Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 13
§ Rosemary og Guy Wood- house höfðu undirritað samn- ing um fimm herbergja íbúð í húsi í Fyrstu tröð, þegar kona að nafni frú Cortez sagði þeim, að fjögurra herbergja íbúð í Bramford væri laus. Bramford, gamalt, svart og tröllaukið, er leiguhús með íbúðum, sem eru leigðar dýrt vegna kakalofna og viktoríanskra innréttinga. Rosemary og Guy höfðu verið á biðiistanum að því allt frá því þau gengú í hjónaband, en gefizt upp að lokum. — Það er of seint, sagði Guy í símann. — Við skrifuðum und- ir samning í gær. Rosemary greip í handlegg hans. — Getum við ekki sloppið frá því? spurði hún. — Sagt þeim eitthvað? — Andartak, frú Cortez . . . Sagt þ«im hvað? — Þú finnur upp á ein- hverju, Guy, Við getum alla- vega litið á hana, eða hvað? Segðu að við viljum fá að skoða hana. — Við höfum skrifað undir samning, Ro . . . Þar stöndum við föst. Rosemary reyndi að ýta sím- tólinu að munni hans. Guy hló og lét undan. — Frú Cortez? Við höfum sennilega mögu- leika á að losna frá þessum samningi, við höfum víst ekki skrifað réttilega undir hann. Gætum við fengið að líta á íbúðina yðar? Frú Cortez sagði hvernig þau skyldu fara að: koma til Bram- ford milli ellefu og hálftólf, leita uppi herra Micklas og biðja hann að sýna þeim íbúð- ina 7E. Síðan skyldu þau hringja í hana. Þetta gerðist þriðjudaginn þriðja ágúst. Herra Micklas var smávax- inn og hinn snotrasti. 33. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.