Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 10
Rétt fyrii’ jólin árið 1913 vatt ílalskur múrari, Vin- cenzo Prugia að nafni, sér inn til fornsala nokkurs í Flórens og sagði umbúða- laust: „Viltu kaupa af mér mál- verkið af Monu Lísu“? Fornsalinn liló og hélt, að um spaug eitt væri að ræða. En þegar múrarinn liélt því stöðugt fram, að hann ætli hið upprunalega og ósvikna málverk af Monu Lísu, vaknaði for- vitni fornsalans. Honum var mætavel kunnugt um, að margt einkennilegt gat gerzt í sambandi við fræg málverk, eftirlikingar af þeim og frummyndir. End- irinn varð ]iví sá, að forn- salinn lofaði að koma lil múrarans daginn eftir. Fornsalinn liafði vaðið fyr- ir neðan sig og tilkynnti Iögreglunni um málið. Síð- an hélt hann á fund múr- arans og honum fylgdu á laun fjölmargir lögreglu- menn. Kraf taverkið gerðist! Fornsalinn var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum, en við honum hrosti meist- araverk Leonardos da Vin- cis. Við rannsókn málsins kom í ljós, að Perurgia hafði fengið vinnu í stutt- an tima í Louvrehöllinni i Frakklandi. Og einn mánu- dagsmorgun, þegar höllin var lokuð fyrir almenning, gekk hann þangað inn, stakk málverkinu undir handlegginn og gekk með ])að út. í staðinn Iét hann nokkuð góða eftirlikingu. I tvö ár hafði hann haft hana fvrir sig í þakher- berginu sínu. Það nægði til að heilla hvern mann. Sið- ar skýrði hann svo frá við réttarhöld, að hann hefði stolið meistaraverkinu af ])ví, að hann langaði til ])ess, að ítalia eignaðist aft- ur einn af þeim dýrgripum, sem Napoleon Frakklands- keisari stal. Na])oleon hafði vissulega tekið traustataki allmörg ítölsk listaverk, en ekki Monu Lísu. Franz I. Frakk- landskonungur hafði keypt hana af Leonardo sjálfum, eða erfingjum hans, fyrir 4000 gullflórínur. ítalska stjórnin sendi Monu Lísu aftur til Frakk- lands, en ekki fyrr en Vic- tor Emanúel Ítalíúkonung- ur hafði komið til Róma- horgar til að sjá hana og heiðursvörður hafði heils- að henni með bvssum sín- um. Hinn 4. janúar árið 1914 var hún aftur komin upp á vegginn i Carrésalnum í Louvre-safninu, og þar hangir hún enn þann dag í dag, og er eina málverk- ið ])ar, sem hefur sérstak- an lífvörð. Mona Lisa liefur haft gevsilegt aðdráttarafl allt frá fyrstu tíð. Þegar á tím- um Leonardos sjálfs sagði listfræðingur nokkur um hana: „Þetta málverk er frem- ur guðlegl en mannlegt. Þetla er í rauninni alls ekki málverk, heldur eitthvað annað og meira“. Flciri eftirmyndir liafa verið gerðar af Monu Lísu en nokkru öðru málverki. Vitað er um nálega 60 eftir- myndir á fyrstu öldinni eft- ir dauða Leonardos. Og þeir sem komið hafa í Lou- vre-safnið hafa ugglaust tekið eftir, að slór hópur manna stendur daglega með trönur sínar fyrir framan málverkið og reyn- ir að líkja eftir snilld meist- arans. Og árangur þessara iðjusömu inanna ber snilld Leonardos fagurt vitni. Að- eins örfáum tekst að líkja eftir myndinni svo að nokkru nemi. Vitað er hver var fyrir- mynd meistarans að ])essu málverki. Eiginkona kaup- mannsins Lanobi del Gia- condo frá Neapel sat fyrir, og myndin átti að vera af henni. En samkvæmt frá- sögnum og lýsingum var fyrirmyndin ekki í lifanda 10 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.