Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 45
„Nei, þér hafið ekki heyrt það og ég heldur ekki og raun- ar enginn.“ (Nú mundi henni verða sagt upp stöðunni! En það var svei mér þess virði!). „Guð minn góður! Þér hreyfðuð yður ekki og vissuð þó, að enginn annar var ná- lægur!“ „Ekki einu sinni dyravörð- ur,“ skaut hún inn 1. „Þér hefðuð getað stöðvað hann. Því gerðuð þér það ekki?“ Hún yppti öxlum. „Af hverju átti ég að gera það? Maður má ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna, þegar maður er á spítala." „Og ég hélt að þér væruð veikbyggð og taugaslöpp," sagði Raebe læknir og skrifaði eitt- hvað hjá sér. „Það verður sett- ur dyravörður hérna.“ „Hvenær?“ ,,f næstu viku. En það kem- ur ekki til með að gleðja yður neitt sérstaklega." „Nei, því get ég vel trúað.“ Hún var svo þreytt, að hún gat ekki verið að hugsa neitt meira um þetta. „Þá verðið þér orðnar yfir- hjúkrunarkona á efra gangin- um,“ sagði læknirinn. ☆ FRO'MÁO Framhald af bls. 7 gerði allt hvað hún gat til að vekja athygli ráðamanna þess heims á sér, og fékk fljótlega smáhlutverk í ýmsum kvik- myndum, sem voru einkum kínverskar stælingar á banda- rískum Villtavestursmyndum. Hún nefndi sig þá La Ping. Fram til þessa er ekki vitað til að hún hafi haft áhuga á stjórnmálum. f Sjanghaí er sagt að hún hafi átt sér þrjá sérstaklega mikla aðdáendur, undirforingja í bandaríska flot- anum, þýzkan kaupsýslumann og kínverskan kommúnista. Sá síðastnefndi upplýsti hana um að byltingafrömuðurinn Marx væri ekki sami maður og gam- anleikarinn Groucho Marx, eins og hún hafði haldið er hún heyrði þann fyrrnefnda fyrst nefndan. Dvölin í Sjanghaí gerði Le Sjing-jan að eldheitum and- stæðingi nýlendustefnunnar. Svo átti að heita að Sjanghaí heyrði Kína til, en í rauninni var borgin algerlega í klóm út- lendinga. Þar drottnaði hvíti maðurinn, og fyrir eins og einn dollara var hægt að kaupa næstum hvað sem var. Vest- rænir ferðamenn sýndu sínar verstu hliðar undir þessum kringumstæðum, drukku sig augafulla og voru dónalegir við Kínverja. Margsinnis sá Le Sjing-jan bandaríska ferða- menn stofna til æðisgengins kappaksturs eftir aðalgötu Sjanghaí, og ökutækin voru rickshaws með Kínverja fyrir í hrossa stað. Unga leikkonan gekk í kínverska kommúnista- flokkinn. f ÓNÁÐ HJÁ FLOKKS- LEIÐTOGUNUM 1938, þegar Japanir . tóku Sjanghaí, flýði Le Sjing-jan ásamt kommúnistanum vini sín- um áleiðis til Jenan, þar sem Maó Tse-túng og vinir hans földust þá í fjöllunum. Vikum saman reikuðu þau eftir ryk- ugum vegum og sváfu oftast á berri jörðinni. Þau urðu við- skila á leiðinni og Le Sjing-jan náði um síðir ein til Jenan, steinuppgefin og illa til reika. Þar kynntist hún Lín Píaó og Maó hálfu ári síðar. Hann varð undireins ástfanginn. Stephan Pan, útlægur kín- verskur rithöfundur, sem þekkti Maó í fjörutíu ár, segir svo: — Maó hafði þá verið kvænt- ur fjórum sinnum, ef með er talin brúður sú er foreldrar hans ,,gáfu“ honum er hann varð átján ára Til að La Ping yrði hugmyndafræðilega rétt- trúuð sendi hann hana á Marx- lenínsku stofnunina í Jenan og gerði hana síðan að ritara sín- um. En þegar Maó vildi ganga að eiga hana mæltu hinir flokksleiðtogarnir á móti, og hann féllst á að hafa þessa nýju konu sína ekki í almannaaug- sýn. Þótt svo að Le Sjing-jan væri ekki hrifin af því að verða þannig einungis „húsmóðir“, var hún töfruð af gáfum og snarræði Maós og því feikna valdi, sem þá þegar var hans. Hann var tuttugu og þremur árum eldri en hún, en það skipti hana engu. Þau voru vígð saman í kyrrþey, og viðstaddir voru aðeins fáeinir góðvinir. Brúðkaupsnóttina sváfu þau af í loftvarnabyrgi. Við hjóna- vígsluna tók Le Sjing-jan sér nafnið Sjang Sjing, eða Bláa fljótið. Það kemur kannski undar- lega fyrir sjónir að kínversku kommúnistaforingjarnir skyldu snúast gegn frú Maó, en sann- leikurinn var sá að mórall þeirra flestra minnti mest