega starfstúlku á skatt- stofu borgarinnar, Giselu Rotscheidt. Hin nýja fru Sútterling ætlar að sanna sakleysi eigin- manns síns. Það glumdu engar brúð- kaupsklukkur þegar hin 29 ára Ute Gisela Annamarie Rotsc- heidts gekk að eiga Heinz Walter Sútterling. Brúðhjón- in, presturinn og starfsmaður skráningarskrifstofunnar voru í kuldalegu 'herbergi, með stálstyrktum gluggum. Tvö vitni stóðu við stáldyrnar. Á litlu borði var orkideuvöndur og ostaterta með rjóma. Eftir stutta stund opnuðu verðirnir stáldyrnar, sem höfðu verið vandlega læstar, svo ekki væri undankomu auðið. Verðirnir 8 VIKAN 18. TBL. IISIIIIIÍÍ . v . : í W®. <■ ; v,:: Gisela Sutterling verður að fá leyfi fangelsisstjóra til að heim- sækja manninn sinn. Gisela kynntist Sutterling gegn- um fangahjálpina. Hún á fjögurra ára son, sem Sutterling ættleiddi. Áður en hann gerðist njósnari vann Sijtterling sem Ijósmyndari fyrir einkaflugfélög. Fanginn heldur þvi ennþá fram að ekkert hafi fyrir honum vak- að, annað en að stuðla að friði. Sutteriing kvæntist fyrri konu sinni, sem var starfsstúlka í utanríkisráðuneytinu, árið 1960. fóru svo með brúðgumann aft- ur í einmenningsklefa númer 132. „Hér verð ég vandlega geymdur handa þér!“ var það eina sem fanginn gat kallað til brúðarinnar. Frú Gisela var samt ham- ingjusöm. Hún þrýsti fjöl- skyldu-biblíunni að brjósti sér og sagði við prestinn og konu hans, sem hafði verið vottur: „Hann er dásamlegur maður." Ári áður hafði sannarlega ekki verið sagt neitt slíkt um þennan mann. Þá kölluðu blöð- in hann „hættulegasta njósn- ara eftirstríðsáranna“ og hann var daemdur í sjö ára fangelsi. Dómurinn hljóðaði þannig: Sútterling hefur sem njósnari sovézku leyniþjónustunnar frá árinu 1956 til 1967 náð í og komið á framfæri 136 leyni- skjölum og þar með stofnað öryggi sambandsríkisins í hættu. Fyrri konu sína, Leo- noru, sem er starfsstúlka í ut- anríkisráðuneytinu, notaði hann út í yztu æsar. Leonora, sem kölluð var „rauða Lore“, en dulnefni hennar var „Lola“, hafði á þessum tíma tekið með sér heim í tösku sinni, sem var með tvöföldum botni, ekki færri en 3220 leyniskjöl. Mað- ur hennar ljósmyndaði svo skjölin og kom þeim áleiðis til sovétnjósnarans Jewgenij Run- ge við leyniþjónustuna' í Moskvu. Eftir því sem réttarskjölin herma, þá var „rote Lore“ færð í fangelsi, en 15. október 1967 hengdi hún sig í klefa cp,- sínum. Hún notaði til þess nátt- fötin, sem hún festi í glugga- rimlunum. Hún var jarðsett í Dússel- dorf og daginn fyrir brúðkaup sitt lagði seinni kona Sútter- lings blómsveig á leiði henn- ar, því að hún sagðist verða að búa með minningunni um þessa konu, sem maðurinn hennar hafði elskað mjög inni- lega. Gisela átti fjögurra ára son. Faðir hans dó, rétt eftir að hún ól barnið, úr ólæknandi sjúk- dómi. Gisela Rotscheidt er dóttir starfsmanns á skattstofunni og er mjög dugleg og reglusöm stúlka. Hún var mikið fyrir góðgerðarstarfsemi og gekk í félag til fangahjálpar. Gegnum þessi samtök komst hún í samband við fangann Heinz Walter Sútterling. Hann var í vandræðum vegna þess að hann átti ógreidda skatta og það lá við að eignir hans færu undir hamarinn. „Þá var ég ein af fáum manneskjum í Þýzkalandi, sem ekki vissi hver Sútterling var. Eg þekkti ekkert til málsókn- arinnar," segir hún. Henni hafði alltaf fundizt landráð eitthvert versta afbrot sem til var og hún var skelfingu lost- in, þegar hún komst að því að þessi nýi pennavinur hennar var þessi frægi njósnari. En Sútterling sannfærði hana um það í bréfum sínum að hann Framhald. á hls. 36. 18. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.