Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 37
eiga eins ástríka feður og dóttir þín? Hann hikaði við að svara og félagi hans tók upp þráðinn fyrir hann. — Ja, við reynum nú venjulega að koma í veg fyrir að börn séu drepin. Vinur okkar náði sér aftur, hann yppti öxlum, setti upp heimspekilegan svip og viður- kenndi að stundum kæmi það fyrir. — En. sagði hann, — þetta er stríð. — Þetta er mjög flókið, sagði aðstoðarmaður hans, — mjög viðkvæmt mál. Og svo tóku þeir báðir til við að fullvissa mig um hve áríð- andi starf þetta væri, og sögðu svo: — C'est la guerre . . . c'est la guerre . . . Mér varð flökurt, ég fann hvernig maginn í mér dróst saman. Landar mínir höfðu þá sjálfir yfirlýst þetta sama sem heyrðist um allan heim: C‘EST LA GUERRE. Þessi orð áttu víst að vera einhver afsökun fyrir allri þessari grimmd og hryðjuverkum. Eg breytti fljót- lega um samtalsefni og spurði þá hverra þjóða þessir leigu- hermenn væru. Þeir voru báð- ir fljótir til að svara, þeir sögðu að Þjóðverjar væru í meiri- hluta, og þeir voru fullir að- dáunar á þeim, sögðu að þeir væru fyrsta flokks hermenn. Það var reyndar sá síðari, sem átti ekki orð til að lýsa ágæti Þjóðverjanna, en foringinn sagði einfaldlega: — Þeir eru hræðilegir . . . É'g hafði svo nýlega verið að skoða kvikmyndir frá heims- styrjöldinni siðari, svo mér fannst ekki að neinu væri við þetta að bæta. Jafnvel þegar ég hélt hljóðnemanum að þeim, til að taka upp það sem þeir sögðu, fann ég hvernig hönd mín titraði af reiði og hryll- ingi á þessum brjálæðingum. — Það er ótrúlegt að sjá til þeirra í árásum, sagði sá síðari. — Þú ættir að sjá þann gamla, Múller majór, sem var Storm- sveitarmaður. Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann rekur mennina áfram. Hann þvældi um þetta fram og aftur og augu hans glömp- uðu af hrifningu. Eg leit á klukkuna. Guði sé lof, þessu var að verða lokið. Eg bað þá að lýsa þessum manni betur fyrir mér, segja mér hvern hug mennirnir báru til hans. — Hann er fullkominn, sagði sá síðari. — Hann kann allt sem að hernaði lýtur. — Og honum líkar þetta vel? — Já, ég held að hann kunni vel við sig hérna. — Jæja, hvað hafið þið svo að segja mér að lokum? Hinn upphaflegi heimildar- maður okkar var aftur hlédræg- ur. Hann hafði ekkert meira um þetta að segja, engin önnur svör. Það var ósköp einfalt, að hann sem Evrópumaður vildi eiga sinn þátt. í baráttu fyrir frelsi þjóða. Hann vildi benda blaðamönnum og öðrum, sem fjölluðu um þetta í ræðu og riti á að líta á þetta sem „stað- reyndir", að þeir sjái það hlut- verk, sem þessum hermönnum sé ætlað og sem svo erfitt var að útskýra. En að ég, Robert Colomb, hefði séð þetta með eigin augum og ætti því að geta lýst því réttilega. Við Michael hneigðum okk- ur, tókum myndir og töluðum inn á segulbönd á leið okkar burt frá þessum frumskóga- gróðri mannlegrar geggjunar. Við kvöddum mennina með handabandi, eins og við værum mestu mátar og létum ekki bera á falsinu sem undir bjó. í flugvélinni, sem töframað- urinn hafði auðvitað á réttum stað á réttu augnabliki, kink- uðum við Michael kolli hvor til annars og féllum strax í svefn. Mér fannst sem ég hefði verið að kanna óendanlegar fylkingar af krabbameinsfrum- um. É'g gat ekki einu sinni skil- greint þær, því síður stöðvað framrás þeirra. Ó, Catherine! Hvað var ég að gera? Svo hugs- aði ég um hana, — Candice. Ó, ég þurfti ekki á henni að halda, henni með allan þennan fram- andlega fullkomleika, alla þessa dásamlegu fæðingarbletti. Ég fyrirleit sjálfan mig fyrir að hafa tekið hana með mér í þessa ferð. Ég þurfti á hrein- leika hjónabands míns að halda. Ég þráði það, eins og ég hefði verið sjúklingur með bæjar- leyfi, sem sneri aftur að sjúkra- herberginu, til að njóta um- önnunar elskulegrar hjúkrun- arkonu. Ég var uppgefinn . . . ☆ TRÚBROT Framháld af bls. 20 er hættur núna. Þar sagðist hann m. a. ekki vera að spila þá músík sem hann vildi spila, og þegar ég talaði við konuna hans, Rósu Björgu, sagðist hún halda að hann hefði ekki heldur verið ánægður núna. ,,Hann hélt að viðhorfin og hlutirnir hefðu breytzt þegar hann byrjaði núna f vor," sagði Rósa, „ en eftir þessu að dæma, hefur hann komizt að því að svo er ekki. Hann hefur alltaf langað út og þess