Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 17
Alcatraz-fangelsið. Þar sat Al Capone í nokk- ur ár og þóttist iðrast synda sinna í von um náðun. bonny, sonur Al Capones, kvæntist 1941 stúlku að nafni Diana Casey. Hann vildi ekki feta í fótspor föður síns og opnaði blómaverzlun. í baðfötum í villunni í Miami, þar sem hann hélt áhrifamesta fólki Banda- rikjanna stórveizlur. A / 1 Capone var þrítugur að aldri, er dómnefnd bandarískra blaðmanna kaus liann einn markverð- astu manna þriðja áratugsins — ásamt Albert Ein- stein, höfundi afstæðiskenningarinnar, og Mahatma Gandlii, hinum indverska boðbera ofbeldislausrar bvltingar. Þetta var þá liin opinbera skoðun Bandaríkjamanna á ferli Capones á þeim tíu árum, er hann lirelldi Chicago með sprengjutilræðum og þrjú hundruð morðum og hafði svimháar fjárfúlgur af borgarbú- um árlega með hverskvns svívirðilegu móti. Eitt sinn 1929, þegar A1 Capone lét sjá sig á íþrótta- leikvangi einum, tóku þúsundir manna honum með fagnaðarlátum. Þegar hann kom í leikhús með sína akfeitu blondínuna á hvora hönd, risu allir viðstaddir á fælui' í virðingarskyni. 1929 voru sjö bækur skrif- aðar um dólginn og þrjár kvikmvndir gerðar um æfi lians. Ljúfmannlegur og yfirlætislegur i senn eins og voldugur pasja veifaði hann til ferðamanna, sem kom.li langt að til að skoða — þó ekki væri nema að utan — aðsetursstað lians Hawthorne Inn. Kunningj- um sinum gaf hann demantsskreyttar beltissylgjur sem minjagripi. Hann jós matgjöfum i fátæklinga. Hann lifði eins og kóngur í fjórtán herbergja höll- inni i Flórida. Hann lét gera af sér olíumálverk í fullri líkamsstærð. Mae eiginkona hans sást aldrei við lilið hans í Chicago, en í Flórída var hún hin glæsilega húsmóðir, sem veitti stjórnmálamönnum, iðnjöfrum, filmstjörnum, óperusöngvurum og íþrótta- görpum limonaði og sódavatn. A1 Capone, grófasti sprúltsali allra aldá, hafði lúmskt gaman af að sjá gestina sötra þessa meinlausu dr}rkki af takmark- aðri lvst. En auðvitað lét Capone ekki af svalli sínu meðan hann dvaldi í Flórída. Til þess liafði liann hótelið Ponce de Leon i Miami. Þar safnaði hann að sér létt- lætiskonum og fjárhættuspilurum. En lífshræðslu sína losnaði A1 Capone aldrei við. Einn sá sem hann óttaðist mest var Dug Moran, bófi sá er gengið liafði honum úr greipum á Valentínsdag. Þessi slungni og úthaldsgóði keppinautur Capones var óþreytandi við að brugga honum banaráð. Að lokum varð A1 svo taugaveiklaður út af þessu, að liann ákvað að láta setja sig í fangelsi, þar sem hann taldi sig verða öruggan fyrir morðtilræðum. Sumarið 1928 lét hann handtaka sig á Market Street í Fíladelfíu fyrir „ólöglegan vopnaburð“. Fyrir það var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Þetta var harðasti dómur, sem nokkur Banda- ríkjamaður hafði til þessa fengið fyrir afbrot þess- arar tegundar. En A1 Capone tók dómaranum það ekki illa upp. Fyrir menn sem hann voru fangelsi þá nánast hressingarhæli. Hann sat fyrst í Holmes- bury Prison og síðan i Eastern Penitentiary, og með myndarlegum mútum varð hann sér þar úti um einka- klefa með baði, útvarpi og sima. Hann fékk leyfi til að senda eftir eigin liúsgögnum í klefann og klæð- ast eigin skartbúningum. Hann gat líka haldið áfram að stjórna glæpahring sínum og útrýmingarherferð- inni gegn flokki Dugs Morans úr fangaklefanum. Þegar liann var látinn laus i maí 1930 gaf liann eftir- farandi yfirlýsingu i blaðaviðtali: „Ég er sá sem valdið hefur. Árurn saman hefur lifi mínu verið ógnað. Þó er ég enn lieill lieilsu og kátur. Enginn skyldi láta sér detta annað i hug en að ég haldi mínu striki“. í undirheimum Bandarikjanna báru mfenn tak- markalausa virðingu fyrir Capone og því var jafnvel trúað að hann væri göldróttur. Hann hafði komið sér upp víðtæku njósnaneti og hafði með því eftir- lit með öllum bófum landsins. Bandai-íska lögreglan hefur löngum haft á sér mik- ið spillingarorð og ekki að ástæðulausu, en það á ekki við um skattalögregluna þar i landi; væri betur að sem flest önnur riki tækju hana sér til fyrirmynd- ar i sínum skattheimtuumsvifum. A1 Capone bauð lögreglu þessari byrginn eins og öðrum, og það varð lians ógæfa. Framhald á hls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.