Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 6
Hún er fyrrverandi leik- kona og gift formannin- um Maó, leiðtoga fjöl- mennasta ríkis í heimi. FRÚ MAÓ VOLDUGASTA KONAIHEIMI Opinberlega sést hún að- eins í óbrotnum klæðnaði - heimafyrir lifir hún við ótrúlegan munað. Það" er sagt að hún eigi fleiri skartgripi en Jackie Onassis. Hvernig fara undirtylltir i kin- verska konunúnistaflokknum að, þegar þeir vilja koma einhverju á framfæri við leiðtogann sinn vold- uga? Jú, þeir snúa sér til frú Maó Tse-túng, fyrrverandi leikkonu frá Sjanghaí og voldugustu konu í heimi. Frú Maó ákveður hverjir fái á- heyrn lijá manni hennar, sem hefur meira persónulegt vald en nokkur annar framámaður í heiminum síð- an þá Hitler og Stalín leið. Ekkert mikilvægt plagg fer svo úr embættisskrifstofu Maós i'or- manns í Forboðnu borginni í Pe- king, að frú Maó hafi ekki litið á það áður. Jafnvel æðstu starfsmenn flokksins snúa sér beint til hennar, þegar þeir vilja koma einhverjum áríðandi málum áleiðis. Hún tekur á móti þeim í höllinni i vesturhlula Peking, í herbergi sem búið er í fornum, keisaralegum stíl. Þar eru þ'ykk gluggatjöld sem loka ljósið úti, gífurlega verðmæt góbelín á veggjum og veikur reykelsisilmur. „Að koma inn í herbergi frú Maó er álíka og að hverfa aftur á bak til fimmtándu aldar", sagði diplómat nokkur. Fyrst er gestum borið jasmínte og næfurþunnar möndlukökur; þvi næst bera þeir fram erindi sín. Þau eru margskonar. Einn fer kannski fram á svimliáa fjárveitingu til að byggja nýtt ið.juver; annar ákannski lalan og misheppnaðan son sem liann biður auðmjúklega um bitling fyrir. Frú Maó hlustar þögul, og vel púðrað andlit hennar er óútreiknan- legt sem á Búdda sjálfum. Þegar 6 VIKAN 33.TBt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.