Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 15
Terry er dáin. Hún framdi sjálfsmorð. Hann benti aftur yfir öxl sér með þumalfingri: - Hún stökk út um glugga ... til New York í júní 1962 hafði hún búið ásamt annarri stúlku frá Omaha og tveimur frá At- lanta í íbúð á Lexington Ave- nue. Hutch hafði verið ná- granni þeirra þar. Hann hét Edward Hutchins, var Englend- ingur og skrifaði nokkrar serí- ur af drengjabókum undir nokkrum höfundarnöfnum. Hann hjálpaði Rosemary á sérstakan hátt. Hún var yngst af sex systkinum. Hin fimm gengu snemma í hjónaband og settust að nálægt foreldrunum. í Omaha hafði hún skilið eftir graman og svartsýnan föður, þögula móður og fjögur ásak- andi systkin. Aðeins það næst- elzta, Brian, hafði verið þeirr- ar skoðunar að hún ætti að gera það sem henni sýndist og gefið henni áttatíu og fimm dollara. Þegar til New York kom, þjáðist Rosemary af sekt- arvitund og fannst hún vera eigingjörn, en Hutch hafði hug- hreyst hana, talað um sambönd barna og foreldra og skyldur hverrar manneskju við sjálfa sig. Nú voru Rosemary og Guy vön að snæða miðdegisverð með Hutch svo sem mánaðar- lega, annaðhvort í heimahús- um eða á veitingahúsi. Guy fannst Hutch svolítið þreyt- andi, en auðsýndi honum ekki nema vinsemd. Fimmtudaginn eftir að þau litu á íbúðina borðuðu þau með Hutch á litlu, þýzku veitinga- húsi. — Ig veit ekki hvórt þið hafið heyrt það, sagði Hutch, en Bramford hafði ekki sem bezt orð á sér í byrjun aldar- innar. Hann sá að þau vissu ekkert um það og hélt áfram: — Það hafa búið þar furðulega margar ógeðfelldar persónur. Það var þar sem systurnar Trench gerðu þessar saklausu tilraunir sínar með mataræði og Keith Kennedy hélt veizlur. Adrian Marcato bjó þar líka. — Hverjar voru systurnar Trench? spurði Guy, og Rose- mary bætti við: — Hver var Adrian Marcato? — Systurnar Trench, sagði Hutch, — voru tvær fínar vik- toríanskar dömur sem gerðust annað veifið mannætur til til- breytingar. Þær matreiddu og átu allmörg smábörn, þar á meðal eina bróðurdóttur sína. — Yndislegt, sagði Guy. Hutch sneri sér að Rosemary. — Adrian Marcato lagði stund á gerninga, sagði hann. — Á síðasta áratug aldarinnar sem leið vakti hann óhemju athygli með því að tilkynna að hann hefði gert samning við Satan. Hann sýndi handfylli af hárum og afklippingar af klóm, og það leyndi sér ekki að fólk trúði honum. Að minnsta kosti réðist múgur manns á hann á tröppunum fyrir framan Bram- ford og var rétt að segja búinn að ganga af honum dauðum. — Nú ertu að grínast, sagði Rosemary. — Nú, mér er alvara, sagði Hutch. — Á þriðja áratugnum stóð húsið næstum tómt. Það var fyrst í húsnæðisskortinum eftir síðari heimsstyrjöldina að fólk fór að flytja í það aftur, og nú nýtur það þess að það þvkir fínt að búa í stórum, gömlum íbúðum. En á þriðja áratugnum var það kallað Svarta-Bramford. og viðkvæmt fólk forðaðist að koma nærri því. — í áranna rás, hélt hann áfram, — hefur fjöldi ógeðs- legra og hræðilegra atvika átt sér stað í Bramford. Og þau síðastliðnu af þessum atvikum eru ekki svo langt undan. 1959 fannst dáið barn þar í kjallar- anum, vafið inn í dagblað. Og sjálfsmorðin þar eru orðin miklu fleiri en svo að eðlilegt geti talizt. — Hvernig getur staðið á því, Hutch? spurði Guy og þóttist vera áhyggjufullur og alvarlega þenkjandi, — það hlýtur að vera einhver skýring á því. Hutch leit á hann andartak. — Sg skal ekki segja, sagði hann. — Kannski það sé ein- faldlega þannig, að illræmt fólk eins og systurnar Trench, Adrian Marcato og Keith Kennedy hafi aðdráttarafl hvert fyrir annað, og að þann- ig hafi húsið um síðir orðið hæli karla og kvenna, sem hafa óvenju mikla tilhneigingu til vissra uppátækja. Eða að hér sé um að ræða eitthvað sem við þekkjum ekki, segulsvið, elektrónur og svoleiðis. Bram- ford væri ekkert einsdæmi, þótt það kæmi upp á daginn. — Ertu virkilega að reyna að fá okkur til að hætta við íbúðina? spurði Rosemary. — En elskan mín góða, það er einmitt það sem ég er að reyna. — Já, en drottinn minn, Hutch, hóf Guy máls. — Fær- irðu þetta ekki svolítið í stíl- inn? Hefur nokkuð ógeðslegt komið fyrir í húsinu siðustu árin? — Lyftudrengur var drepinn þar í fyrravetur, sagði Hutch. — En allt i lagi, ég skal ekki sletta mér fram í þetta. Ég skal gefa ykkur slagbrand fyrir dyrnar og halda svo kjafti frá og með þessari mínútu að telja. Ég er auli, fyrirgefið mér. Rosemary brosti. — Það er slagbrandur. Og svona keðja og gægjugat. Síðdegis næsta mánudag skrifuðu Rosemary og Guy undir tveggja ára 'samning um leigu á íbúðinni 7E í Bramford. Á föstudagskvöld varð íbúð- in þeirra. Það var hátt til lofts í herbergjunum og hið ókunn- uglega myrkur þar andaði frá sér tómleika, er þau komu inn með lampa og innkaupatösku og heyrðu bergmál úr fjarlæg- ustu herbergjunum. Þau settu loftviftuna í gang og dáðust að gólfteppunum og opnu eldstæð- unum sínum, baðkerinu sínu, dyrasnerlinum sínum, hjörun- um sínum, gipsskrautinu sínu, gólfunum, eldavélinni, kæli- skápnum, loftröndinni og út- sýninni. Þau borðuðu smur- brauð með túnfiski sitjandi á gólfteppinu og drukku öl með og gerðu teikningu af herbergj- unum fjórum, eins og þau ætl- uðu að búa þau. Guy mældi og Rosemary teiknaði. Að því búnu komu þau sér aftur fyrir á gólfteppinu. tóku lampann úr sambandi, afklæddust og elsk- uðust í kvöldskininu, sem kom inn um tjaldlausa gluggana. — Sjj, blés Guy á eftir með augun uppglennt sem af hræðslu. — Eg heyri systurnar Trench tyggja! Rosemary sló hann bylmingshögg í höfuðið. Þau keyptu sófa og stórt rúm tvöfalt, borð í eldhúsið og glæsi- lega vínarstóla. Síma fengu þau sér líka. Málarar komu miðvikudag- inn þann átjánda og voru bún- ir á föstudaginn, þegar þeir höfðu málað veggina nákvæm- Framhald á bls. 33. 33. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.