vegna finnst mér það mjög jákvætt hjá honum að hafa gert það. Hann er núna í London og verður kannski þar í mánuð — og kannski í mörg ár. Það veltur á hvernig honum gengur að gera það sem hann langar . . . Ég vil ekkert segja um hvað hann ætiar að gera þar." Það hafa margir orðið til þess að skamma mig fyrir að skrifa of mikið um Trúbrot, en þeir hafa þó eitt fram yfir aðrar hljómsveit- ir: Það er alltaf eitthvað að ske í kringum þá sem skiptir máli — og er þar af leiðandi skrifað um. Ég minntist á þetta við Gunnar Þórð- arson og hann brosti dauflega: „Kannski er þetta rétt," sagði hann, ,,en þetta var óviljandi og óheppilegt í alla staði." ☆ FREE Framhald af bls. 21 þeir höfðu ekki mikið að segja um FREE nema að hljómsveitin er hætt. Þeir Simon og Paul spiluðu sam- an áður en FREE varð til svo það leiddi af sjálfu sér að þeir tveir héldu áfram að spila saman. En þeir halda þvf stíft fram að hljóm- sveitin hafi. hætt án nokkurrar misklíðar. „Þetta var aðallega tónlistar- legur ágreiningur," segir Kossoff. „Auðvitað höfum við eitthvað fjarlægzt hverjir aðra, en það er í rauninni ekki hægt að lýsa þess- um slitum með orðum, því hljóm- sveitin var að leysast upp í marga mánuði. Pressan á okkur hefur aukizt nær daglega, eftir því sem við höfum unnið meira og eftir að „All right now" varð svona vin- sælt, jókst það að miklum mun. Við höfðum allir þróazt með okk- ar eigin persónulegu, tónlistar- legu hugmyndum og að lokum kom að því að við gátum ekki haldið áfram. Síðustu mánuðina fyrir slitin vorum við eiginlega hættir að koma með nýtt efni. Paul (Rodg- ers, söngvarinn) var búinn að semja mikið af nýjum lögum og eins Andy, en við höfðum bara ekki tíma til að vinna úr þeim. Við höfðum heldur ekki tíma til að tala um ágreiningsmál okkar, svo að á endanum ákváðum við að gera þetta sitt í hverju lagi. Við vorum búnir að skemmta okkur vel saman og gera skemmti- lega hluti, svo okkur fannst eig- inlega sjálfsagt að hætta. Það voru engin illindi. Þetta var rétt áður en við áttum að fara til Banda- ríkjanna — og við vorum á hljóm- leikaferðalagi f Astralíu — og Rodgers sagði okkur að hann myndi ekki geta meira. Það var slæmt að vera í Astralíu, skipú- lagið fyrir neðan állar hellur og við fengum ekki tækifæri til að nota okkar eigin tæki, svo okkur leiddist öllum. Okkur þótti leiðinlegt að þurfa að sleppa ferðlnni til Bandaríkj- anna, en þó vorum við ánægðir. Auðvitað töpuðum við miklum peningum á því, en við hefðum skemmt fyrir okkur með því að þvælast þarna um, dauðþreyttir og leiðinlegir, með eldgamalt efni, jafnvel þótt við hefðum haft nokkur þúsund dollara upp úr þvf. Við vorum búnir að ná mjög vel saman undir .lokin — sem var gott að vissu leyti, en við höfðum líka ákveðnar skoðanir á hvernig ætti að spila okkar eigið efni. Hver um sig sömdum við um efni sem var okkur persónulega nærri, og því höfðum við ákveðnar hug- myndir um hvernig ætti að koma því frá sér. Við vorum komnir í eins konar sjálfheldu — en það kom okkur ekki mjög á óvart. Þetta var eins og krabbamein sem var að éta okkur upp og eina leiðin til að losna úr því, var að hætta. Okkur gekk mjög vel í Japan rétt áður en við fórum til Ástralíu og satt að segja vorum við búnir að ákveða að hætta áð- ur en við fórum þangað. Við fjór- ir vorum búnir að ræða það tölu- vert, þó svo að enginn annar vissi um það." Þegar þeir voru spurðir hvern- ig nýju hljómsveitimar myndu verða, svaraði Simon: „Að sjálf- sögðu getum við ekkert sagt fyrir þá Rodgers og Fraser, en við Paul fáum sennilega með okkur góðan píanóleikara og söngvara. Við er- um með nokkra menn í huga, en það tekur tíma að ákveða svona hluti. Það tekur okkur nokkra mán- uði að komast af stað aftur, en við höfum ekki áhyggjur af því; við höfum tækifæri til að taka því rólega og æfa einhvers staðar uppí sveit. Það sem við viljum helzt gera er að stofna samstæða hljóm- sveit, þar sem samvinnan verður látin ráða. Við höfum ekki spilað í meira en tvo mánuði og getum varla beðið eftic því að komast aftur f klúbbana." „Þetta verður allavega mjög frábrugðið því sem við höfum verið að gera áður," bætti Paul við. Skömmu eftir að hljómsveitin hætti kom út ný LP-plata með 33. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.