Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 11
„Þetta er kona, sem veit eitthvað, sem enghui annar veit,“ sagði brezk kennslukona, er hún sá myndina af Monu Lísu. Brezkur læknir hefur haldið þvi fram, að hún sé þunguð og það sé skýringin á „þessum blíða ánægjusvip“. Franskur fornleifafræðingur vill hins vegar meina, að svipurinn sé sorgarsvipur og stafi af því, að hún hafi nýlega misst barn. lífi gædd þeim töfrum, sem Leonardo festi á léreftið. Málverkið líkist Madonnu Lisu, kaupmannsfrúnni, aðeins í höfuðdráttum. Hitt er innblástur meistarans. Mona Lísa Leonardos liefur hlotið mörg virðing- arh'eiti og skulu hér nefnd þrjú dæmi: ★ Tákn mannúðarinnar ★ Sfinx Vesturlanda ★ Guðsmóðir frjálsrar hugsunar. Einnig hefur verið sagt, að hún sé ímynd alls þess, sem karlmaðurinn hefur óskað sér i þúsund ár. Og skýringarnar á liinu dular- fulla og tviræða brosi henn- ar eru orðnar ærið margar. Brezkur læknir hefur sett fram þá liugmynd, að.hún væri þunguð og það sé skýr- ingin á „þessum hlíða ánægjusvip“ eins og hann komst að orði, og einnig skýri það, liversu undar- lega ltún sitji i stól sínum. Framhald á bls. 41. „Þetta málverk er fremur guðlegt en mannlegt. Þetta er í rauninni alls ekki málverk, heldur eitthvaS annaS og meira“. 33.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.