Vikan - 19.08.1971, Side 33
Einu sínní ARRA
og svo aftur og aftur
AKRA smjörlíki er ódýrt; harðnar ekki í ísskáp,
bráðnar ekki við stofuhita. Ekkert er betra á pönnuna,
það sprautast ekki. Úrvals smjörlíki í allan bakstur.
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
BARN ROSEMARY
Framhald af bls. 15
lega eins og Rosemary vildi
hafa þá. Þau pöntuðu glugga-
tjöld og hringdu til móður Guys
í Montreal. Þau keyptu mat-
borð og hljómflutningstæki og
nýtt postulín og borðsilfur.
Þau festu upp gluggatjöldin og
lögðu pappír í hillurnar.
Þann tuttugasta og sjöunda
fluttu þau inn. Hutch sendi
þeim símskeyti: Bramford kem-
ur til meff aff breytast úr illu
húsi í gott þegar plata meff R
og G Woodhouse er komin á
dyr einnar íbúffarinnar.
Rosemary gerði hreint og var
hamingjusöm. Hún útvegaði
viktoríanskan lampa í dagstof-
una og hengdi potta og form á
eldhúsveggina. Hún fann kjör-
búð í Sjöundu tröð og kínverskt
þvottahús í Fimmtugustu og
fimmtu götu.
Guy hafði líka mikið að gera
og var fjarverandi á hverjum
degi, eins og algengast er um
kvænta menn. Hann vann og
æfði hvern dag fyrir hádegi og
síðdegis fór hann oftast með
hlutverk í leikritum eða aug-
lýsingakvikmyndum, sem þá
voru teknar.
Barnaherbergið var rusla-
kompa eins og var, full með
húsgögnum úr gömlu íbúðinni
og veggirnir óhreinir. En gul-
hvítu teppin myndu bæta það
upp þegar þau kæmu, hrein og
fersklyktandi. Rosemary var
þegar búin að finna sýni, sem
hún var ánægð með, og aug-
lýsingu á vöggu og kommóðu.
Þau heyrðu í Minnie Caste-
vet áður en þau hittu hana.
Heyrðu köllin í henni gegnum
baðherbergisvegginn: •—- Rom-
an, komdu nú og leggðu þig.
Klukkan er kortér yfir ellefu!
Og fimm mínútum síðar: —
Roman? Taktu með þér svolít-
ið af sykurdrykk þegar þú
kemur!
Þau hittu Gould-hjónin í 7F,
roskið fólk og geðfellt, og
Bruhn-hjónin og og son þeirra
Walter í 7C. Þau brostu og
kinkuðu kolli í stiganum til
Keallogg-hjónanna í 7G, herra
Steins í 7H og herranna Dub-
ins og DeVors í 7B. Af Kapp-
hjónunum í 7D sáu þau ekki
tangur né tetur, og þar eð þeim
barst ekki póstur voru þau
áreiðanlega úti á landi enn.
Castevet-hjónin í 7A voru
annaðhvort einbúar eða þá að
þau gengu um á öðrum tímum
en annað fólk. íbúðardyrnar
þeirra voru beint á móti lyft-
unni, og eina merkið um að
einhver byggi þar var póst-
ikassinn,, sem fylltur var og
tæmdur reglubundið. Þau fengu
bréf í flugpósti frá hinum og
þessum ólíklegustu stöðum:
Skotlandi, Frakklandi, Ástra-
líu, Brasilíu. Þau voru áskrif-
endur að bæði Look og Life.
Rosemary og Guy gátu ekki
fundið nein merki eftir syst-
urnar Trench, Adrian Marcato
eða álíka vafasamt fólk frá
síðari árum. Dubin og DeVor
voru kynvilltir, en allt hitt
fólkið virtist fullkomlega eðli-
legt.
Næstum því á hverju kvöldi
heyrðu Rosemary og Guy rödd-
ina úr íbúðinni, sem þau þótt-
ust vita að hefði eitt sinn ver-
ið sameinuð þeirra eigin íbúð.
Á laugardagskvöldið héldu
Castevet-hjónin veizlu með
tylft gesta, er skröfuðu og
sungu. Guy sofnaði auðveld-
lega, en Rosemary lá vakandi
framyfir tvö og heyrði falskan
söng ósöngvins manns, ásamt
pípi í flautu eða klarínetti.
Rosemary mundi aldrei eftir
vofeiflegum hugboðum Hutchs
eða fann til vanlíðunar sjálf,
nema þegar hún gekk niður í
kjallara til þvottaherbergisins.
Meira að segja eldhúslyftan
olli henni ónotakennd. Lyftu
þessari fylgdi enginn lyftu-
drengur, hún var þröng og það
brakaði og hrikti í henni. Kjall-
arinn var óhugnanlegur staður,
með löngum göngum hlöðnum
úr hvítum tigulsteini, þar sem
fótatakið bergmálaði hvískr-
andi langt frá og óséðar hurðir
skullu að stöfum, þar sem
kæliskápar, sem hætt var að
nota, stóðu upp við veggi und-
ir skjannabjörtum ljósperum.
Þvottaherbergið hefði átt vel
heima í fangelsi. Rakinn draup
af tígulsteinsveggjunum, þar
var fjöldi af ljósperum í hulstri
og tugir djúpra, tvöfaldra
þvottavaska í litlum básum úr
járnþráðaneti .
Einu sinni síðdegis, þegar
33. TBL. VIKAN 33