Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 50
— Þetta var reyndar járnbraut- arslys, mér varð á að kyssa jöðurinn í stað dótturinnar í jarðgöngunum! — Og hvar er svo þvottaefnið, sem þú áttir að kaupa? — Það verður ekki hjá því komizt, hann er aðalerfingi frœnda ykkar! / nœstu Fjáreigandi og útgerðarmaSur • Gríski skipakóngurinn Niarcos á tankskipaflota, sem er helmingi stærri en brezki herflotinn. í grein um hann í næsta blaSi er sagt frá því, hvernig hann eignaSist millj- arSa sína og eins er minnzt á hiS dularfulla fráfall eigin- konu hans, sem kunnugt er úr fréttum. ★ Heimsins hættulegasta borg • Manila, höfuSborg Filippseyja, er nú talin ein hættu- legasta borg á jarSríki, og er þó margur staSurinn engin paradís. Glæpir eru ótrúlega algengir á Filippseyjum. Aætl- aS er, aS um fimmtíu manns séu myrtir á eyjunum á hverj- um einasta degi. Sjá nánar í grein í næsta blaSi. ★ Finnska fjallkirkjan • Finnar hafa byggt í Helsingfors kirkju, sem mun vera einstæS í sögu kirkjubygginga. Þessi nýja kirkja teygir ekki turn sinn til himins, eins og blessuS Hallgrímskirkjan okk- ar. Hún er turnlaus meS öllu og meira en þaS: Hún er byggS ofan i klettahæS og hvolfþak sett yfir. VerkfræS- ingar og arkítektar hafa unniS mikiS afrek viS smíSi þess- arar frumlegu kirkju. ★ Töfragripurinn • Smásaga næsta blaSs nefnist þessu nafni og fjallar um harla óvenjulegt efni. Tveir fornleifafræSingar eru á eySi- mörku í leit aS dýrmætum gripum. Þeir eru illa haldnir vegna hita og sjúkdóma. Þá finna þeir töfragripinn. ★ Endurminningar Rose Kennedy • Saga Kennedy-bræSra er öllum kunn, enda hefur óhemju mikiS veriS um þá skrifaS. Einn er sá þó í þessari nafntoguSu fjölskyldu, sem lítið hefur veriS vitaS um hing- aS til. ÞaS er móSir þeirra bræSra, Rose Kennedy. Hún hefur nú látiS skrásetja endurminningar sínar og eru þær væntanlegar í bókarformi innan skamms. Urdráttur úr þeim hefur þegar birzt f bandarískum blöSum og í næstu Viku verSur sagt frá fáeinum atvikum úr sögu þessarar merkilegu konu. M M M » •> VI -«■» UP fiW VMfj.j um hversu mikla þekkingu þessir drengir hafa á sr. Friðrik og starfi lians, en þegar sagt er að nú skul- um við syngja „Séra Frið- riks sálm númer þetta“, þá Ijóma andlitin meira en endranær. Það hefur ver- ið kveikt upp í arninum og hrosandi — en þreytt — andlitin fá á sig dulrænan hlæ í bjarmanum. Það er mikið sungið, farið í marga leiki og mikið hlegið. For- ingjarnir greina frá leikj- um og störfum dagsins, til- kynna úrslit í knattspyrnu- leikjum og fleiru og strák- arnir láta í ljós ánægju sína, svo að ekki verður um villzt. „Margir ykkar“, segir Friðbjörn, þegar fer að líða á kvöldvökuna, „hafa verið hér áður. Sumir oft. Þegar ég var á ykkat' aldri kom ég sjálfur hingað og vildi alltaf koma aftur. Ég vissi ekki þá hvers vegna það var, en nú veit ég það: Það var Guðs orð sem ég sóttist eftir og ég er viss um, að þið komið sjálfir í sama tilgangi, ef til vill án þess að þið gerið ykkur grein fyrir því sjálfir. Guð hefur ákveðinn boðskap að flytja ykkur og hann lief- ur kosið að gera það hér“. Það hiðja allir saman og syngja: „Svara, svara: vertu velkominn/ vissulega ertu Drottinn minn....“ Þeir sem vilja, fara með foringjunum út í Kapellu og eiga þar hljóða stund, en aðrir fara að sofa og húa lúin hein undir næsla dag, sem verður jafn við- hurðarríkur og sá sem er senn á enda. Sólin roðar fjallaloppana þegar við göngum ásamt starfsmönnunum yfir í matarskálann til að þiggja molasopa hjá starfsstúlk- unum og þegar við sofnum óskum við okkur þess að við værum aftur orðnir 10 ára Skógarmenn. ó.vald. 50 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.