Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 37
dáður aí konum. Gisela Rotsc- heidt segir að það hafi að vísu ekki verið ást við fyrstu sýn, en um leið og hún sá hann, fann hún ekkert fyrir ónota- legu andrúmslofti fangelsisins. Eftir fyrstu heimsóknina fór hún alltaf til hans á tveggja vikna fresti, þá fékk hún leyfi til heimsóknar. Smátt og smátt urðu handtökin hlýlegri, en það var samt ekki leyft að haldast lengi í hendur, aðeins til að heilsast og kveðjast. Það var heldur ekki mögulegt að hafa nokkurt leynilegt sam- band undir borðinu, þar var skilrúm á milli. Þau fengu heldur aldrei að tala saman í einrúmi, lögregluvörður var alltaf viðstaddur. Sútterling sendi henni þá skriflega skýrslu, þá sömu sem hann hafði lagt fyrir réttinn í Köln, þar sem hann lýsti því yfir að tilgangur hans hefði einungis verið að vinna að friði milli austurs og vesturs. Mál hans var aftur tekið fyrir í Dússeldorf, en dómnum var aðeins breytt hvað lengd fang- elsisvistar viðkom. Gisela hélt því fram að maður með hans lundarfari gæti ekki verið glæpamaður og margur varð til að trúa því. Hún var búin að eyða meiru en 4 þúsund mörkum, til að hreinsa nafn hans. En í einni heimsókninni varð henni ljóst að það var hægt að verða ást- fangin án þess að líkamleg snerting kæmi til. 10. desember fór hún í heim- sókn í fangelsið og sagði við Sútterling: „Lögfræðingurinn þinn álítur að það geti orðið til góðs fyrir málefni þitt að við giftum okkur.“ Sútterling, sem var um það bil að yfirgefa herbergið, því heimsóknartím- inn var útrunninn, sneri sér við og sagði: „Það er allt í lagi frá minni hlið.“ En svo var eins og honum yrði fyrst ljóst hvað hún hafði sagt, því hann bætti við, undrandi á svip: „Áttu við að þér sé al- vara?“ Giselu var sannarlega al- vara. Hún náði í nauðsynleg- ustu leyfisbréf, líka heimild til að Sútterling væri leyft að ættleiða Tobías son hennar. Klukkan 11 21. desember hringdi síminn á skrifstofu hennar í Köln-Lindenthal. Það var fangavörður sem sagði: „Nú er allt í lagi. Athöfnin getur farið fram kl. 14.30.“ Þetta kom flatt upp á hina verðandi brúði, en hún flýtti sér að skipta um föt og á leið- inni til fangelsisins keypti hún ostatertu og orkideuvönd. Og hún er hamingjusöm, þótt hún viti ekki hvenær eiginmaður hennar losnar úr fangelsi, eða hvenær þau geta búið saman eins og hjón. JOHN LENNQN Framhald. af bls. 21. víkja um tíma, þar til þeir hafa allir.... — Hvernig ímyndar þú þér nœstu ár? — Það veit ég ekki. Ég get ekki hugsað mörg ár fram í tímann. Ég hugsa um viku í einu og læt það duga. Árin eru allt of mörg, það eru milljón trilljón ár eftir. — Þá hef ég ekki meira að spyrja þig. — Húrra fyrir þér. — Er eitthvaö sem þú vilt segja sjálfur aö lokum? — Nei, ég man ekki eftir neinu jákvæðu og hjartaverm- andi til að safna lesendum fyr- ir þig. — Hvernig veröur þaö þegar það rætist sem þiö sögöuð einn sinni, „when I’m 64“? — Það veit ég ekki. Ég vona að við verðum góð, gömul hjón, sem búa einhversstaðar undan strönd írlands eða eitthvað og skoða í minningabók brjálæð- isins. (ó.vald. þýddi) HLJOMPLÖTU- GAGNRÝNI Framhald af bls. 33. hvatsson sem leika á gítar, flautu og bassa. Gunnar virð- ist í stöðugri framför sem flautuleikari, þó svo að hann geri svo sem enga afgerandi nýja hluti í gítarleik sínum. í heild er þetta þokkaleg plata, ekkert sérstök en Erla sleppur vel frá sínu. Upptaka er ^okkaleg, pressun slæm (það á þó ekki að suða í splunkunýjum plötum, eða hvað?) og umslagið er mjög sneytt öllum frumleika og nálgast að vera ljótt. JOAN BAEZ Framhald af bls. 33. þannig verðum við sterkari en allir aðrir. Friðsamlegar að- gerðir eru þær áhrifamestu í þessu þjóðfélagi — og hvaða þjóðfélagi sem er — og eina vopnið sem maður á.rétt á að nota.“ Nokkuð til í því. LÆKNIR RÆÐIR AF HREINSKILNI UM KYNFERÐIS- MÁL O BÓK, semá erindi til allra hjóna * 18.TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.