á þann viktoríanska. Leikkonu gátu þeir því ekki sætt sig við sem brúði leiðtoga síns. f nærri þrjátíu ár létu þ.eir sem þeir sæju ekki frú Maó. Roger Spears majór segir svo frá, að eftir stríðið eitt sinn hefðu brezkir og bandarískir framámenn boðið framámönn- um kínverskra kommúnista til veizlu. Þeim var á varfærinn hátt gefið til kynna, að ekki mætti bjóða frú Maó með. — Okkur fannst þetta hreinn dónaskapur, já, beinlínis ómannúðlegt! segir majórinn. Sjálf hefur frú Maó sagt í beiskum tón um þessa löngu, félagslegu útlegð, að henni hafi þá verið sýnd meiri fyrirlitn- ing en „venjulegri hermanna- skækju.“ Til að bæta henni upp það, sem hýn fór á mis við, jós Maó yfir hana dýrmætum gjöfum. Þegar alþýðuherinn hafði tek- ið Tíentsin fékk hún til dæmis hálsband með geysistórum perl- um og safala(eld. Frú Maó lifði sem „fugl í forgylltu búri.“ En þegar ungmenni í hundr- uðþúsundatali hvaðanæva að úr Kína fylktu sér frammi fyrir Maó átjánda ágúst 1968, þá stóð frú Maó við hlið manns síns. Ásamt honum höfðu þau Lín Píaó verið útnefnd æðstu leið- togar ríkisins. AÐDÁANDI BANDARÍKJANNA Versnandi heilsa manns hennar átti mikinn þátt í að völd hennar jukust. Sagt er að formaðurinn þjáist af Parkin- sonssýki, og þess utan hafa mörg tilræði við líf hans gert að verkum, að hann treystir nú engum nema konu sinni. Hún hjúkraði honum í veikindum hans, og áður en varði var hún komin fram í sviðsljósið. Nú gleymdist aldrei að bjóða henni með. Það er kannski til full mik- ils mælzt að hún léti vera að hefna sín á sumum þeirra, er höfðu verið henni verstir. Hers- höfðingjaekkja ein var hand- tekin af -Rauðu varðliðunum og send á kommúnu í afskekktu héraði. þar sem hún var látin flysja kartöflur og mjólka kýr. Og næturvörður eins kvik- myndafyrirtækisins var áður forstjóri þess. Sumir sérfræðingar banda- ríska utanríkisráðuneytisins halda því fram. að pingpong- þíðan — hið batnandi sam- komulag Bandaríkjanna og Kína — stafi af miklu leyti af því, að bæði frú Maó og Lín Píaó beri mikinn tortryggnis- hug til Sovétríkjanna. Lín Pí- aó segir til dæmis að hann hafi orðið fyrir kynþáttaofsóknum er hann dvaldi á sjúkrahúsi í Moskvu í síðari heimsstyrjöld. Upplýsingar sem náð hafa til Hong Kong herma að þau frú- ' in og Lín telji nú bæði að tími sé til kominn að bæta sambúð- ina við Vesturlönd. Frú Maó hefur oft sagt er- lendum kunningjum að hún vildi gjarnan heimsækja Holly- wood og kynna sér nútíma kvikmyndatækni. Hún hefur gert stórmikið fyrir kínverskt fagurmenningarlíf, gert ballett- inn nýtískari og reynt að lífga svolítið upp kvikmyndirnar, sem helzt fjalla um framleiðslu á dráttarvélum og framkvæmd tveggja ára áætlana. Þótt svo að „úrkynja" banda- rískar kvikmyndir hafi ekki verið sýndar opinberlega í Kína í tuttugu ár, er vitað til að frú Maó hefur útvegað sér margar þeirra frá Hongkong, þar á meðal Easy Rider með Peter Fonda og Love Story með Ali McGraw. Þar eð frú Maó skil- ur ekki ensku og ekki hafa ver- ið möguleikar á að færa kín- verskan texta inn á myndirnar, hefur túlkur verið viðstaddur, þegar henni hafa verið sýndar þær, til að þýða jafnharðan. Þessi merka frú er einnig menningarlegur ráðgjafi al- þýðuhersins. Hún hefur meðal annars ort fyrir herinn ljóð, sem heitir Elska fætur þína. Eitt versið hljóðar svo: Þú þarfnast tveggja fóta Án þeirra kemurðu engu í framkvæmd Fáirðu blöðrur á iljar Stingdu á þær gat og berðu á Steinolíu. Frú Maó hefur einnið séð til þess, að nú geta konur komizt til metorða í hernum. Hún hefur líka ferðazt á milli herbúða og haft leiksýningar fyrir hermennina. í einu slíku leikriti lék hún unga, saklausa stúlku, sem bandarískir her- menn ráðast á, nauðga og myrða að síðustu. Líklega hefur hún það hlut- verk ekki svo mjög í huga leng- ur, er þíðan milli Bandaríkj- anna og Kína er að komast vel á veg. ☆ 33.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.