Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 14
— Já, einmitt það, leikarar, sagði hann og studdi á lyftu- hnappinn. Þau fóru upp á sjöundu hæð. — Þessi íbúð er fjögur her- bergi, baðherbergin eru tvö og fataskáparnir fimm. í upphafi voru íbúðirnar hérna í húsinu mjög stórar — sú minnsta var níu herbergi — en nú hefur þeim verið skipt upp í fjögurra, fimm og sex herbergja íbúðir. 7E er fjögurra herbergja, en var upprunalega hluti af tíu herbergja íbúð. Eldhúsið í henni heyrði áður til stóru íbúðinni og sömuleiðis stóra baðherbergið Gamla svefnher- bergið er nú dagstofa og annað svefnherbergi gegnir enn því hlutverki. Eigið þið börn? — Við höfum hugsað okkur að eignast þau, sagði Rosemary. — íbúðinni fylgir ágætis barnaherbergi, ásamt tilheyr- andi baðherbergi og fataskáp. Það er upplagt fyrir ungt par eins og ykkur. Frú Gardenia, sem leigði hér á undan ykkur, sagði herra Micklas án þess að líta á þau, — dó fyrir aðeins nokkrum dögum, og síðan hefur ekki verið hreyft við íbúðinni, ekki ennþá. — Dó hún í íbúðinni? spurði Rosemary. — Ekki svo að skilja ... —Neinei, á sjúkrahúsi, sagði herra Micklas. — Hún lá í dvala í margar vikur. Hún var háöldruð og dó án þess að koma til meðvitundar. Herbergin fjögur lágu sitt hvorum megin við gang, sem var i beinni línu frá íbúðar- dyrunum. Fyrsta herbergið til hægri var eldhúsið. Þar var gaseldavél með sex plötum og tveimur ofnum, geysistór kæli- skápur, engu fyrirferðarminna eldhúsborð, tylft skápa, gluggi út að Sjöundu tröð. Það var hátt til lofts. Þarna yrði ærið rúm fyrir eitthvað svipað bláa og fílabeinshvíta morgunverð- arhorninu, sem hún hafði klippt út úr síðasta House Beautiful. Á móti eldhúsinu var borð- stofan eða hitt svefnherbergið, sem frú Gardenia hafði greini- lega notað í senn sem vinnu- herbergi og gróðurhús. Plöntur í hundraðatali, dauðar eða deyj- andi, voru þar í röðum á hill- um, og yfir þeim hvirfingar af Ijósrörum, sem'ekki var kveikt á. Rosemary renndi augunum um veggi og glugga. Herberg- ið yrði alveg upplagt til að verða þess konar barnaher- bergi, sem hana hafði dreymt um. Það var dálítið dimmt inni — glugginn sneri út að þröng- um garði — en gulhvítt vegg- fóður myndi gera það ólíkt bjartara. Baðherbergið var lít- ið en hentugt, og sama var að segja um fataskápinn, sem full- ur var af krukkum með smá- plöntum, sem virtust þrífast vel. Þau gengu til dyranna og Guy spurði: — Hvað er þetta? — Aðallega kryddjurtir, sagði Rosemary. — Þarna eru mynta og basilíka . . . nú, hin- ar þekki ég ekki. Lengra frá í ganginum var breið hvelfing og inn úr henni var gengið inn í dagstofuna. Gluggarnir ‘voru með stórum framskotum og tilheyrandi bekkjum. f veggnum til hægri var lítið eldstæði opið, og til hægri við það var flúrskreytt loftrönd úr marmara og hár bókgskápur úr eik. — Ó, Guy. sagði Rosemary og þrýsti hönd hans. Guy sagði „Mm“ efablandinn, en þrýsti hönd hennar á móti. Svefnherbergið var fullkom- ið — fjórum sinnum sex metr- ar — með glugga út að þrönga garðinum. Baðherbergið var stórt og innréttingin ólgandi og áleitin og sett blómknöppum úr látúni. — Þetta er dásamleg íbúð! sagði Rosemary. Hún d'ansaði í hring opnum örmum, eins og hún vildi faðma allt umhverf- is. — Eg elska hana! — Það er fataskápur bakvið skrifborðið hérna, sagði Mick- las. — Það er ég viss um. Þeir eiga að vera fimm. Hann gekk að skrifborðinu. Guy. tyllti sér á tá og sagði: — Það er rétt. Þarna sé ég rifu. — Hún hefur flutt það, sagði Rosemary. — Skrifborðið hef- ur staðið þarna áður. Hún benti á draugalega skugga- mynd, sem sjá mátti á veggn- um nálægt svefnherbergisdyr- unum, og á dökkrauðri gólf- mottunni voru djúp för eftir kúluborðfætur. « Einnig mátti sjá á mottunni förin eftir borð- fæturna, sem komið höfðu þeg- ar borðið var dregið á sinn nú- verandi stað. — Vilduð þér vera svo góð- ur að hjálpa mér, sagði herra Micklas við Guy. Þeir smámjökuðu borðinu á þess upprunalega stað. — Nú skil ég hvers vegna hún féll í dvala, sagði Guy. — Hún getur ekki hafa gert það sjálf, sagði herra Micklas. — Hún var áttatíu og níu ára. Rosemary horfði tortryggin á fataskápsdyrnar, sem sáust vel þegar borðið hafði verið fært. Skápurinn var næstum tóm- ur. Ryksuga var öðrum megin í honum, hinum megin þrjár eða fjórar hillur. Á efstu hill- unni voru blá og græn bað- handklæði. — Ef hún hefur lokað ein- hvern hérna inni, þá hefur sá hinn sami sloppið út, sagði Guy. — Hvaða ástæðu getur hún hafa haft til að fela ryksuguna og handklæðin? spurði Rose- mary. Herra Micklas yppti öxl- um. — Eg býst ekki við að við fáum nokkurn tíma skýringu á því. Hún var kannski eitthvað farin að sljóvgast. Hann brosti. Þau þökkuðu h'erra Micklas, sem fylgdi þeim út á gangstétt- ina, og síðan gengu þau hægt eftir Sjöundu tröð inn að mið- borginni. Ó, Guy, við skulum taka hana! Elsku bezti! Þetta er svo dásamleg íbúð! Dagstofan get- ur orðið — getur orðið eins falleg og notaleg og við óskum okkur, og — elsku Guy, við tökum hana, er það ekki? — Jújú, sagði Guy og brosti. — Svo fremi við losnum við hina. Þau gengu til Russian Tea Room og pöntuðu blóðmaríu og dökkt brauð með kjúklinga- salati. Afgreiðslustúlkan fór og Guy gekk til símans. Rosemary smjattaði á drykknum og hélt þumalfingr- unum undir borðplötunni. Svo kom Guy aftur, hávax- inn og glæsilegur. Hann bældi niður hlátur og það var já sem ljómaði frá honum. Þótt undarlegt kynni að virð- ast reyndi Hutch að fá þau til að breyta fyrirætluninni. Hann hélt því fram að Bramford væri háskastaður. Fyrst eftir að Rosemary kom 14 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.