Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 3
33. tölublað - 19. ágúst 1971 - 33. árgangur vkan Hún á fleiri skartgripi en Jacqueline Hún er sögð voldugasta kona í heimi. Þótt hún sé alltaf hversdagslega klædd, þegar hún kemur opinber- lega fram, er sagt, að hún eigi fleiri skartgripi en Jacquclinc Onassis. Enn- fremur er sagt, að hún eigi þátt í bættri sambúð milli Bandaríkjanna og Kína. Sjá grein um frú Maó á blaðsíðu 6. Hvernig er að vera í 1 Vatnaskógi? íþróttir eru mikið stundað- ar í Vatnaskógi, bæði knattspyrna og frjálsar íþróttir, langstökk, þrí- stökk og fleiri greinar. Og ekki má gleyma bátsferð- unum á vatninu. í þessu blaði reynum við að bregða upp svipmyndum af lífi og leik strákanna í Vatnaskógi. Sjá blaðsíður 26—29. Ný og fræg framhalds- saga Barn Rosemary, nýja framhaldssagan okkar, er mörgum kunn. Eftir þess- ari sögu gerði Polanski sína frægu kvikmynd. Síð- an hafa margar sögur verið skrifaðar í svipuðum stíl, en fáum hefur tekizt að ná þeirri ólýsanlegu spennu, sem er í Barni Rosemary. Sjá blaðsíðu 12. KÆRI LESANDI! Ulanferðir hafa víst sjaldan verið meiri en í sumar. Fátt þyk- ir sjálfsagðara nú á dögum en að bregða sér til Mallorka í sum- arfríinu sínu, enda eru þeir Is- lendingar orðnir ærið margir, sem dvalizt hafa þar eða á öðr- um suðlægum sólarstöðum. Þrádt fgrir vinsældir Spánarferða, leggja þó enn margir leið sína um önnur Evrópulönd, heim- sækja höfuðborgir eins og Lon- don, Róm og Paris, fara á söfn og drekka i sig liina gömlu, evrópsku m enningu. Fáir koma svo til Parísar, að þeir séu ekki leiddir inn í Louvre- safnið. Reyndar þurfa menn að vera göngugarpar góðir til að verða eklci dauðuppgefnir við að skálma um víða sali þessarar frægu hallar. En séu menn komn- ir í Louvre-safnið, láta þeir ekki hjái líða að líta með eigin augum eitt frægasta málverk allra tíma: Monu Lísu. Sumir verða fgrir vonbrigðum. Málverkið er ekki stórt í sniðum, og það þarf mikið til að hrífa auga nútímamannsins. Ilvað sem því líður hefur hið dularfulla bros Monu Lísu vakið aðdáun og heilabrot allt frá fgrstu líð. Frá því segir í grein á blaðsíðu 10 í þessu blaði. EFNISYFIRLIT GREINAR Ils. Frú Maó, voldugasta kona í heimi 6 Hin dularfulla Mona Lisa 10 Syndagjöld Capones, siðari hluti af sögu glæpaforingjans Al Capones 16 Alþjóðleg vörusýning i Reykjavik 22 Hér á ég heima, VIKAN heimsækir Vatna- skóg 26 SÖGUR Næturvakt, smásaga 8 Barn Rosemary, fyrsti hluti nýrrar fram- haldssögu eftir Ira Levin 12 Lifðu lífinu, framhaldssaga 18 ÝMISLEGT Ber og rabarbari í Eldhúsi Vikunnar, um- sjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 24 Síðan síðast 48 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 20 Krossgáta 31 Myndasögur 35, 38, 42 Stjörnuspá 32 Mig dreymdi 47 1 næstu viku 50 FORSÍÐAN Þessa litlu og fellegu kapellu og trébrúna fyrir neðan hana kannast liklega margir við. Myndin er tekin í Vatnaskógi, en þaðan eiga margir bjartar minningar úr bernsku sinni. Sjá grein og myndir um heimsókn í Vatnaskóg í miðopnunni. (Ljósm.: Egill Sigurðsson). VIKAN Útgefandi: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaOamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigrlöur Þorvaldsdóttir og Sigriður Ólafsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfj órðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 33. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.