Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 6
VOLDUGASTA KONAI HEIMI Fáar myndir eru til af frú Maó. Þessi var tekin 1962, er þau hjón- in tóku á móti konu Súkarnós, þá- verandi einræðisherra í Indónes- íu, í höll sinni í Peking. # Opinberlega sést hún að- eins í óbrotnum klæðnaði - heimafyrir lifir hún við ótrúlegan munað. # Það er sagt að hún eigi fleiri skartgripi en Jackie Onassis. Hvernig i'ara undirtyllnr í kín- verska koinmúnistaflokknuni að, þegar þeir vilja koina einhverju á framfæri við leiðtogann sinn vold- uga? Jú, þeir snúa sér lil frú Maó Tse-túng, fvrrverandi leikkonu frá Sjangliaí og voldugustu konu í heimi. Frú Maó ákveður liverjir fái á- heyrn hjá manni liennar, sem hefur meira persónulegt vald en nokkur annar framámaður í heiminum síð- an þá Hitler og Stalín leið. Ekkert mikilvægl plagg fer svo úr embættisskrifstofu Maós t'or- manns i Forboðnu borginni i Pe- king, að frú Maó hafi ekki litið á jtað áður. Jafnvel æðstu starfsmenn flokksins snúa sér beint til hennar, jjegar þeir vilja koma einhverjum áríðandi málum áleiðis. Hún tekur á móti þeim í höllinni í vesturhluta Peking, í herbergi sem búið er í fornum, keisaralegum stíl. Þar eru j)vkk gluggatjöld sem loka ljósið úti, gífurlega verðmæl góbelín á veggjum og veikur reykelsisilmur. „Að koma inn í herbergi frú Maó er álika og að hverfa aftur á bak til fimmtándu aldar“, sagði diplómat nokkur. Fyrst er gestum borið jasmínte og næfurjjunnar möndlukökur; því næst bera j)eir fram erindi sín. Þau eru margskonar. Einn fer kannski •fram á svimháa fjárveitingu til að bvggja nýtt iðjuver; annar ákannski látan og misheppnaðan son sem liann biður auðmjúklega um bitling fyrir. Frú Maó hlustar þögul, og vel púðrað andlit hennar er óútreiknan- legt sem á Búdda sjálfum. Þegar gonggong er slegin i nálægð er á- beyrninni lokið. Ef mál gestsins finnur náð fvrir augum frúarinnar, segir hún: — Þakka yður fyrir konnma. Ég skal leggja erindi yðar fyrir eigin- mann minn. Ef henni likar miður geslurinn og bón hans, segir hún aðeins: —Þakka yður fyrir komuna. Frú Maó á sér voldugan banda- mann í æðstu stjórn Kína, l)ar sem er Lín Píaó marskálkur, sem er op- inberlega kallaður væntanlegur arf- laki Maós. Meira að segja hefur ár- um saman verið fullyrt að ])au væru ástfangin hvort í öðru. Lin mar- skálkur, sem nú er varnarmálaráð- herra, stjórnaði kínversku herjun- um í Kóreu í stríðinu þar. Honum mistókst að hrekja Bandaríkja- # Hún dáir Bandaríkin og kvað standa á bakvið 1 breytta afstöðu Kína gagnvart þeim. menn úr landinu, og er haft fyrir satt að fyrir þá sök liafi vofað yfir honum ónáð heimafyrir. Áhrifum frú Maó er þakkað að hann liélt þá völdum sínum og metorðum. Allir liéldu þá að Lín væri búinn að vera og sneru við honum baki. En þau frú Maó höfðu verið góð- kunningjar j)egar áður en hún liitti sinn núverandi eiginmann, og eftir mátulega bið var Lín tekinn í náð á ný, og er nú orðinn varaformaður flokksins. BORÐPRJÓNAB ÚR GULLI Þá sjaldan er Maó og frú koma fram opinberlega eru þau bæði í óbrotnum verkamannafötum. Frú- in er þá svo áberandi fátæklega klædd að erlendir diplómalar minn- ast þess oft sérstaklega. Þetta er þó aðeins sú myndin af þeim lijónum sem út snýr. í glæsi- legri höll sinni lifa Maó-hjónin í dýrlegum fagnaði sem olíusjeikar. Frú Maó hefur tuttugu og fimm þjóna, sem meðal annars láta renna í baðkerið fyrir liana, smyrja hana í olíu, klippa neglur liennar og hirða söngfuglana, sem fljúga að vild sinni um einkaíbúð hennar. Höll Maós er full með dýrindi sem jiangað hafa verið borin frá söfnum og einkaheimilum. Heima- fyrir ber frú Maó gjarnan skart- gripi sina — hún á óvenjuverðmætt safn af fornmunum úr jaði og er ])essutan sérstaklega gefin fyrir rúbína, sem margir hverjir voru fluttir til Kína frá Indlandi fyrir hundruðum ára. Eftir að hafa séð Lin Píaó Kefur verið talinn liklegur eftirmaður Maós. Náin vinátta þeirra frú Maó hefur vald- ið miklu um upphefð hans. hluta af gimsteinasafni frú Maó varð fréttamanni frá Times að orði: — Svei mér ef frú Maó á ekki fleiri skartgripi en Jackie Onassis! Þegar Maó-hjónin hafa boð inni er maturinn borinn fram á postu- línsílátum, sem fyrrum heyrðu Man- sjúkeisurunum til, og borðprjón- arnir eru úr gulli. SELD MANSALI í BERNSKU Ævisaga frú Maó hefur verið við- burðarík. Ilið rétla nafn liennar er Le Sjing-jan, og þegar hún var fimmtán ára seldu foreldrar lienn- ar, fátæk bóndahjón í Sjantúng, hana ríkum og gömlum kaupmanni, og skyldi hún verða ástkona lians. Le Sjing-jan hafði falleg, möndlu- löguð augu, fremur nautnalegan munn og var mjög vel vaxin og með failega fætur, líkt og algengt er um kínverskt kvenfólk. Á þeim tímum töldust kínversk börn eign foreldra sinna, og mansal af þvi tagi sem hér getur um var algengt. Fn Le Sjing-jan líkaði ekki við kaupmann- inn. Nótt eina tíndi liún saman það sem liún átti og strauk. Nokkru síðar lenti hún á heima- vistarskóla fyrir stúlkur í Sjúsjang, og varð hún þar f 1 jótt stjarna í leikhúsklúbb skólans og las um kvikmyndir allt sem hún náði i. Hún skrifaði Clark Gable bréf og fóðraði veggina i lierbergi sínu með myndum af Hollywood-stjörnum. Skömmu síðar lá leið hennar til Sjanghai, miðstöðvar kvikmynda- og leikhúslifs í Kína. Unga stúlkan Framhald á bls. 45. 6 VIKAN 33.TBL. 33. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.